Tímalína:
- Byrjar að æfa Hiphop 1998 og Magadans 2000.
- Byrjar að kenna sjálfstætt 2004.
- Lærir & dvelur árlega / oft á ári í New York 2007- 2023.
- Stofnar Dans Brynju Péturs 2012.
Titlar / hlutverk innan skólans:
- Baklandið, bakbeinið, 'the original fire starter' og tenging við menninguna.
- 'Iceland ambassador' í Nordic Unity (The Nordic network of Street Dance) síðan 2015
- Meðlimur í The Imperial House of Waacking (vígð inn 2012 í New York af Tyrone Proctor)
Bakgrunnur / danssaga:
Brynja elst upp í Reykjavík og fellur ung fyrir Hiphop menningunni, leitar að danstímum í mörg ár
á Íslandi og 15 ára finnur hún loksins Hiphop í Kramhúsinu hjá Natöshu. Þær byrja að kenna saman
þegar Brynja er 19 ára (2004). Brynja stofnar Dans Brynju Péturs árið 2012.
Síðan 2007 hefur hún verið með annan fótinn í New York sem er nú hennar annað heimili þar sem
hún sekkur sér í danssenuna og Hiphop menninguna þar sem hún fæddist ásamt því að æfa Dancehall,
Popping, House, Waacking, Vogueing, Lite Feet, Afrobeat, 'Heels' ofl. Þessi rótgrónu tengsl við senuna
í New York hafa eflt skólann mikið því gestakennararnir sem mæta til okkar eru einhverjir þeir bestu
í heimi og oft frumkvöðlar stílanna. Hún er í samskiptum við helstu áhrifavalda stílanna til að bera
áfram réttar upplýsingar til nemenda okkar á Íslandi. Street dans er lifandi fyrirbæri og mikilvægt
er að hafa góð tengsl við hjarta menningarinnar. Hún fer einnig reglulega á dansviðburði í Evrópu.
Lesa meira:
Lestu meira um dansnám og bakgrunn Brynju með því að ýta á nafnið hennar hér efst til vinstri.
.
.
SANDRA
Fullt nafn: Sandra Sano Erlingsdóttir
Tímalína
- Byrjar að æfa Hiphop 1992 og Afrískan dans 1995.
- Lærir og býr í Seattle 1998-1999.
- Lærir og býr í New York 2002-2005.
- Lærir & dvelur reglulega í New York 2000-2019.
- Lærir & dvelur árlega í Gíneu 2007- 2024.
- Byrjar að kenna í Kramhúsinu 2005.
- Byrjar að kenna hjá okkur 2015.
- Stofnar Dans Afríka Iceland 2017.
Titlar / hlutverk innan skólans:
- Dómgæsla á Street Dans Einvíginu.
- Samskipti við foreldra varðandi sérstök mál nemenda.
- Umsjón og verkefnastýra ýmissa verkefna & viðburða.
Video:
.
Bakgrunnur / danssaga: Sandra hefur kennt dans á Íslandi í yfir 20 ár en hún kennir Afrískan dans og Hiphop í Kramhúsinu
og víðar. Hún hefur sett upp ótal danssýningar, nemendasýningar og tekið þátt í viðburðum um allt
land. Sandra lærði í New York þar sem hún einbeitti sér að Hiphop, Krump og Afrískum dansi,
hún
heimsækir og lærir í New York og Gíneu reglulega. Sandra er einn af aðaldómurunum á Street dans
Einvíginu og það er mikil viðbót að fá reynsluboltann hana Söndru í kennarahópinn okkar.
Sandra rekur sín eigin dansnámskeið í Afrískum dansi frá Gíneu, Dans Afríka Iceland. Hún heldur
hátíð árlega á Íslandi ásamt Mamady eiginmanni sínum þar sem afrískri menningu er dælt á
klakann okkar með tónlist, dansi og viðburðum. Það leynast oft afrísk áhrif í atriðum á nemenda-
sýningum í Söndru hópum því hún kynnir þeim fyrir Afrobeat (dansstíll frá Nígeríu). Það er fátt eins
mikið leynivopn fyrir Street dansara eins og bakgrunnur í afrískum dansi.
Sandra kennir í grunnskólum um allt stór höfuðborgarsvæðið og það er ekki ólíklegt að dansarinn
þinn hafi nú þegar farið í dans í tómstundum hjá Söndru. Hún er dúndur kennari með hjarta úr gulli.
HRAFNHILDUR TINNA
Fullt nafn: Hrafnhildur Tinna Sörensdóttir
Tímalína:
- Byrjaði að æfa Break í ____ í Qatar 2010.
- Byrjaði að æfa hjá okkur 2012.
- Vann Dugnaðarverðlaun Adidas.is 2013 og 2014.
- Byrjaði að kenna hjá okkur 2014.
- Gerð að aðstoðarskólastjóra 2020.
Titlar / hlutverk innan skólans:
- Aðstoðarskólastjóri.
- Dansari í árlegum uppsetningum á 17. júní, Barnamenningarhátíð og Menningarnótt.
- Umsjón yngri danshópa.
- Umsjón aðstoðarkennara og dansara í kennaraþjálfun.
- Yfirumsjón stórra verkefna; 17. júní, Menningarnótt, Barnamenningarhátíðar, danskeppninnar ofl.
- Danshöfundur / yfirumsjón keppnisatriða erlendis.
- Dómgæsla á ýmsum viðburðum.
- Hugmyndasmiður og upptökur fyrir samfélagsmiðla.
- Bronsverðlaunahafi í hópaflokki í alþjóðlegu danskeppninni Dance World Cup 2019.
- Meðlimur í Twice as Nice Crew, TheSuperKidsClub Originals og Supreme Team.
Bakgrunnur / danssaga: Hrafnhildur byrjaði að dansa í Qatar þar sem hún bjó með fjölskyldu sinni á sínum yngri árum.
Þar lærði hún Break dans og féll fyrir street dansmenningunni. Kennararnir hennar stofnuðu The
Mighty Jokerz crew, Hrafnhildur var sett í sýningarhópinn þeirra og var þar lang yngst.
Hún var með annan fótinn á Íslandi og kom alltaf í tíma til Brynju þegar hún var á landinu og fór
snemma að mæta í eldri hópinn. Það leið ekki á löngu þar til hún og Beata fóru að sjá um æfingar
með yngri danshópnum og settu saman atriði fyrir nemendasýningar '13 og '14. Þær byrjuðu að
kenna saman sem dúó árið 2014 og eru vinsælir kennarar enda báðar með mikla ástríðu fyrir
dansinum. Hrafnhildur æfir enn og kennir af krafti ásamt því að læra tannlækninn í Háskólanum.
