....,.FRÉTTIR ...... STUNDASKRÁ ...... UM DANSNÁM ...... KENNARAR....... SOCIAL MEDIA ...... VIDEO ...... SKRÁNING ......DANSFATNAÐUR


____________________________________________________________________________

2021
____________________________________________________________________________




Nemendasýningarnar okkar voru haldnar 27. nóvember eftir tveggja ára sýningapásu!
Við erum himinlifandi og áttum yndislegan dag saman. Við kennarateymið og
hjálparkokkarnir okkar hlökkum til uppbyggingarinnar á næsta ári!



.
.


___________________________________________

STREET DANS EINVÍGIÐ 10. NÓVEMBER
Í samstarfi við Unglist Listahátíð kl. 17 í Hinu Húsinu!

Ókeypis inn fyrir áhorfendur og keppendur!
Opin danskeppni fyrir alla Street dansara á framhaldsstigi, óháð landamærum og dansskólum.
Keppnin var haldin árlega 2012-2019 og er nú loksins að koma úr 'covid pásu'.

Við mælum með að allir dansararnir okkar mæti á staðinn og upplifi einstaka stemmningu!



Myndir frá deginum 10. nóvember í Hinu Húsinu en báðir fréttatímar,
RÚV og Stöð 2 komu og sýndu live frá battlinu:
.
.

___________________________________________
3. SÆTIÐ UNNIÐ Á DANSKEPPNI Í SVÍÞJÓÐ!
Vanessa, Emilía og Kristín Hallbera böttluðu á Hiphop Weekend '21 í Malmö!

Þrjár af okkar sterkustu ungu dönsurum ferðuðust til Svíþjóðar með Brynju og
Hrafnhildi í byrjun nóvember til að taka þátt í battli. Vanessa komst áfram úr
forkeppninni og komst alla leið í Top 4! Það er mjög vel af sér vikið og datt
hún út á móti þeim sem vann 2. sætið.

Sjá grein um ferðina í Fréttablaðinu hér!
Sjáðu video hér af Vanessu í battlinu!

.

___________________________________________
HAUSTÖNN 2021 HEFST 6. SEPTEMBER
Fyrsta vikan (6.-11. sept) er ókeypis prufuvika!
Þú getur notað alla frístundastyrki hjá okkur.
Við kennum í þessum hverfum / bæjarfélögum:

LAUGARDALUR - BREIÐHOLT - ÁRBÆR - GRAFARVOGUR
KÓPAVOGUR - GARÐABÆR - HAFNARFJÖRÐUR - SELTJARNARNES


Hópar fyrir 5-6 ára, 7-9 ára, 10-12 ára, 13 ára +, 16 ára + og 20 / 25 ára + !
___________________________________________________

"Smáa letrið":
Skráning er bindandi, þátttakendur skuldbinda sig til að greiða fullt verð.
Námskeiðsgjöld fást ekki endurgreidd.

____________________________________________________________________
ENGLISH: Do you need information in english? Please e-mail katrindbp@gmail.com
POLISH: Jeśli chcesz otrzymać więcej informacji na temat kursu tańca, to możesz skontaktować się z
naszą nauczycielką tańca Beatą. Numer kontaktowy: (+354) 7724977


___________________________________________________

SUMARNÁMSKEIÐ 2021
-- 3JA VIKNA NÁMSKEIÐ, TVISVAR Í VIKU --

Tímabil: 7.-24. júní og 9.-26. ágúst.
Verð fyrir 3ja vikna námskeið, tvisvar í viku: 12.500 kr.

Hópar fyrir 5-6 ára, 7-9 ára, 10-12 ára, 13 ára + og 16 ára +.
Kennt í Víkurhvarfi 1, Kópavogi, Strandgötu, Hafnarfirði og Dalhúsum, Grafarvogi.

Sjá stundaskrá 3ja vikna námskeiðanna HÉR.

-- 5 DAGA HÓPEFLISNÁMSKEIÐ --
Stuðbolta heilsdagsnámskeið með dansi og leikjum fyrir 7-12 ára kl. 9-16.
Verð fyrir 5 heila daga, innifalið er sundferð og pizzaveisla: 28.500 kr.

