HIPHOP
Hiphop er menning sem inniheldur tónlist, dans, veggjalist, beatboxing, tísku, talsmáta ofl.
Listformin fæðast í 'under privileged' hverfum svartra og latinx í Bandaríkjunum á 8. áratugnum.
Dansformin sem verða til innan Hiphop menningarinnar eru Break, Hiphop (the social dances of
Hiphop), Lite Feet ofl. Top Rock stíllinn er partur af Break stílnum en er oft talinn sér. Öll þessi dans-
form tilheyra Hiphop menningunni. Hiphop stíllinn byggist á 'social dönsum' sem eru undirstaða
viðurkenndrar námskrár frá frumkvöðlum dansstílsins; Mr. Wigglez, Buddha Stretch, Henry Link ofl.
Við erum beintengd í senuna í New York, Brynja dvelur þar á hverju ári meðal helstu iðkenda stílsins,
við fáum frumkvöðla & áhrifavalda reglulega í heimsókn og kennarateymið ferðast einnig til að læra.
Þú lærir sporin sem hafa mótað og þróað HIPHOP stílinn síðan á 9. áratugnum (1980's) til dagsins
í dag (”old school - new school”). Hiphop er fyrst og fremst 'a party dance', þ.e.a.s. stíllinn verður
til þegar fólk var að koma saman á klúbbum og skemmta sér/dansa við hiphop tónlist. Sporin sem
við lærum hafa oft skemmtilega sögu og oft er verið að minnast sérstakra karaktera innan hiphop
menningarinnar. Stíllinn er einstaklingsbundinn og skapandi en til að geta framkvæmt hreyfingarnar
rétt þarf að læra réttan grunn og tækni, með góðri undirstöðu er hægt að fara hvert sem er.
Dæmi: .
.
DANCEHALL
Dancehall er orðið mjög vinsælt meðal þeirra sem koma í tíma. Stíllinn byrjar að mótast á 9. ára-
tugnum, þegar 'reggae tónlist' verður að meiri 'partý tónlist' m.a. vegna áhrifa hiphops frá Banda-
ríkjunum. Dancehall fær einmitt nafnið því tónlistin var spiluð í 'the dancehalls' eða klúbbum þar
sem fólk hittist til að skemmta sér og dansa saman. Þú færð karabískan fíling með hreyfingum og
sporum frá Jamaica. Þetta er lifandi og frumlegur stíll sem er alltaf að bæta við sig nýjum dönsum
við viss lög, sem er einkennandi fyrir stílinn. Þykkur bassinn og seiðandi takturinn í lögunum gerir
það auðvelt og skemmtilegt að dansa þennan stíl. Við fylgjumst með nýjum dönsum og tökum
reglulega 'throwback' tíma þar sem old school dansarnir eru rifjaðir upp. Þú lærir um söguna og
helstu dansara stílsins.
Mjaðmahreyfingar eru áberandi ef kennari velur, þú lærir "the wine" sem er einangrunar-
tækni eða 'isolations' í mjöðmum. Tæknin er lykillinn! Dancechall stíllinn inniheldur einnig mikið
groove sem helst í hendur við tónlistina.
Dæmi: .
.
WAACKING
Uppruni Waacking er í Gay klúbbum vesturstrandar Bandaríkjanna á 8. áratugnum. Stíllinn varð til
undir áhrifum diskó tónlistar og leiðandi dansarar stílsins voru LGBTQ+. Innblástur stílsins kemur frá
gömlu Hollywood myndunum (40's, 50's og 60's) og leikkonum þessa tímabils. Sensual, elegant,
'feminine'. Túlkunin er í framkomunni og útgeisluninni. Við förum í 'drills' í byrjun tímanna þar sem
við lærum og æfum handahreyfingarnar okkar. Þú lærir foundation og kynnist sögunni, einnig
æfum við okkur í að túlka taktinn og tilfinningu í lögunum. Because its all about performance.
Til að vitna í 'faðir' Waacking stílsins, kennarann minn Tyrone 'the Bone' Proctor sem kvaddi okkur
árið 2020: "If you dont understand the music, you will never understand the dance"
Dýnamískar handahreyfingar, pósur og fierce framkoma eru element sem einkenna stílinn. Þú getur
verið hver sem þú vilt innan Waacking stílsins.
Dæmi: .
.
BREAKATH: Break tímar eru kenndir hjá Element Break Dance Academy!
Finnið þau á instagram og facebook fyrir allar upplýsingar.
