Fjölbreytt street dansnám síðan 2012 fyrir byrjendur, miðstig og framhald:
Danstímar fyrir 5 ára upp í 30 ára + í Laugardal, Breiðholti, Árbæ, Kópavogi
Grafarvogi, Garðabæ, Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi.
Við leggjum áherslu á jákvæða sjálfsmynd allra sem dansa hjá okkur.
Við bjóðum upp á metnaðarfullt dansnám og fjölbreytta dansstíla. Í hverjum tíma er farið í
grunn-
spor
/ tækni / musicality æfingar / dansrútínu. Hér lærir þú Hiphop, Dancehall, Waacking, House, Popping, Break, og Top Rock sem eru allt stílar undir regnhlífarhugtakinu Street dans. Einnig er hægt að koma í 'Heels Performance' og 'Choreo'.
Street dansstílarnir eru vinsælustu dansform síðari ára á heimsvísu.
Við erum eini sérhæfði street dansskólinn á landinu og með reyndustu street danskennara landsins
um borð. Hér er áratuga reynsla í dansi og kennslu og mikil ástríða fyrir listinni og menningunni.
Vertu hluti af danssamfélagi sem á sér enga hliðstæðu á Íslandi!
Jákvætt og stuðningsríkt umhverfi skiptir okkur máli og ræktum við það af alúð.
Street dans er menning og innan danssenunnar er mikil samstaða. Öll eru velkomin og öll skipta máli.
Góðir möguleikar fyrir byrjendur og framhaldsnemendur sem vilja iðka sitt áhugamál.
Ársskipulag Dans Brynju Péturs: Vorönn er frá janúar - apríl og haustönn er frá september - desember, hver önn er 14 vikur.
Báðar annir enda á nemendasýningu þar sem allir dansararnir okkar koma fram og við eigum
saman frábæran dag með skemmtilegasta fólkinu. STREET DANS EINVÍGIÐ er haldið í okt/nóv,
danshátíð í Reykjavík með danskeppni fyrir dansara á framhaldsstigi, erlendum kennurum ofl.
Innanhúss danskeppnin Level Up er haldin árlega í febrúar í Tjarnarbíói fyrir 7 ára og eldri.
Sumarhátíðarnar okkar eru 17. júní og á Menningarnótt með Reykjavíkurborg þar sem elítu hópar skólans koma fram með metnaðarfullar sýningum.
Við höldum ýmsa skemmtilega viðburði yfir allt árið, þar má nefna að heimsfrægir erlendir gesta-
kennarar og frumkvöðlar stílanna kenna hjá okkur reglulega.
Dugnaðarverðlaun Adidas.is Þrír metnaðarfullir nemendur verða valdir á nemendasýningunum í vor og haust 2024 sem fá að
gjöf fatnað að eigin vali frá www.adidas.is að upphæð 25.000 kr. Við viljum verðlauna dugnað
í tímum og jákvætt viðhorf - sem smitar alltaf út frá sér!
Styrktaraðilar Adidas.is styrkir Dans Brynju Péturs. Við vinnum einnig mikið með Reykjavíkurborg og tökum
þátt í skemmtilegum viðburðum á ársgrundvelli þar sem sýningarhóparnir okkar fá að skína skært. Hitt Húsið hefur staðið við bakið á okkur en þar höldum við keppnir og viðburði.
Hrafnhildur hannaði þetta video (choreo og consept) fyrir TheSuperKidsClub Xtra Large:
UPPBYGGING DANSNÁMS
METNAÐARFULLT STREET DANSNÁM Áherslan er tvenns konar: FOUNDATION s.s. grunnspor, tækni og 'drills' eða grunnæfingar. Það
mikilvægasta sem hver og einn dansari býr yfir er góð þekking á dansstílunum og grunni þeirra.
Við þurfum strúktúr til þess að skilja og dansa stílana. Nemendur læra um söguna og menninguna
til að fá heildarmynd af viðkomandi stíl. Svo er það CHOREOGRAPHY (Dansrútínur) þar sem við
setjum sporin og grunnatriðin í samhengi og brjótum þau upp. Þannig lærum við nýjar áherslur,
skerpum á grunnatriðum + flæði í dansinum og sjáum hvert er hægt að fara með dansstílana.