Hún er einhver afkastamesti og faglegasti danskennari sem við höfum kynnst, hennar áhrif
finnast í fjölda hópa innan skólans og hún hefur einnig haldið einstaklega vel utan um yngri
danshópana okkar. Það er mikil blessun að hafa manneskju eins og Hrafnhildi í kennarateyminu.
Hrafnhildur og Beata kalla sig Twice as Nice og tóku eftirminnilega þátt í Ísland Got Talent 2015
ásamt því að koma fram með Basic House Effect, Glowie ofl. á ýmsum viðburðum. Þær voru aðal
sprauturnar bakvið þátttöku FIRE OUT danshópsins í Dance World Cup 2019 og unnu bronsið.
Video:
.
.
BEATA
Fullt nafn: Beata Emilia Kocot.
Tímalína:
- Byrjaði að æfa hjá okkur 2012.
- Vann Adidas.is Dugnaðarverðlaunin 2013 og 2014.
- Byrjaði að kenna hjá okkur 2014.
Titlar / hlutverk innan skólans:
- Hægri hönd Brynju ásamt Hrafnhildi.
- Dansari í árlegum uppsetningum á 17. júní, Barnamenningarhátíð og Menningarnótt.
- Yfirumsjón ýmissa viðburða og danssýninga tengdum skólanum.
- Umsjón stórra verkefna; 17. júní, Menningarnótt, Barnamenningarhátíð ofl.
- Danshöfundur og dansari í stórum sýningum + keppnum erlendis.
- Margfaldur sigurvegari í Dancehall, Hiphop og 'All styles' flokkunum í Street Dans Einvíginu.
- Bronsverðlaunahafi í alþjóðlegu danskeppninni Dance World Cup 2019.
- Meðlimur í Twice as Nice Crew, TheSuperKidsClub Originals og Supreme Team.
Bakgrunnur / danssaga: Beata byrjaði að dansa hjá Natöshu þegar við vorum með námskeið í Hafnarfirði. Hún var mjög
áhugasöm og ekki leið á löngu þar til Beata var farin að mæta yfir 8x í viku í danstíma hjá okkur.
Orkan hennar er smitandi og ekki leið ekki á löngu þar til hún og Hrafnhildur fóru að sjá um æfingar
með yngri danshópnum og settu saman atriði fyrir nemendasýningar '13 og '14. Þær byrjuðu að
kenna saman sem dúó árið 2015 og eru vinsælir kennarar enda báðar með mikla ástríðu fyrir
dansinum. Beata æfir enn og kennir af krafti ásamt því að hafa útskrifast sem snyrtifræðingur '23.
Beata er einhver sterkasti dansari innan skólans okkar og hefur mikil áhrif á yngri kynslóðirnar með
þessum einstaka eldmóð sem við elskum öll. Hún tileinkar sér fjölbreytta dansstíla og er eins og vatn
sem finnur sér alltaf leið í gegnum hindranir. Beata er einstakur dansari og vinsæll kennari í skólanum.
Beata og Hrafnhildur kalla sig Twice as Nice og tóku eftirminnilega þátt í Ísland Got Talent 2015
ásamt því að koma fram með Basic House Effect, Glowie og á ýmsum viðburðum. Þær voru aðal
sprauturnar bakvið þátttöku FIRE OUT danshópsins í Dance World Cup 2019 og unnu bronsið.
Video:
.
BRYNJAR
Fullt nafn: Brynjar Dagur Albertsson
Tímalína:
- Byrjaði að æfa hjá Natöshu í Kramhúsinu 2011.
- Byrjaði að æfa hjá okkur 2013.
- Vann Adidas.is Dugnaðarverðlaunin 2014.
- Byrjaði að kenna hjá okkur 2017.
Titlar / hlutverk innan skólans:
- Dansari í árlegum uppsetningum á 17. júní, Barnamenningarhátíð og Menningarnótt.
- Dómgæsla á Street Dans Einvíginu.
- Danshöfundur atriða á stórum viðburðum; 17. júní, Menningarnótt ofl.
- Margfaldur sigurvegari í Popping, 'All Styles' og hópaflokkum í Street Dans Einvíginu.
- Sigurvegari Ísland got Talent 2014.
- Gullverðlaunahafi í tvíliðaflokki í alþjóðlegu danskeppninni Dance World Cup 2019.
- Silfurverðlaunahafi í einstaklingsflokki í alþjóðlegu danskeppninni Dance World Cup 2019.
- Meðlimur í Cyborgs og TheSuperKidsClub Originals.
Bakgrunnur / danssaga: Eins og flestir vita þá vann Brynjar Ísland Got Talent 2014. Hann hefur opnað nýjar dyr fyrir street
dans á Íslandi og kynnt þjóðina fyrir Popping stílnum. Það er til fyrirmyndar hvernig hann vinnur að
listinni sinni. Með ástríðu fyrir dansinum og óþreytandi æfingum hefur hann komið sér alla leið hingað,
og allt með þessari sjarmerandi hógværð.
Brynjar er vinsæll kennari meðan danshópanna okkar sem flykkjast öll í tímana hans til að sjá hvar
hann er staddur þann daginn og til að fá nýjan vinkil á þá stíla sem við kennum. Hann er mikill pælari
og er fyrirmynd þeirra sem æfa hjá okkur. Það er alltaf 'showstopper' þegar Brynjar mætir á svið.
Hann hefur margsinnis unnið Popping og 'All Styles' flokkana í STREET DANS EINVÍGINU, einnig hópa-
flokkinn (crew choreography) með danshópnum sínum Cyborgs. Öll dansfjölskyldan er að springa úr
stolti, hann vekur nýja 'inspiration' hjá okkur öllum. Brynjar er nákvæmur kennari og vekur mikinn
áhuga hjá nemendum okkar, sem og öðrum, sem hafa fylgst með honum til fjölda ára.
VIDEO:
.
OLA
Fullt nafn: Aleksandra Ola Getka-Zimoch Tímalína:
- Byrjaði að læra í ZTW Rebelia í Szczecinek, Póllandi 2007.
- Byrjaði að kenna í ZTW Rebelia 16 ára gömul.
- Útskrifaðist með BA gráðu frá AWF Poznan undir væng Polish National Dance Theatre 2018.
- Þjálfaði til margra ára í Point Dance Studio og var meðlimur No Point Crew.
- Sigurvegari í keppnum / böttlum í Róm, Reykjavík, Bratislava, Los Angeles, Pila og Poznan.
- Annað og þriðja sætið í keppnum / böttlum í Berlín, London, Pila og Reykjavík.
- Dansari í Reykjavík Dance Festival, Áramótaskaupinu, Eurovision auglýsingu og kynningarefni ofl.
- Aðstoðardanshöfundur "Feim" fyrir Verzló og auglýsinguna "Smellum Saman".