Break dansinn verður til í byrjun 8. áratugarins, en þá fer Hiphop menningin að verða til í Bronx
hverfi New York borgar. Önnur element kúltúrsins eru Rapp, Graffiti, DJ'ing, talmáti, tíska ofl.
Break eða BBoying er því fyrsti dansinn sem kemur frá Hiphop menningunni. Dansararnir tóku
yfir dansgólfið þegar 'dansbreakin' í Funk lögunum komu, og DJ'ar á þeim tíma lengdu þessi
'break' í lögunum til að hafa dansarana á gólfinu lengur. En þaðan kemur nafnið 'Break boys /
girls' / Bboys / Bgirls. Partýin voru úti á götu og seinna meir inni á klúbbum.
Þú lærir Top Rock sem er grunnhreyfing Breakarans, en þannig sýna dansarar áhorfendum að
þeir skilji og geti dansað við taktinn. Svo er farið niður á gólfið sem er einkenni stílsins, þar
er byggt upp styrk og lært góða grunntækni. Með tímanum er farið í flóknari og meira krefjandi
æfingar.
Dæmi:
.
HOUSE
House stíllinn á rætur að rekja til neðanjarðar klúbbamenningar Chicago, grunnhreyfing stílsins
'the Jack' sem er groovið í House stílnum er skýrt eftir gaur sem hét Jack sem dansaði alltaf á
vissan máta við þessi Deep House lög sem einkenna dansstílinn í dag. Þekkt er þessi tilvitnun úr
laginu 'My House' sem kom út 1987: "In the beginning there was Jack … and Jack had a groove
And from this groove came the grooves of all grooves. And while one day viciously throwing down
on his box, Jack boldly declared “Let There Be House” and House music was born."
Dansstíllinn sjálfur mótast svo mestmegnis í klúbbunum í New York á 9. áratugnum en House
stíllinn einkennist af þeirri hugmynd að allir séu velkomnir 'í þetta hús', undir 'þessu þaki' finnast
áhrif frá Hiphop, Salsa, Top Rock, Hustle, Afró ofl. stílum. Groove'ið er einstakt.
Í tímunum er farið í grunnspor stílsins og Groove'ið sem kallast Jacking, nemendur kynnast einnig
Lofting sem gert er á gólfinu. Þar eru hægari hreyfingar sem koma til móts við taktföst og oft hröð
spor sem gerð eru standandi. House tímar æfa flott 'footwork' og gefa mikið boozt í taktfestu.
.
POPPING
Uppruni dansstílsins er í Californíu í byrjun 8. áratugarins og nafn stílsins kemur frá Boogaloo Sam
sem er frumkvöðull í Popping. Hann leiddi danshópinn sinn The Electric Boogaloos í sjónvarpsþáttinn
Soul Train og var það í fyrsta sinn sem stíllinn sást í sjónvarpi 1968.
Popping er vöðvastjórnun, stílnum fylgir viss fagurfræði, línur og groove en einnig fjölbreyttir stílar.
Undirstílar Popping eru m.a. Waving, Robot, Electric Boogaloo, Tutting, Strobing, Animation, Ticking
ofl. Funk tónlist er áhrifavaldur dansstílsins og dansarar leitast eftir því að hafa groove samhliða
því að hafa mikla stjórn á einangrunum líkamans og vöðvum. Það hafði mikil áhrif á dansara að
sjá Electric Boogaloos á Soul Train og uppfrá því hófst tímabil þar sem dansarar í New York
hermdu eftir hreyfingum sem þeir sáu í sjónvarpinu án þess að kunna rétta tækni / orðaforða.
Það hafði áhrif á byrjun Hiphop stílsins m.a. og elsta kynslóð Hiphop dansara í dag (t.d. Buddha
Stretch) leggur áherslu á að dansarar kunni undirstöðu í Popping.
Í tímunum er farið í undirstöður Popping tækninnar, nemendur læra að stjórna vöðvunum rétt í
höndum og fótum og hvernig við forðumst meiðsli. Við lærum undirstöðu í Waving og hinum ýmsu
'undirstílum' Popping til að bæta við okkar eigin túlkun. Mikil dínamík bætist við dansinn okkar þegar
Popping verður hluti af vopnabúrinu.
.
.
LOCKINGATH: Enginn Locking kennari er staddur á landinu eins og er.