Rétt nálgun á öllum dansstílum kemur með reynslunni, það skiptir máli að hlusta á tónlistina og
skilja tenginguna á milli líkamstjáningar og taktsins. Því eldri sem hóparnir eru því meiri upp-
lýsingar fá þau og kröfurnar verða meiri til nemandans. Einstaklingurinn er ómetanlegur í street
dansmenningunni, dansarar reyna að finna sínar eigin leiðir til að vekja athygli og skera sig úr
hópnum. En til þess að fara út úr kassanum þarf að læra grunninn vel. "You must learn the rules
in order to break them".
Erlendir gestakennarar sem hafa kennt hjá okkur: Ynot (NYC) haust '23, Chrybaby Cozie (NYC) haust '18, '19 og '23, Márcio Ratinho (POR) vor '20 og haust '22, Link (NYC) vor og haust '14 og vor '20, Korie Genius (NYC/JA) vor '18,
Stew (FRA/NOR) vor '18, Mr. Wigglez (NYC) haust '17, Laure Courtellemont (FRA) vor '17, Soraya Lundy (NYC) haust '16 og '18', Viktor Fröjd (SWE) haust '16, Tweetie (NYC) vor og
haust '16, Kapela (FRA) haust '15 og '16, Reggie 'Roc' Gray (US) vor '16, Sekou (NYC) haust
'15, Danielle Polanco (NYC) haust '15, Brian Green (NYC) vor '15, Sasha Stepanova (RU)
vor 2015, Anneli Ninja (FIN) vor '15, Buddha Stretch (NYC) haust '13, '15 og '18, Hurrikane
(NYC) haust '12, Android (GER/NYC) haust '12, Anton Borgström (SE) vor '13, Martine
Ibsen (DK) haust '11.
NEMENDASÝNINGAR
VIÐ DÖNSUM ÖLL SAMAN Í LOK HVERRAR ANNAR Við setjum upp nemendasýningar í lok bæði vor- og haustanna. Hér er aðalatriðið að dansararnir
okkar skemmti sér vel, sjái árangur æfinga sinna og fái að fagna þeim áfanga að hafa klárað
innihaldsríka dansönn. Mörg okkar eru að koma fram í fyrsta sinn og við leggjum áherslu á að
andrúmsloftið sé afslappað en reglusamt. Þetta eru skemmtilegustu dagar ársins og við hlökkum
alltaf til næstu sýningar :)
Nemendur greiða 2.500 kr. fyrir Boogie Down Reykjavík bol, sem þau sýna í og eiga.
Áhorfendur greiða 2.500 kr. fyrir aðgöngumiða / Börn yngri en 12 ára koma ókeypis.
Bolagreiðsla er innheimt mánuði fyrir sýningu. Bolir eru afhentir í síðasta danstíma fyrir sýningu.
Um sýninguna fyrir aðstandendur.
Íþróttahús Seljaskóla, Kleifarseli 28. Aðkoma Hjallaselsmegin, líka hægt að leggja Kleifarselsmegin.
Foreldrar skutla dönsurum á rennsli á tilteknum tíma en geta ekki komið inn í sal nema þörf sé á.
Áhorfendur mæta tímanlega, borga sig inn og hurð opnar 15 mín fyrir sýningu. Ekki eru merkt sæti.
ATH: Nauðsynlegt er að vera með hollt nesti og vatnsbrúsa fyrir dansarana.
Um sýninguna fyrir nemendur.
Dansarar mæta á tilteknum tíma fyrir rennsli atriðanna. Elstu hóparnir mæta fyrst og dvelja því
lengst í húsinu. Þau yngstu mæta síðust í rennsli og bíða oftast í minna en klst eftir sýningunni.
Dansarar mæta í hús og finna kennara og hóp, og setja allt dótið sitt hægra megin við sviðið. Öll
horfa á sýningu saman hægra megin við svið, Partýmegin. Dansarar mega ekki sitja í stúkum.