- Byrjaði að æfa með okkur 2018.
- Byrjaði að kenna hjá okkur 2019.
Titlar / hlutverk innan skólans:
- Yfirumsjón yfir Opnum Freestyle Sessions.
- Yfirumsjón og hugmyndasmiður yfir Waacking viðburðum.
- Danshöfundur og solo dansari á stórum viðburðum; 17. júní, Menningarnótt ofl.
- Umsjón og aðstoð ýmissa viðburða og verkefna.
- Hugmyndasmiður og upptökur á visuals fyrir samfélagsmiðla.
- Sigurvegari í ýmsum hópa og einstaklings keppnum / battles í Póllandi.
- Margfaldur sigurvegari í Waacking og 'All Styles' flokkum á Street Dans Einvíginu.
Bakgrunnur / danssaga:
Ola er þriðji Pólverjinn okkar sem við ættleiðum en hún mætti einnig í Einvígið, árið 2018, og
heillaði okkur öll upp úr skónum. Ola hefur dansað og kennt lengi í Póllandi við góðan orðstýr.
Það var partur af því að slaka á og skipta um gír að koma til Íslands, hún hafði fylgst með dans-
skólanum okkar í einhverja mánuði áður en hún ákvað að mæta í tíma. Það urðu fagnaðarfundir
því það er fátt eins gaman fyrir dansara eins og þegar þau hitta fólk á sömu bylgjulengd!
Við drógum hana inn og hún fór að söbba tíma, tók svo að sér sumarnámskeið og hélt fyrsta
Waacking viðburð á Íslandi sumarið 2019! Ola er hugsjónar- og orkubomba sem er ofboðslega
gaman að vinna með. Hún er nú þegar orðin mikilvægur partur af hópnum okkar og við hlökkum
til að fylgjast með hvað þessi einstaklega metnaðarfulli dansari mun gera á Íslandi!
Video:
.
LUIS
Fullt nafn: Luis Lucas Antonio Cabambe
Tímalína:
- Byrjaði að æfa hjá okkur 2014.
- Vann Adidas.is Dugnaðarverðlaunin 2017.
- Byrjaði að kenna hjá okkur 2018.
Titlar / hlutverk innan skólans:
- Dansarí í árlegum uppsetningum á 17. júní, Barnamenningarhátíð og Menningarnótt.
- Dómgæsla á viðburðum innan skólans.
- Danshöfundur á stórum viðburðum; 17. júní, Menningarnótt ofl.
- Gullverðlaunahafi í tvíliðakeppni í alþjóðlegu danskeppninni Dance World Cup 2019.
- Meðlimur í Cyborgs og TheSuperKidsClub Originals.
Bakgrunnur / danssaga:
Luis kom eins og þruma úr heiðskýru lofti að æfa hjá Brynju árið 2014, þessi smitandi
gleði og orka sem einkennir hann á öllum okkar viðburðum sást strax á dansæfingum.
Hann byrjaði strax að æfa alla þá stíla sem hann komst í og hefur síðan haldið mikilli
tryggð við dansnámið sitt, enda heldur hann áfram að bæta sig á hverju ári. Luis er
óhræddur við alla stíla og mætir í Afrískan dans, Dancehall og hvað sem honum dettur
í hug. Dansari af lífi og sál sem birtir upp danstímana sem hann mætir í.
Luis er vinsæll kennari innan skólans og það er ekki óvanaleg sjón að sjá hann labbandi
um á nemendasýningum með her af krúttum í eftirdragi því honum hefur dottið í hug að gera
eitthvað fyndið og sannfærir alla að vera með. Hann er ómetanlegur stuðningur fyrir samfélagið
hér og endalaus uppspretta gleði. Luis er einnig farinn að semja fyrir danshópana okkar með
frábærum árangri - hann er með einstakt hugmyndaflug og djúpan skilning á dansinum.
VIDEO:
.
GLÓEY
Fullt nafn: Steinunn Glóey Höskuldsdóttir
Tímalína:
- Byrjaði að æfa hjá okkur 2014.
- Vann Adidas.is Dugnaðarverðlaunin 2016.
- Byrjaði að kenna hjá okkur 2016.
Titlar / hlutverk innan skólans:
- Dansarí í árlegum uppsetningum á 17. júní, Barnamenningarhátíð og Menningarnótt.
- Danshöfundur keppnisatriða erlendis.
- Danshöfundur á stórum viðburðum; 17. júní, Menningarnótt ofl.
- Yfirumsjón ýmissa viðburða og danssýninga tengdum skólanum.
- Tengiliður skólans og umsjón samstarfs við Reebok Fitness.
- Aðstoð verkefnastýru á sýningum, keppnum og viðburðum.
- Sigurvegari í House flokkum í Street Dans Einvíginu 2018.
- Bronsverðlaunahafi í hópaflokki í alþjóðlegu danskeppninni Dance World Cup 2019.
- Tvöfaldur sigurvegari danskeppni Samféss í hópaflokki.
- Meðlimur í TheSuperKidsClub JRS.
Bakgrunnur / danssaga:
Glóey byrjaði 10 ára að dansa hjá okkur í Dans Brynju Péturs og hefur frá byrjun verið hungraður
dansari, leggur nám á alla þá stíla sem hún kemst í og alltaf pottþétt þegar kemur að sýningum.
Hún flaug inn í, þá, yngsta danshópinn okkar TheSuperKidsClub JRS árið 2016.
Glóey byrjaði að kenna árið 2019 og sjá um sýningar með danshópnum sínum ásamt Kareni Jónu.
Leiðir skildu þegar þær urðu eldri og nú er Glóey ein aðal orkusprautan í starfinu okkar og einn af
okkar uppáhalds danshöfundum. Það fer ekki framhjá neinum þegar Glóey mætir og frontar atriðin
sín á stóru sýningunum okkar. Hún kennir framhaldstíma og sér um atriði reglulega fyrir virkasta
danshópinn okkar, The SuperKidsClub Xtra Large. Glóey hefur alla tíð mætt í alla danstíma og til
hvers einasta gestakennara og hefur uppskorið eftir því.
Glóey fór til New York sumarið 2019 og lærði hjá frumkvöðlum og áhrifavöldum. Glóey hefur á
stuttum tíma mótað góða nálgun í kennslu af einstakri natni og hrífur okkur öll með. Hún er núna
búsett í Aarhusum og mun kenna þar líka meðfram náminu.
Video:
.
KAREN
Fullt nafn: Karen Jóna Jespersdóttir
Tímalína:
- Byrjaði að æfa hjá okkur 2013.
- Vann Adidas.is Dugnaðarverðlaunin 2015.
- Byrjaði að kenna hjá okkur 2016.