Groove sprengja Locking stílsins er engu lík! Stíllinn verður til óvart árið 1969 þegar Don Campbell,
nú kallaður Don Campbellock, dansar kjúklingadansinn og gerir hann vitlaust. Þetta er saga sem
þarf að heyra í danstíma með tilheyrandi sýnikennslu. Locking varð að miklu dansæði á 8. áratugnum
og á aðallega á vesturströnd Bandaríkjanna þar sem Don setti saman danshópinn The Lockers. Þau
komu fram á Soul Train og í öðrum þekktum sjónvarpsþáttum.
Mikil gleði einkennir stílinn og extra mikið fönk enda er Locking dansaður við Funk tónlist. Stíllinn er
með mikinn karakter og hafa dansarar lengi klætt sig í vissan einkennisbúning sem inniheldur hatta,
röndótt föt (blá og hvít / rauð og hvít t.d.) og herðabönd. Persónuleiki hvers dansara skín í gegn og
er mikil samskipti við áhorfendur einkennandi fyrir Locking dansara. Sporin hafa haldið sér nokkurn
vegin eins síðan á 8. áratugnum, nokkur hafa bæst við en þessi stíll er svo áhugaverður vegna þess
að hann hefur haldið sér nær eins í yfir 3 áratugi.
Það er mikill ávinningur í því að læra Locking fyrir alla street dansara, þaðan kemur fönk og karakter
sem hefur smitað út frá sér í aðra stíla. Ef þú getur rokkað Locking rútínu með öllu tilheyrandi grúvi
þá ert þú komin/n á flottan stað í lífinu! High five!
TOP ROCKTop Rock er hluti af Break stílnum.
Top Rock er það sem Break dansarar gera áður en þau fara í gólfið. Top Rockið þróaðist samhliða
Break dansinum og er í raun undanfari Hiphop stílsins. Sumir fóru ekki 'í gólfið'
eins og það kallast
til þess að Break'a heldur dönsuðu uppi og þróuðu þennan stíl lengra. Innan Top Rocksins eru
hugtök eins og Burns, Drops ofl. sem einkenna stílinn og dansarar leitast við að þjálfa upp smooth
fótaburð og flóknar samsetningar spora ásamt því að halda í það sem skiptir öllu máli: GROOVIÐ.
Innan Top Rocks lifir þinn stíll, þitt 'flava', þitt tóneyra, þinn persónuleiki.
Dansstílarnir sem urðu til innan Hiphop menningarinnar í New York á 8. og 9. áratugunum eru Top
Rock, Bboying (Break) og Hiphop. Það er mikilvægt fyrir alla Hiphop dansara að þekkja söguna.
Ef við grúskum aðeins aftar þá má finna Rock dansstílinn sem er undanfari allra þessara stíla og
innan þeirra allra finnst sterk hefð svartra og latino dansara, bæði í tónlist, 'feel' og hreyfingum.
Þessi dansmenning sem við elskum er með litríka, erfiða en fallega sögu sem birtist í dansinum.
'CHOREOGRAFÍU' TÍMAR / 'CHOREO':
'CHOREO' Persónuleg túlkun danshöfundar, getur innihaldið áhrif frá ýmsum dansstílum.
Hér er áherslan á dansrútínum (choreography) og þar spilar inn bakgrunnur, áhrif og smekkur hvers
dansara. Í þessum tímum er ekki kenndur markviss dansgrunnur eins og nemendur læra í Hiphop,
Dancehall, Waacking, House osfr. danstímum. 'Choreo' er ekki dansstíll, upplifunin byggist á því
hversu vel lærður danskennarinn sjálfur er og hversu djúpt viðkomandi er búin/n að vinna í sinni
danslist. Innan dansheimsins er mikil aðsókn í 'choreo' tíma hjá hæfileikaríkum dönsurum sem eru
oft með fjölbreyttan bakgrunn, búin að stúdera dansstíl eða dansstíla sem þau vinna með í frjálsu
flæði. Hér er gaman að sjá persónulegan stíl og ný sjónarhorn í skemmtilegum danstímum.
Hvað munt þú læra í 'Choreo' tímum? Skoðaðu video frá viðkomandi dansara, þar sérðu þeirra stíl!
Við höldum að sjálfsögðu okkar gildum í danstímum fyrir yngri en 17 ára. 'Choreo' tímar fyrir eldri
en 17 ára geta innihaldið kvenlegar hreyfingar.
Kennararnir okkar eru með góðan bakgrunn í hinum ýmsu Street dansstílum og búin að vinna mikið
í sinni tjáningu innan þeirra sem hefur mótað þau sem dansara. Þau sem kenna 'Choreo' tíma hjá
okkur vilja vinna í sinni persónulegu tjáningu. Þegar við förum í 'Choreo' tíma til dansara sem hafa
unnið vel í sinni list þá erum við að fá innspýtingu í listtjáningu og nýrri túlkun á ýmsum hugtökum
og grunnatriðum innan dansheimsins. Þú heyrir að sjálfsögðu hvaðan áhrifin koma.