Nemendasýningarnar okkar eru lang skemmtilegasta partýið, þetta er frá vorönn 2023:
GESTAKENNARAR Á HEIMSMÆLIKVARÐA
Síðan 2012 hafa frumkvöðlar Hiphop og Lite Feet stílanna kennt reglulega á Íslandi ásamt áhrifavöldum
í Dancehall, Popping, Top Rock og House frá New York, París ofl. stöðum. Þessi 'workshop' eru að minnsta
kosti tvisvar á ári og venjulega yfir helgi og í febrúar og október. Þessi mikla nálægð við hjarta stílanna
hefur mótað dansarana okkar og gert þeim kleift að mynda tengsl út í heim, mörg úr innsta hring eru nú
byrjuð að ferðast sjálf og læra í New York, í hjarta þessara street dansstíla.
Námskeiðin eru tilkynnt á samfélagsmiðlum, fylgstu með á facebook og instagram!
1. Ynot frá New York: Top Rock, 2023. 2. Chrybaby Cozie frá New York: Lite Feet, 2023
.
1. Márcio Ratinho frá Portúgal: Hiphop, 2022. 2. Chrybaby Cozie frá New York: Lite Feet, 2018
.
OPNAR DANS SESSIONS / OPNAR ÆFINGAR MEÐ ICE CREW
Besta leiðin til að æfa okkur! Við hittumst vikulega á þriðjudögum kl. 18-21. Við spilum tónlist og
dönsum! Hver og einn ber ábyrgð á sínum áherslum / æfingum. Kennarar eru á staðnum og geta
svarað spurningum og eru oft með verkefni fyrir þau sem mæta.
Sendu okkur skilaboð á Instagram til að fá frekari upplýsingar! 0 kr. inn.
________________________________________
Miðju danshópurinn okkar, TheSuperKidsClub JRS, með frumsamið atriði á alþjóðlegri
danskeppni í Portúgal 2019, Dance World Cup. Þar unnu þau bronsið en dansarar frá okkur
unnu eitt gull, tvö silfur og tvö brons í einliða og hópaflokkum.
SÝNINGARHÓPAR SKÓLANS
Danshópur Brynju Péturs hefur verið lifandi síðan 2004, en síðan stofnun skólans árið 2012
hefur þessi hópur orðið að fjórum danshópum. Hóparnir vinna mikið saman og koma reglulega
fram á Barnamenningahátíð í Eldborg, 17. júní, Menningarnótt, Unglist, Samfés ofl. viðburðum.
Síðan 2019 hafa þau keppt árlega erlendis, í Portúgal og Malmö.
TheSuperKidsClub Alpha stofnaður 2024. Meðlimir: Elena, Halldóra, Indí, Ingibjörg, Saba og Talía.
TheSuperKidsClub Xtra Large stofnaður 2019. Meðlimir: Kristín, Iðunn, Vanessa, Sunna, Birta, Emilía, Nikolas, Elena og Alexandra.
Hópurinn vann silfur á alþjóðlegri danskeppni í Portúgal, dansaði í Arion banka auglýsingu ofl.
Þau unnu danskeppni Samféss 2019-2023 í hópa og / eða einstaklingsflokkum.
TheSuperKidsClub JRS stofnaður 2016. Meðlimir: Glóey, Karen, Helena, Edda, Viktor, Bergdís, Dagbjört og Kristín.
Þau unnu danskeppni Samfés 2017-2019 og eru hluti af kennarateyminu. Hópurinn vann brons
verðlaun á alþjóðlegri danskeppni í Portúgal, hafa dansað í Hagkaups og Arion auglýsingu ofl.
TheSuperKidsClub Originalz stofnaður 2012. Meðlimir: Hrafnhildur, Beata, Brynjar Dagur, Luis, Stefán, Arna Birna, Carina og Guðrún Kara.
Þú sást þau í stórum verkefnum með RÚV (Eurovision stiklurnar), Stöð 2 (Battlað í Borginni) ofl.
Þau unnu gull og brons verðlaun á alþjóðlegri danskeppni í Portúgal.
The Supreme Team stofnaður 2012.
Dansarar á aldrinum 25 ára og upp úr sem sum hafa dansað með Brynju síðan 2004.