Titlar / hlutverk innan skólans:
- Dansarí í árlegum uppsetningum á 17. júní, Barnamenningarhátíð og Menningarnótt.
- Danshöfundur á stórum viðburðum; 17. júní, Menningarnótt ofl.
- Umsjón dansara baksviðs á keppnum.
- Aðstoð verkefnastýru á keppnum, sýningum, viðburðum ofl.
- Tvöfaldur bronsverðlaunahafi í hópakeppnum í alþjóðlegu danskeppninni Dance World Cup 2019.
- Þrefaldur sigurvegari danskeppni Samféss í hópaflokki.
- Meðlimur í TheSuperKidsClub JRS.
Bakgrunnur / danssaga:
Karen var nemandi Brynju frá byrjun, síðan hún var 9 ára gömul og ég man ennþá eftir henni því
hún var svo áhugasöm og henni langaði alltaf að vita allt um það sem ég var að tala um eða fara
yfir. Það er ofboðslega gaman að fá svona hausa í tíma til sín því þau tendra gleðina og tilganginn
hjá okkur dönsurum og kennurum. Í dag hefur hún þessi tendrandi áhrif á alla sína nemendur.
Karen hikaði ekki þegar henni bauðst að fara í eldri hópa og læra fleiri stíla en hún mætir á allar
æfingar og stækkar jafn mikið í loftinu eins og hún breikkar í dansþekkingu. Hún er einstaklega sterkur
og agaður dansari með góðan grunn og skilning á fjölbreyttum dansstílum. Karen og Glóey hófu kennslu
saman ungar að aldri, 2016, eins og Hrafnhildur og Beata gerðu 3 árum áður.
Karen er metnaðarfull og mikill ástríðudansari og er nú vinsæll kennari innan skólans okkar. Hún hefur
alltaf tekið þátt í öllum viðburðum skólans og er einhver dyggasti stuðningsfulltrúi dansskólans okkar.
Það er alltaf hægt að treysta á að Karen mæti og rúlli upp verkefnunum með sinni einstöku fallegu orku.
Hún hefur einnig tekið þátt í keppnisferðum skólans til Porto '19 og Malmö '23.
Video:
.
DAGBJÖRT
Fullt nafn: Dagbjört Pálsdóttir
Tímalína:
- Byrjaði að æfa hjá okkur 2013.
- Vann Adidas.is Dugnaðarverðlaunin 2018.
- Byrjaði að kenna hjá okkur 2019. Titlar / hlutverk innan skólans:
- Dansarí í árlegum uppsetningum á 17. júní, Barnamenningarhátíð og Menningarnótt.
- Dómgæsla á innanhúss danskeppni skólans.
- Aðstoð verkefnastýru á keppnum, sýningum, viðburðum ofl.
- Tvöfaldur bronsverðlaunahafi í hópakeppnum í alþjóðlegu danskeppninni Dance World Cup 2019.
- Tvöfaldur sigurvegari danskeppni Samféss í hópaflokki.
- Meðlimur í TheSuperKidsClub JRS.
Bakgrunnur / danssaga:
Dagbjört hefur dansað hjá okkur síðan hún var 10 ára gömul og byrjaði að kenna árið 2019.
Hún, ásamt Bergdísi systur sinni, var tekin inn í JRS danshópinn þegar þær báðar allt í einu tóku
risa kipp í getu í dansinum. Þær duttu á radarinn hjá okkur kennarateyminu og í framhaldi báðum
við þær um að mæta oftar í viku og á fleiri æfingar. Árangurinn lét ekki á sér standa en þær eru
báðar enn þann dag í dag einhverjir sterkustu dansararnir okkar á sýningum og í keppnum.
Dagbjört er metnaðarfullur dansari sem mætir á öll workshop með erlendum gestakennurum og
sinnir dansnáminu sínu með okkur af ástríðu. Það er mikil gjöf að hafa fólk eins og Dagbjörtu í
tímum því það er alltaf stutt í húmorinn og kærleikann. Hún nálgast kennsluna með sömu kostum
og hóparnir hennar eru heppnir að hafa leiðbeinanda eins og hana. Dagbjört er áreiðanleg og
skipulögð og einn af stólpunum okkar í stórum danssýningum utan skólans.
Video:
.
BERGDÍS
Fullt nafn: Bergdís Fjóla Pálsdóttir
Tímalína:
- Byrjaði að æfa hjá okkur 2014.
- Vann Adidas.is Dugnaðarverðlaunin 2018.
- Byrjaði að kenna hjá okkur 2019. Titlar / hlutverk innan skólans:
- Dansarí í árlegum uppsetningum á 17. júní, Barnamenningarhátíð og Menningarnótt.
- Dómgæsla á innanhúss danskeppni skólans.
- Danshöfundur á stórum viðburðum; 17. júní, Menningarnótt ofl.
- Aðstoð verkefnastýru á keppnum, sýningum, viðburðum ofl.
- Tvöfaldur bronsverðlaunahafi í hópaflokki í alþjóðlegu danskeppninni Dance World Cup 2019.
- Tvöfaldur sigurvegari danskeppni Samféss í hópaflokki.
- Meðlimur í TheSuperKidsClub JRS.
Bakgrunnur / danssaga:
Bergdís hefur dansað hjá okkur síðan hún var 10 ára gömul og byrjaði að kenna árið 2019.
Hún sýndi fljótt mikinn áhuga á dansinum og var dugleg að mæta í alla tíma, við kipptum
henni inn í JRS danshópinn ásamt systur hennar henni Dagbjörtu þegar þær allt í einu tóku
risa kipp í getu og komu okkur öllum á óvart. Þær eru báðar enn þann dag í dag einhverjir
okkar sterkustu dansarar fyrir sýningar og keppnir.
Bergdís er ómetanlegur partur af hópnum okkar en með sínum einstaka húmor og blíðu er
hún ómissandi í verkefnum skólans. Hún birtir upp alla tíma sem hún mætir í og sinnir enn
dansnáminu sínu af ástríðu, lætur engin workshop framhjá sér fara þegar gestakennarar
mæta til landsins. Bergdís hefur séð um sumar dans- og leikjanámskeiðin okkar við góðan
orðstýr enda uppátækjasamur kennari með góða reynslu af barnastarfi. Hún smitar okkur
öll með hlátri og góðri orku sem hefur keyrt áfram fjöldan allan af strembnum æfingum.
Video:
.
EDDA
Fullt nafn: Edda Guðnadóttir
Tímalína:
- Byrjaði að æfa hjá okkur 2012.
- Vann Adidas.is Dugnaðarverðlaunin 2015.
- Byrjaði að kenna hjá okkur 2019. Titlar / hlutverk innan skólans:
- Dansarí í árlegum uppsetningum á 17. júní, Barnamenningarhátíð og Menningarnótt.