14.-18. júní í Íþróttahúsinu Dalhúsum, Grafarvogi með Glóey
21.-25. júní í Plié Víkurhvarfi 1, Kópavogi með Glóey
12.-16. júlí í Íþróttahúsinu Strandgötu, Hafnarfirði með Glóey
19.-23. júlí í Plié Víkurhvarfi 1, Kópavogi með Hrafnhildi
9.-13. ágúst í Íþróttahúsinu Dalhúsum, Grafarvogi með Glóey

Sjá dagskrá Hópeflisnámskeiðanna HÉR.

-- DANSTÍMAR FYRIR 18 ÁRA + OG 25 ÁRA + --
4ja vikna námskeið hefst 4. ágúst í Plié, Víkurhvarfi 1.
Brynja kennir 'Heels Performance' fyrir 18 ára + 'all levels',
og Hiphop fyrir 20 / 25 ára + byrjendur.
Ekkert aldursþak, mjög skemmtilegir danstímar og mikið hlegið. Komdu að dansa!





Öll okkar fjölbreytta stundaskrá opnar aftur á haustönn, þá kennum við í
Laugardal, Breiðholti, Árbæ, Kópavogi, Garðabæ, Grafarvogi og á Seltjarnarnesi!

Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum:
Facebook og instagram: Dans Brynju Péturs

____________________________________________________________________________

2020
____________________________________________________________________________


HAUSTÖNN HEFST 7. SEPTEMBER!
Skráðu þig núna! Þú finnur okkur á 10 staðsetningum!

Við tókum upp sjúklega skemmtileg video í sumar! Kíktu á konfektið :)


Hrafnhildur choreografaði þessa Hiphop / Lite Feet bombu. Brynja tók upp og editaði.


Ola choreografaði þetta Waacking awesomness. Brynja tók upp og editaði.


Beata setti saman 'Choreo' atriði af sinni einskæru snilld. Brynja tók upp og editaði.


Súper talentarnir í TheSuperKidsClub JRS hönnuðu þessa snilld. Brynja tók upp og editaði.


___________________________________________________

VORÖNN 2020 KLÁRUÐ HEIMA Í STOFU!
DAGLEGIR NET TÍMAR OG ÆFINGAR FYRIR ALLA!
Danstímar og nemendasýningar hafa fallið niður í samkomubanni.
Við klárum vorönnina með dönsurunum okkar á netinu til 11. apríl.


Við kennum fjölbreytta danstíma daglega sem henta m.a. allri fjölskyldunni. Bónusinn er
sá að allir sem vilja geta verið með í danstímunum. Við viljum gleðja eins marga og hægt er.
Tveir - þrír danstímar kenndir á dag á instagram LIVE, tímar aðgengilegir í 24 klst.

Daglega eru fjölskyldutímar sem henta öllum og 10 ára + tímar sem henta dönsurum
10 ára og eldri. Þrisvar í viku eru krefjandi tímar fyrir 13 ára +. Sjáumst á netinu!



____________________________________________________

GESTAKENNARAR Á HEIMSMÆLIKVARÐA
HEIMSÓTTU OKKUR Í FEBRÚAR

Márcio vann sér inn fastagesta status með ógleymanlegri workshop helgi.
Link kenndi frábæra danstíma en þetta er í þriðja sinn sem hann kemur til landsins.




Ekki missa af helginni 22.-23. febrúar með goðsögn í Hiphop dansheiminum, honum Link!



_________________________________

VORÖNN HEFST 13. JANÚAR
Skráðu þig núna! Þú finnur okkur á 10 staðsetningum!

ATH: Verðskrá er undir Skráning. Við erum aðilar að öllum frístundastyrkjum!
____________________________________________________

ENGLISH: Do you need information in english? Please e-mail brynjapeturs@gmail.com
POLISH: Jeśli chcesz otrzymać więcej informacji na temat kursu tańca, to możesz skontaktować się z
naszą nauczycielką tańca Beatą. Numer kontaktowy: (+354) 7724977



____________________________________________________________________________

2019
____________________________________________________________________________


TAKK FYRIR FRÁBÆRAN NEMENDASÝNINGARDAG!
Haustönn lýkur 6. desember. Vorönn hefst 13. janúar og skráning fer í gang 10. desember!

Við héldum enn eina veisluna í Seljaskóla þegar allir rúmlega 500 dansararnir okkar fóru
á svið með einstaklega sterk atriði ásamt kennurum og danshópum. Þessi orka sem við erum
að búa til saman er gjörsamlega einstök - takk fyrir enn einn ógleymanlegan dag!

.

.

.