Mikilvægur 'disclaimer' sem við þurfum að vera meðvituð um. Smá 'tough love'.
Mikið er um það að dansstúdíó / dansskólar auglýsi 'choreo' eða 'commercial' tíma vegna þess að
danskennararnir sjálfir hafa ekki nægilega menntun í dansstíl / dansstílunum. Einföld lausn á því
vandamáli er að auglýsa einfaldlega 'choreo' tíma. Þannig er hægt að koma sér undan því að kenna
dansgrunn sem er hið alþjóðlega tungumál dansara um allan heim. Viðurkenndir strúktúrar skipta
máli í danslistum, við þurfum að skilja og geta túlkað hreyfingarnar rétt til þess að vera "gjaldgeng"
innan dansheimsins. Góður dansgrunnur tryggir fjölbreytileika, aðlögunarhæfni og líkamsmeðvitund.
Það er mikilvægt að læra réttan dansgrunn og stúdera dansstílana sjálfa, einnig ef dansari vill fara
í 'choreo' tíma til dansara sem er að vinna með vissa stíla þá hjálpar það dansnemandanum að vera
sjálf / ur með grunn í þeim stíl / um til að geta túlkað hreyfingarnar rétt. 'Choreo' tímar eru frábær
leið fyrir dansara til að opna hugann og kanna ný lönd í listinni sinni.
Dæmi:
.
.
'HEELS PERFORMANCE' (FYRIR 18 ÁRA +)
'Heels' danstímar eru fyrir allar þær sem vilja læra að ganga og dansa á hælum, í dag er það stór
partur af orðaforða kvenkyns og femme dansara. Heiti danstímanna er ekki heiti á dansstíl heldur
er þetta heiti yfir persónulega tjáningu Brynju í choreografíu á hælum (og kennurum skólans).
Byrjendatímarnir ganga út á það að efla sjálfsmynd og sjálfsöryggi, við lærum að bera okkur rétt,
förum yfir framkomu og lærum skemmtilegar einfaldar dansrútínur. Framhaldstímarnir eru aðallega
choreografía þar sem má finna áhrif frá ýmsum dansstílum eins og t.d. Waacking, Dancehall ofl.
Þátttakendur geta verið í hælum eða í sneakers. Og þú mátt líka dressa þig upp :)
.
.
'TWERK' (FYRIR 17 ÁRA +)Eini staðurinn á Íslandi með Twerk tíma! Ekki kenndir reglulega eins og er. Twerk hefur verið mikið á milli tannana á fólki en vissir þú að
tæknin sem einkennir twerk kemur frá Afríku og var notað í helgiathöfnum ættbálka hinna ýmsu landa?
Á 9. áratugnum þegar Hiphop stíllinn er að þróast sjást strax dæmi um þessar hreyfingar en Booty Bass
tónlistin frá suðurríkjunum gerði twerkið (sem hét þá ekki 'twerk') að 'kúltúr' innan Hiphop heimsins.
Í dag kallast þetta twerk og er búið að þróa hreyfingarnar mikið, en nemendur læra einangrunar tækni
mjaðma og gera skemmtilegar rútínur við bassamikla tónlist.
Þetta eru hressir tímar fyrir þær sem þora, mikil stemmning og alltaf stutt í húmorinn :)
'FJÖLSKYLDUTÍMAR' (FYRIR 5-12 ÁRA + FORELDRI)
Danstímar fyrir fjölskylduna! Gjaldið miðast við barn + forráðamann / konu en ekki þarf sami
meðdansari að koma í hvern tíma. Stóra systir getur komið eina vikuna, pabbinn þá næstu o.s.fr.
Beata kennir þessa frábæru lífsglöðu danstíma sem snúast um bros, samvinnu og einfaldar rútínur.
Getustigið hentar byrjendum og þeim sem hafa dansað áður eða finnst gaman að læra einföld spor
við frábæra tónlist sem keyrir upp stuðið.
Hin eina sanna fjölskylduafþreying fyrir þau sem vilja gera eitthvað skemmtilegt saman um helgar.
ATH: Videoið er frá nettímunum okkar, fjölskyldudanstímarnir verða kenndir í Holtagörðum en við
fengum hugmyndina í 'Covid heimagleðinni' okkar í vor. Þetta er þekkt hugtak erlendis.