- Danshöfundur á stórum viðburðum; 17. júní, Menningarnótt ofl.
- Aðstoð verkefnastýru á keppnum, sýningum, viðburðum ofl.
- Tvöfaldur bronsverðlaunahafi í hópaflokki í alþjóðlegu danskeppninni Dance World Cup 2019.
- Tvöfaldur sigurvegari danskeppni Samféss í hópaflokki.
- Meðlimur í TheSuperKidsClub JRS.
Bakgrunnur / danssaga:
Edda hefur dansað hjá okkur síðan hún var 8 ára gömul og byrjaði hjá Agnesi í Árbænum.
Hún er búin að fronta sýningar hjá okkur síðan hún var pons og sýndi fljótt afburða hæfileika
í öllum þeim stílum sem hún sökkti sér í. Edda er búin að blása í kennarateymið lífi til fjölda
ára og hóf sjálf kennslu við skólann 2019. Hún kemur með lifandi og geislandi nærveru í öll
verkefni og viðburði, það er mikil viðbót að hafa manneskju eins og Eddu með í för.
Edda hefur mætt á námskeið hjá öllum erlendu gestakennurunum okkar og hefur sjálf farið
til New York að læra hjá frumkvöðlum stílanna. Hún vekur athygli á öllum okkar sýningum og
hefur um árabil tekið þátt í stórum uppfærslum Borgarleikhússins og öðrum stórum verkefnum.
Edda er með mikinn húmor og mætir hópunum sínum með sinni einstöku hlýju þar sem þau fá
að læra hjá einhverri mestu groove sprengju landsins.
Video:
.
VIKTOR
Fullt nafn: Viktor Máni Baldursson
Tímalína:
- Byrjaði að æfa hjá okkur 2014.
- Vann Adidas.is Dugnaðarverðlaunin 2016.
- Byrjaði að kenna hjá okkur 2020. Titlar / hlutverk innan skólans:
- Dansarí í árlegum uppsetningum á 17. júní, Barnamenningarhátíð og Menningarnótt.
- Aðstoð verkefnastýru á keppnum, sýningum, viðburðum ofl.
- Upptökur fyrir visuala á samfélagsmiðlum.
- Bronsverðlaunahafi í hópaflokki í alþjóðlegu danskeppninni Dance World Cup 2019.
- Tvöfaldur sigurvegari danskeppni Samféss í hópaflokki.
- Meðlimur í TheSuperKidsClub JRS.
Bakgrunnur / danssaga:
Viktor er búinn að heilla okkur öll upp úr skónum síðan hann byrjaði að dansa hjá okkur 10 ára
gamall. Núna er hann líklega helmingi hærri í loftinu en hann er á gömlum videoum frá okkur.
Danssagan hans er áhugaverð því hann fann fljótt tengingu við Hiphop tónlistina og byrjaði að
gramsa sjálfur eftir tónlist til að skilja menninguna betur. Það kemur öllum dönsurum vel og
Viktor hefur alltaf verið fróðleiksfús, gagnrýninn og metnaðarfullur dansari. Groovið hans kom
í ljós snemma og hann hefur verið algjört leynivopn í Hiphop, Top Rock, Lite Feet ofl. stílum.
Viktor hefur alltaf verið aktívur dansari í street danssamfélaginu hér heima; fer í alla tíma,
mætir á öll workshop hjá erlendu kennurunum okkar, tekur þátt í Einvíginu og hefur ferðast
sjálfur til New York til að læra hjá frumkvöðlunum.
Það fylgir Viktori mikil gleði og hann hvetur okkur öll áfram með sinni einstöku ljúfmennsku.
Honum þykir vænt um dansmenninguna og það bætir svo miklu við senuna okkar hér heima.
Við erum heppin að hafa manneskju eins og Viktor með í för.
Video:
KRISTÍN
Fullt nafn: Kristín Hallbera Þórhallsdóttir
Tímalína:
- Byrjaði að æfa hjá okkur 2014.
- Vann Adidas.is Dugnaðarverðlaunin 2015.
- Byrjaði að kenna hjá okkur 2020. Titlar / hlutverk innan skólans:
- Meðlimur í TheSuperKidsClub JRS og Xtra Large.
- Dansari í árlegum uppsetningum á 17. júní, Barnamenningarhátíð og Menningarnótt.
- Danshöfundur á stórum viðburðum; 17. júní, Menningarnótt ofl.
- Umsjón æfinga og danshöfundur fyrir ýmis verkefni.
- Aðstoð verkefnastýru á keppnum, sýningum, viðburðum ofl.
- Silfur og bronsverðlaunahafi í hópaflokki í alþjóðlegu danskeppninni Dance World Cup 2019.
- Sigurvegari danskeppni Samféss í hópaflokki og 2x í einstaklingsflokki.
Bakgrunnur / danssaga:
Kristín Hallbera hefur dansað hjá okkur rúmlega háfa ævina sína, eða síðan hún var 7 ára
gömul og var ekki lengi að fanga athygli kennarateymisins. Hún er alæta á alla stíla og vill
læra allt, og er þeim einstaka hæfileika gædd: Að geta það. Kristín hefur verið andlit skólans
á sýningum og samfélagsmiðlum til margra ára og er eini dansarinn sem brúar bilið á milli
tveggja SuperKids hópa, JRS og Xtra Large. Hún var sett í báða því hún var alltaf í öllum
atriðum þegar hún var yngri. Það er búið að vera stórkostlegt að fylgjast með henni.
Kristín er farin að ferðast til New York til að læra, Malmö til að keppa og hefur verið dans-
höfundur fyrir Skrekks atriði Réttarholtsskóla. Hún er kraftmikil í starfinu okkar og mikill
innblástur fyrir okkur öll í samvinnu og dansi. Kristín er eins metnaðarfullur kennari og hún
er dansari og við styðjum við bakið á henni í öllum hennar ævintýrum.
Video:
.
IÐUNN
Fullt nafn: Iðunn Anna Hannesdóttir
Tímalína:
- Byrjaði að æfa hjá okkur 2014.
- Vann Adidas.is Dugnaðarverðlaunin 2016.
- Byrjaði að kenna hjá okkur 2021. Titlar / hlutverk innan skólans:
- Meðlimur í TheSuperKidsClub Xtra Large.
- Dansarí í árlegum uppsetningum á 17. júní, Barnamenningarhátíð og Menningarnótt.
- Danshöfundur á stórum viðburðum; 17. júní, Menningarnótt ofl.
- Umsjón æfinga og danshöfundur fyrir ýmis verkefni.
- Aðstoð verkefnastýru á keppnum, sýningum, viðburðum ofl.
- Hugmyndasmiður og upptökur fyrir samfélagsmiðla.