Fylgstu með tilkynningum á Facebook: Dans Brynju Péturs og instagram: dansbrynjupeturs

____________________________________________________

STREET DANS EINVÍGIÐ 2019

STÆRSTA STREET DANSHÁTÍÐ ÁRSINS FÓR FRAM DAGANA 23.-27. OKTÓBER

STREET DANS EINVÍGIÐ var haldið í samstarfi við Reykjavíkurborg, Adidas og Coca Cola.
Takk fyrir frábæra viku! Kíktu á instagram: dansbrynjupeturs fyrir myndefni og sigurvegara!
_______________________________________________
.

.


_________________________________


HAUSTÖNN HEFST 9. SEPTEMBER
Þú finnur okkur á 11 staðsetningum!

ATH: Verðskrá er undir Skráning. Við erum aðilar að öllum frístundastyrkjum!
____________________________________________________

ENGLISH: Do you need information in english? Please e-mail brynjapeturs@gmail.com
POLISH: Jeśli chcesz otrzymać więcej informacji na temat kursu tańca, to możesz skontaktować się z
naszą nauczycielką tańca Beatą. Numer kontaktowy: (+354) 7724977




_________________________________


VIÐTAL OG UMFJÖLLUN Í VEFÞÆTTI BLACK EYED PEAS
TABOO MÆTTI Á SUMARHÁTÍÐINA OKKAR Á INGÓLFSTORGI

Hiphop menningin er magnað fyrirbæri. Black Eyed Peas meðlimurinn, Taboo, mætti á
Sumarhátíðina okkar á Ingólfstorgi í júní og tók upp þáttinn sinn Freestyle Fridays!




_________________________________


GULL, TVÖ SILFUR OG TVÖ BRONS TEKIN HEIM FRÁ PORTÚGAL!
DANS BRYNJU PÉTURS SÓPAÐI INN MEDALÍUM Á DANCE WORLD CUP 2019

6000 þátttakendur frá 60 löndum tóku þátt í alþjóðlegri danskeppni.
Þetta var æðislega gaman, dansararnir okkar vöktu mikla athygli!

Sjá umfjallanir í Fréttablaðinu og Mogganum:






_________________________________


TAKK FYRIR FRÁBÆRAN DAG!

NEMENDASÝNINGAR VORU LAUGARDAGINN 6. APRÍL

Frábær stemmning og gólfið smekkfullt af hæfileikum.
Hvað getur maður beðið um meira?

Video koma á youtube innan tveggja vikna.
Myndir koma inn á facebook fljótlega. Hér er smá forskot!

.

.

______________________________________________________

SORAYA LUNDY KENNDI Á ÍSLANDI 26.-27. FEBRÚAR
DANSHÖFUNDUR CARDI B, DRAKE, RIHANNA ofl. og hefur dansað með Beyoncé, Janet ofl.

Soraya er nýstigin af Grammy's sviðinu með Cardi B en hún hefur unnið sem danshöfundur fyrir
hana upp á síðkastið. Soraya er einhver fjölhæfasti og besti dansari senunnar. Hún er uppáhalds
dansari uppáhalds dansarans þíns. Alvöru Hiphop, alvöru menning og beint frá New York!

Það hefur ekki verið svona mikil aðsókn í námskeið hjá gestakennara hjá okkur síðan 2016!
Frábært að sjá pakkaða danstíma á Íslandi hjá einhverjum besta dansara senunnar á heimsvísu!
Námskeiðið var opið öllum: Hiphop fyrir 10 ára +, einnig Heels og Twerk tímar fyrir 16 ára +.


______________________________________________________

SKRÁÐU ÞIG Á VORÖNN

Vorönn er í 12 vikur frá 14. janúar - 12. apríl.
Við kennum hópum frá 7 ára aldri í þessum hverfum:
BREIÐHOLT - LAUGARDALUR - ÁRBÆR - KÓPAVOGUR - GARÐABÆR - GRAFARVOGUR - SELTJARNARNES - HAFNARFJÖRÐUR



Við hefjum samstarf með REEBOK FITNESS
Allir sem dansa hjá okkur sem hafa náð 15 ára aldri fá
ókeypis í líkamsrækt á vorönn 2019!
Skoðaðu stundaskránna og hannaðu þitt dansnám! Verðskrá er að finna undir Skráning.

ÝTTU Á MYNDINA OG SJÁÐU NÝJU TÍMANA Í REEBOK FITNESS:





____________________________________________________________________________

Sjá eldri fréttir
2019-2022
2012-2018

____________________________________________________________________________