Hópurinn hefur gert mikið af myndböndum og hafa tekið þátt í öllum helstu viðburðum.
___________________________ Kennarateymið okkar semur og hannar atriði fyrir sýningar, keppnir og kynningarvideo.
Hrafnhildur og Beata hönnuðu fyrra videoið 2021, Brynjar Dagur það seinna 2019:
.
ÁRSPLAN DANSHÓPA
Sýningarhóparnir okkar setja upp og taka þátt í stórum sýningum og keppnum á ársgrundvelli:
- Setning Barnamenningarhátíðar í Eldborg, Hörpunni, í apríl.
- 17. júní með Reykjavíkurborg í Hljómskálagarði, á Klambratúni og Laugavegi.
- Menningarnótt með Reykjavíkurborg á Ingólfstorgi með okkar eigið 20 mínótna show.
- Danskvöld Unglistar í Borgarleikhúsinu í nóvember.
- Keppnisferð til Malmö á Hiphop Weekend í nóvember.
1. Unglistí Borgarleikhúsinu 2023, 2. Barnamenningarhátíð í Eldborg 2022.
.
DANSKEPPNIR
FYRIR ALLA NEMENDUR SKÓLANS: DANSKEPPNI BRYNJU PÉTURS
Aðeins fyrir dansara innan skólans okkar, byrjendur og lengra komna. Með þessum viðburði
viljum við sýna dönsurunum okkar að þau geta náð lengra og komist nær markmiðum sínum ef
þau leggja auka tíma og vinnu í að komast þangað.
Hópatriði.
Dansarar semja dansinn, velja tónlist, ákveða fatnað og sjá um allt sem við kemur atriðinu sjálf. Þið þurfið að ákveða nafn á hópinn og taka fram hvaða dansstíl/a þið vinnið með í atriðinu.
Flokkar og reglur: 7-9 ára (3-5 manns), 10-12 ára (2-5 manns) og 13 ára + (2-5 manns). Lengd atriðis: 1.5-2 mín (90-120 sec)
Almennt um keppnina.
Dómarar leita eftir að dansarar þekki grunnatriði stílanna og framkvæmi þau eftir bestu getu.
Dansarar eiga að leggja áherslu á persónulegan stíl og
skilning á tónlistinni.
Keppnin er haldin árlega í febrúar / mars.
Kennarar byrja upphitunar prógramm 4 vikum fyrir keppni og sjá um skráningu þátttakenda.
Skráningargjald fyrir hvern þátttakanda: 2.000 kr.
Aðgangseyrir fyrir áhorfendur: 1.500 kr.
FYRIR 16 ÁRA + DANSARA Á FRAMHALDSSTIGI: STREET DANS EINVÍGIÐ
Við höfum haldið Street dans Einvígið árlega síðan 2012. Þetta er eina danskeppni sinnar tegundar
á Íslandi og eru þátttakendur ekki einskorðaðir við skólann, keppnin er opin öllum.
Við hvetjum alla okkar nemendur til að setja sér það markmið að taka þátt í Einvíginu!
Flokkar eru breytilegir en þessir eru þeir helstu: 1 on 1 battles í Hiphop, Dancehall, Popping, Waacking, Break, House og Top Rock. 2 on 2 'All Styles' battle þar sem má notast við einn eða fleiri street dansstíla. 'Crew choreography' fyrir danshópa.
Keppnin er haldin árlega í október.
Skráningargjald: Breytilegt
Aðgangseyrir fyrir áhorfendur: Breytilegt
ÁRLEG KEPPNISFERÐ Á HIPHOP WEEKEND Í MALMÖ Aðeins fyrir dansara sem hafa komist í sýningarhópana okkar, í nóvember á ári hverju.
Við fylgjumst alltaf með hópunum okkar og hnippum í efnilega, samviskusama og metnaðarfulla
nemendur til að bjóða þeim að æfa í miðstigs- eða framhaldshópunum okkar. Þaðan byrjum við
oft að bjóða þeim að taka þátt í verkefnum og ef allt gengur vel þá dúkka upp boð í danshópa.