- Silfurverðlaunahafi í hópaflokki í alþjóðlegu danskeppninni Dance World Cup 2019.
- Tvöfaldur sigurvegari danskeppni Samféss í hópaflokki.
- Meðlimur í TheSuperKidsClub Xtra Large.
Bakgrunnur / danssaga:
Iðunn hefur dansað hjá okkur rúmlega háfa ævina sína, eða síðan hún var 7 ára gömul.
Hún er búin að vera áreiðanleg og metnaðarfull síðan hún var pínu pons á sviði að drukkna
í alltof stórum Boogie Down Reykjavík bol með 7-9 ára hópnum sínum. Iðunn náði fljótt taki
á grunnatriðum Hiphop stílsins, sem tengist skilningi á tónlistinni og groovi, sem er ekki
öllum tamt. Hún er orðin að einu stærsta andliti skólans og einn af okkar albestu dönsurum
en útgeislunin hennar og hæfileikar fara ekki framhjá neinum þegar hún stígur á svið.
Hún og Kristín fengu báðar ábyrgð ungar að aldri, þá fóru þær að sjá saman um að semja
og setja saman æfingar fyrir yngri hópa. Þær kenna nú saman 10 ára + Hiphop miðstiginu í
ÍR Heimilinu sem er leiðin inn í 14 ára + framhaldið með Hrafnhildi. Mikilvægur hópur.
Iðunn hefur ferðast með skólanum til Malmö að keppa og fór til New York í sumar til að
læra hjá frumkvöðlum Hiphop, Lite Feet og House stílanna þar sem menningin varð til.
Okkur grunar að það verði einstaklega gaman að fylgjast með og styðja Iðunni í framtíðinni.
Video:
.
NADÍA
Fullt nafn: Nadía Mist
Tímalína:
- Byrjaði að æfa hjá okkur 2015.
- Vann Adidas.is Dugnaðarverðlaunin 2018.
- Byrjaði að kenna hjá okkur 2021. Titlar / hlutverk innan skólans:
- Dansarí í árlegum uppsetningum á 17. júní, Barnamenningarhátíð og Menningarnótt.
- Umsjón æfinga fyrir ýmis verkefni.
- Aðstoð verkefnastýru á keppnum, sýningum, viðburðum ofl.
- Umsjón dansara baksviðs á innanhúss danskeppnum.
- Umsjón greiðsluskiptinga danshóps og tengiliður foreldra.
Bakgrunnur / danssaga:
Nadía hefur dansað hjá okkur síðan hún var 11 ára gömul og hefur alltaf stefnt hátt innan skólans.
Hún sýndi fljótt mikinn metnað og fór alltaf í alla danstíma sem henni voru opnir og var dansandi
alla daga vikunnar, oft á dag, í sitthvoru hverfinu. Það fylgir henni Nadíu mikill kraftur sem kom
henni alla leið í innsta hring en hún hefur sýnt á öllum okkar helstu sýningum; 17. júní, Menningar- nótt, Barnamenningarhátíð ofl. og tekið þátt í fjölda verkefna.
Við kipptum henni inn í kennarateymið árið 2021 og hún blómstrar fallega í því hlutverki enda eru
hóparnir hennar einstaklega áhugasamir og sterkir. Það hefur verið gaman að fylgjast með Nadíu
stækka sem dansara en hún hefur dýft sér í Hiphop og Waacking, hún er ein af þessum dönsurum
sem kemur öllum á óvart með vinnusemi og áræðni en hún hefur tekið þátt í keppnisferðum skólans
til Portúgal, Svíþjóðar, farið til Ítalíu á Eleganza Waacking hátína þar sem hún tók þátt í battli og
stefnir á sína fyrstu dansferð til New York sumarið 2024.
Video:
.
SUNNA
Fullt nafn: Sunna Björg Sigurðardóttir
Tímalína:
- Byrjar að æfa hjá okkur 2015.
- Vinnur Dugnaðarverðlaun Adidas.is 2017.
- Byrjar að kenna hjá okkur 2022.
Titlar / hlutverk innan skólans:
- Meðlimur í TheSuperKidsClub Xtra Large.
- Aðstoð verkefnastýru á keppnum, sýningum, viðburðum ofl.
- Silfurverðlaunahafi í hópaflokki í alþjóðlegu danskeppninni Dance World Cup 2019.
- Tvöfaldur sigurvegari danskeppni Samféss í hópaflokki.
- Meðlimur í TheSuperKidsClub Xtra Large.
Bakgrunnur / danssaga:
Sunna hefur einnig dansað hjá okkur síðan hún var aðeins 7 ára gömul og það má sjá henni
bregða fyrir í videoum úr danstímum þar sem hún virðist ekki hærri en hnéð á kennaranum.
Með einstöku jafnaðargeði og tilfinningagreind hefur Sunna birt upp þá danstíma sem hún
mætir í, og hún sinnir dansnáminu sínu af mikilli ástríðu. Hún er til fyrirmyndar í öllum okkar
verkefnum og sýningum, en það hefur verið mjög gaman að fylgjast með ferðalagi Sunnu.
Hún var tekin inn í fyrstu uppröðun Xtra Large hópsins, þorrinn af þeim kjarna dansar enn með
okkur í dag, og hefur ferðast með skólanum til að keppa í Porto og Malmö. Sunna hefur mikinn
metnað fyrir dansnáminu, verkefnunum sem við flækjum hana í og kennslunni. Hún er ein af
þessum súper heilum sem fékk ábyrgð snemma og byrjaði að kenna við skólann 2021. Sunna
heillaði fyrsta hópinn sinn svo upp úr skónum að þau bjuggu til risa banner með nafninu hennar
á og gáfu henni á nemendasýningu þegar þau vissu að hún þyrfti að hætta að kenna hópnum
(vegna árekstra í stundaskrá skólans hennar). Það er stærsta kærleiksyfirlýsing sem nokkur
kennari hefur fengið á nemendasýningu hjá okkur og alveg ógleymanleg stund.
Sunna er ábyrgðarfull, hreinskilin og sanngjörn og algjör demantur í samveru en hún prýðir
allar okkar helstu sýningar og hefur tekið þátt í keppnisferðum til Porto og Malmö.
Video:
AGNES
Fullt nafn: Agnes Jóker Einarsdóttir
Tímalína:
- Byrjar að æfa hjá Natöshu 2004.
- Byrjar að æfa hjá Brynju 2008.
- Byrjar að kenna hjá okkur 2013. Titlar / hlutverk innan skólans: - Sigurvegari í Dancehall flokki í Street dans Einvíginu 2012 og 2013.
- Dómgæsla á Street Dans Einvíginu.
- Aðstoð verkefnastýru á ýmsum viðburðum.