Hrafnhildur, Vanessa, Iðunn og Kristín sömdu atriðið sem keppti í Malmö 2023:
ALDURSHÓPAR
5-6 ÁRA : einu sinni í viku Yngstu dansararnir okkar læra með leik og dansi sem hjálpar þeim að tengja líkamstjáningu við
tónlist. Þau gera einfaldar dansæfingar í skemmtilegu umhverfi með frábærum kennurum þar
sem þau fá góða útrás fyrir hreyfiþörfina.
7-9 ÁRA : 2x - 4x í viku Nemendur kynnast grunnhreyfingum og hvernig við dönsum í takt við tónlistina. Þau læra einfaldar
og skemmtilegar rútínur og spor sem auka samhæfingu líkamans. Þau kynnast því að læra dans-
atriði og nýta sporin sem þau læra í frjálsum dansi. Góð leiðsögn og vel haldið utan um hópinn.
10-12 ÁRA : 2x - 6x í viku
Hérna er farið betur í sporin, þau læra grunnhreyfingar í Hiphopi og meiri áhersla er á groove og
túlkun hreyfinganna. Það er alltaf mikið fjör í þessum tímum og krökkunum er gefið gott veganesti
til að halda áfram á sinni leið í Street dansi. Þau læra nöfnin á sporunum og fá frekari upplýsingar
um viðkomandi dansstíl. 10-12 ára geta einnig valið um að bæta við sig aukatímum í fleiri stílum.
13 ÁRA + / 16 ára +: 1x - 8x í viku
Þessir hópar kynnast erfiðari sporum innan stílanna og fá enn meiri áskoranir frá kennurunum
sínum. Þau fá tækifæri til að læra fleiri stíla og oft er sami hópurinn hjá tveimur kennurum sem
kenna ólíka stíla. Þetta gefur 13 ára + nemendum tækifæri til að móta sína dagskrá sjálf, flest
eru að blanda saman hverfum og koma oft í viku. Við hvetjum ykkur til að læra sem mest!
Í boði er Hiphop, Dancehall, Waacking, Popping, House, Top Rock, Break og 'Choreo'.
16 ÁRA + framhald (2x-4x í viku)
Pakkfullir af orku og frábærri stemmningu - hér er reynt á! Góð yfirferð í grunnatriðum. Oft eru dans-
þyrstir æstir í krefjandi rútínu en hafa kannski ekki grunn í þessum stílum. Hér er hraðinn og stuðið
í challenging dansrútínum ásamt foundation sporum, æfingum, tækni - allt sem hjálpar ykkur áleiðis
að skilja stílana og geta túlkað þá rétt.
20 ára + / 30 ára +: einu sinni í viku (þessi hópur getur komið í 16 / 20 ára +)
Góðir og krefjandi tímar fyrir byrjendur, einnig fyrir dansara sem vilja ná betra taki á tækninni og
sporunum. Skemmtilegir tímar þar sem farið er vel í grunnspor og hreyfingar. Kennd er tækni sem
nýtist vel til þess að auka samhæfingu líkamans og skilning á hreyfingunum. Vinalegt andrúmsloft
og pínkulítið af blaðri og djókum :) Það eina sem þarf er áhugi, þægileg föt og vatnsbrúsi and you're
good to go! Sjáumst í danstíma!
STAÐSETNINGAR
1. Breiðholt, ÍR heimilið Skógarseli 12 2. Breiðholt, Menningarmiðstöðin Gerðuberg Gerðubergi 1 3. Árbær, Fylkissel Norðlingabraut 12 4. Laugardalur, Hús Hjálpræðishersins Suðurlandsbraut 72 5. Kópavogur, ný staðsetning tilkynnt fyrir haust '24 6. Garðabær, Sjálandsskóli Löngulínu 8 7. Seltjarnarnes, Grótta v. Suðurströnd 8. Grafarvogur, Íþróttahúsið Dalhúsum á 2. hæð 9. Hafnarfjörður, Íþróttahúsið við Strandgötu
Partý video frá nemendasýningunum okkar á haustönn 2022:
Street Dans Carnival Dans Brynju Péturs í Iðnó 2018. Nú árlegt á Menningarnótt!