Bakgrunnur / danssaga: Agnes byrjaði í Hiphopi hjá Natöshu árið 2004, hún dansaði og sýndi með henni í fjölda ára en þar
var hún einnig aðstoðarkennari. Agnes kynntist vel Hiphopi, með áherslu á 80's og 90's sporin í
stílnum, hún tók líka Break og House tíma og það lærði hún einnig hjá Rögnu Þyrí. Hún byrjaði svo
í dansi hjá Brynju um 2009 með áherslu á Hiphop, Dancehall og Waacking. Hún var lengi hjá bæði
Brynju og Natöshu, en hún hefur verið tekið þátt í helstu sýningum síðan 2010 og er áhrifavaldur
hér á Íslandi í danssamfélaginu því hún er eins og svampur á alla dansmenningu.
Agnes er Hiphop og Dancehall haus frá toppi til táar og mikil áhugamanneskja um dansmenninguna.
"The best students are the best teachers" er alltaf sagt um svona frábært fólk eins og Agnesi.
Video:
CARINA
Fullt nafn: Carina Denisa Blaga
Titlar / hlutverk innan skólans:
- Aðstoð verkefnastýru á sýningum, keppnum og öðrum viðburðum.
- Hugmyndasmiður og myndatökur fyrir samfélagsmiðla.
- Bronsverðlaunahafi í hópakeppni í alþjóðlegu danskeppninni Dance World Cup 2019.
Video:
Bakgrunnur / danssaga:
Carina byrjaði 11 ára að æfa hjá okkur og hefur alla daga síðan verið einhver dyggasti nemandi
dansskólans frá byrjun. Hún nálgast dansnámið af mikilli virðingu og hógværð, en það hefur verið
alveg einstakt að fylgjast með henni blómstra. Hún varð hluti af TheSuperKidsClub Originals þegar
hópurinn var nýstofnaður og þar var hún komin meðal dansara sem urðu fljótt mjög áberandi í dans-
senunni (Twice as Nice Crew og Cyborgs hóparnir t.d.) svo hún þurfti að spýta í lófana.
Einn daginn, nokkrum árum seinna, mætti Carina þríefld inn á dansæfingar og rúllaði upp öllu sem
við hentum í hana. Hverjum hefði grunað að þessi hógværa og blíða manneskja gæti orðið að svona
miklu trölli í dansinum. Sagan hennar er mjög sérstök og sannar það að það er aldrei ástæða til
að gefast upp. Við erum svo stolt af henni. Í dag er Carina orðin að einum af okkar vinsælustu
kennurum, hún er dáð af öllum hópum sem hún kennir enda mætir hún þér af einlægni og öllu hjarta.
Manneskjur eins og Carinu finnur maður ekki á hverju strái.
GUÐRÚN KARA
Fullt nafn: Guðrún Kara Ingudóttir
Titlar / hlutverk innan skólans: - Danshöfundur fyrir ýmis verkefni, t.d. Arion Banka auglýsinguna 2021.
- Bronsverðlaunahafi á alþjóðlegu danskeppninni Dance World Cup 2019.
Video:
Bakgrunnur / danssaga: Guðrún Kara er með mikinn dansbakgrunn þrátt fyrir ungan aldur. Hún lærði Ballett og Contemporary
af krafti í fjölda ára þar sem henni gekk vel. Eftir pásu frá dansi kynntist hún street dans heiminum
og féll fyrir dansnáminu hjá okkur í Dans Brynju Péturs. Hún er sú eina í danshópunum með svo ólíkan
bakgrunn en við hin en er einmitt í þeirri stöðu sem hún er í dag vegna þess að hún er með mikið
groove og flotta tilfinningu fyrir stílunum - enda dansari í húð og hár.
Guðrún byrjaði fljótlega að fá verkefni með dansskólanum og er nýjasti meðlimur The Supreme Team
síðan 2018 og ættleidd inn í TheSuperKidsClub Originals hópinn.
Guðrún Kara kennir choreografíutíma þar sem hennar fjölbreytti bakgrunnur fær að njóta sín, þar er
áherslan á sviðsframkomu og túlkun. Frábærir tímar fyrir street dansara til að kynnast annari nálgun
hjá kennara sem er alinn upp bæði í street og klassíska dansheiminum.
EMILIA
Fullt nafn: Emilia Plater Titlar / hlutverk innan skólans: - Sigurvegari í ýmsum hópa og einstaklings keppnum / battles í Póllandi.
- Sigurvegari í Dancehall flokknum á Street Dans Einvíginu 2018 og 2019.
Video:
Bakgrunnur / danssaga:
Emilia er fædd og uppalin í Póllandi og kenndi í mörg ár við þekkta og virta dansskólann Fairplay.
Hún dansaði og keppti með danshópnum sínum Les Chattes og saman vöktu þær mikla athygli.
Emilia flutti til Íslands og kom okkur öllum á óvart með því að mæta einn daginn á Einvígið
og rúlla upp Dancehall flokknum. Þetta er orðið þema með erlendu danskennurunum okkar! Hún
er frábær kennari og agaður dansari með góðan skilning á stílnum sem hún sérhæfir sig í:
Dancehall. Emilia varð fljótt að uppáhaldi innan sýningarhópanna okkar því hún er með ferska
og ólíka nálgun en við erum vön í Dancehall stílnum. Ekki skemmir fyrir að hún semur einstaklega
sterk sýningaratriði - allt með smitandi léttu fasi og góðum húmor.
Það er mikill fengur fyrir okkur á Íslandi að fá inn á borð til okkar svona hógværan og hæfileika-
ríkan dansara. Við erum þakklát fyrir Emiliu og vonum að hún staldri hjá okkur í langan tíma.
MIKAEL
Fullt nafn: Mikael Christopher Grétarsson Titlar / hlutverk innan skólans:
- Umsjón yfir Opnum Freestyle Sessions.
- Dómgæsla á keppnum.
- Solo dansari á stórum viðburðum; 17. júní, Menningarnótt ofl.
- Sérstakur álitsgjafi Brynju um uppsetningu viðburða.
- Sigurvegari í 'All Styles' flokknum á Street Dans Einvíginu.
Bakgrunnur / danssaga:
Mikki er ástríðufullur dansari og mikil áhugamanneskja um allt sem viðkemur Street dans-
menningu. Hann hefur æft hjá Natöshu í fjölda ára og er einn af hennar bestu nemendum sem
hefur einnig aðstoðað hana við kennslu síðan 2017. Hann hefur alltaf tekið þátt í öllum
viðburðum og með þessu aðlaðandi jafnaðargeði orðið að uppáhaldi okkar allra. Hann fylgist
vel með, lærir og æfir sig og er kominn með flottan orðaforða í Break, Popping og House m.a.
Það er ekki á hverju strái að maður finnur svona pottþétta manneskju eins og Mikka sem lifir
fyrir dansinn og getur hoppað inn í fjölbreytt verkefni, hvort sem það eru sýningar eða kennsla.
Við vonum að þið takið hann til fyrirmyndar því fólk eins og hann sannar það að góð vinnubrögð
og brennandi áhugi kemur manni langt. Við erum heppin að hafa Mikka sem hluta af teyminu!
Mikael er einnig byrjaður að ferðast til að battla erlendis og fara á námskeið.
POOMI
Fullt nafn: Poomi Krua Aim Titlar / hlutverk innan skólans:
- Dómgæsla á keppnum.
- Solo dansari á stórum viðburðum; 17. júní, Menningarnótt ofl.
- Sérstakur álitsgjafi Brynju varðandi uppsetningu viðburða.
- Sigurvegari í Popping og 'All styles' flokkum á Street Dans Einvíginu.
BAKGRUNNUR:
Poomi er einnig einn af bestu nemendum Natöshu og hefur lært hjá henni um árabil Break, House
og Hiphop. Hann hefur svo af sjálfsdáðum og í tímum hjá okkur einbeitt sér að Popping stílnum
sem hann sérhæfir sig í. Hann mætir í alla tíma, öll workshop og er búinn að koma okkur á óvart
í mörg ár því hann heldur sig alltaf til baka en án þess að hika þá tekur hann þátt í böttlum og
stelur allri athyglinni. Poomi er einstaklega vandaður og metnaðarfullur dansari sem gaman er að
fylgjast með, það eru svona dansarar sem valda öllum hinum dönsurunum miklum áhyggjum því
þeir eru stanslaust að bæta sig án þess að monta sig af því og mæta svo til að rústa öllu ;)
Poomi kennir Popping ásamt Mikka og okkur þykir vænt um að geta stutt þá á þeirra ferðalagi.
ANAIS
Fullt nafn: Anais Barthe Titlar / hlutverk innan skólans:
- Dómgæsla á Street Dans Einvíginu.
Bakgrunnur / danssaga:
Anais kom eins og ferskur blær til okkar frá Frakklandi þar sem hún hefur lært ýmsa dansstíla,
þ.á.m. Dancehall hjá virtum kennurum. Henni var kippt beint inn í kennarateymið og elsta dans-
hóp skólans, The Supreme Team. Hún sýndi með okkur á nemendasýningum og öðrum viðburðum
um árabil og hafði frábær áhrif á dansarana okkar með sínum einstöku danshæfileikum.
Anais hefur nú farið um víðan völl á Íslandi og dansað með Íslenska Dansflokknum, verið partur
af uppsetningum í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu ofl. ofl. Hún er einnig frumkvöðull á íslandi
en hún kennir og setur upp Kizomba viðburði með Georg Leite, eiginmanni hennar með fyrirtækinu
þeirra Kizomba Iceland.
Anais er algild inn í street danssamfélagið og nútíma samfélagið hér á Íslandi því hún bræðir
alla með dansinum sínum. Það er ómetanlegt að hafa dansara eins og Anais á landinu.
MI LIN
Fullt nafn:Mi Lin Titlar / hlutverk innan skólans:
Bakgrunnur / danssaga:
Mi Lin er frá Taiwan og var á Íslandi í skiptinámi, hún fann okkur og vildi endilega taka
þátt í gleðinni. Hún hefur æft og kennt lengi í Taiwan, kennararnir hennar eru einhverjir
þeir bestu í Taiwan sem er mikið sagt því Asía er ekkert grín í Street dansheiminum.
Við hlökkum mikið til að vinna með og kynnast Mi Lin en það er fátt eins hollt eins og að
blanda saman áhrifum, menningarheimum, lærdómi og nálgun í listum.
HENRY LINK - NYC
NAFN:Henry 'Link' Mcmillan frá Brooklyn, New York.
UMSJÓN: Sérstakur gestakennari 2014, 2015 og 2020.
BAKGRUNNUR: Link er dansari dansaranna. Það þorir enginn í hann og allir koma sér fyrir til að horfa ef hann er
á dansgólfinu. Hann sækist ekki eftir sviðsljósinu en er í stanslausri eftirspurn um allan heim þar
sem hann kennir, sýnir, dæmir keppnir og miðlar sinni þekkingu um street dans. Link gerir allt -
Hiphop, House, Popping, Locking, Dancehall, Hustle ofl.
Þú hefur séð hann dansa í myndböndum hjá Michael Jackson, Will Smith, Mariah Carey, TLC, Diana
Ross, Gang Starr, Lil' Kim, Salt-N-Pepa, SWV, Guy, Heavy D ofl. Hann hefur einnig dæmt stærstu
street danskeppnir heims eins og Juste Debout (FR), Step Ya Game Up (US), SDK (RU), Style is King
(SW) og listinn heldur áfram.
Link er meðlimur í danshópnum Elite Force en þeir eru einhverjir eftirsóttustu kennarar heims í street
dansi. Með honum þar eru Buddha Stretch (sem kom til Íslands í fyrra), Brooklyn Terry, Bobby Milaege,
Loose Joint og Ejoe.
VIDEO:
MYNDIR:
BUDDHA STRETCH - NYC
NAFN:Emilio 'Buddha Stretch' Austin jr. frá Brooklyn, New York.
UMSJÓN: Sérstakur gestakennari 2013, 2014 og 2018.
BAKGRUNNUR: Buddha Stretch er heimsþekktur dansari / danshöfundur / kennari og einn af frumkvöðlum
Hiphop dansins. Hann er maðurinn sem skýrði Hiphop stílinn 'Hiphop' og skilgreindi stílinn þannig
að veröldin gat fylgt eftir. Hann ferðast um allan heim til að kenna og dæma viðburði og er í mikilli
eftirspurn. Stretch hefur m.a. dæmt Juste Debout í París (stærsta Street dansviðburð í Evrópu, ef
ekki heiminum) og Hiphop International. Hann er maðurinn sem allir vilja læra hjá.
Stretch hefur m.a. unnið sem danshöfundur og dansari fyrir Michael Jackson, Will Smith og Mariah
Carey. En hann dansaði einnig við hlið stærstu Hiphop tónlistarmanna heims á 9. og 10. áratugnum.
Hann er stofnmeðlimur Elite Force Crew, aðrir meðlimir eru Link, Brooklyn Terry, Bobby Mileage og
Loose Joint. Þeir eru leiðandi í Hiphop dansi og hafa í sameiningu átt einn stærstan part í því að hinn
vestræni heimur lærði alvöru Street dans.
Stretch átti einnig stóran part í því að Mop Top krúið varð
að veruleika en það er samansafn af þeim dönsurum sem mótuðu Hiphop og House stílana á
klúbbunum í New York á 9.
áratugnum.