FRÉTTIR ...... STUNDASKRÁ ...... UM DANSNÁM ...... KENNARAR....... MYNDIR ...... VIDEO ...... SKRÁNING ......DANSFATNAÐUR

linan

 

 

 

 

BLOGG UM DANSFERÐIRNAR





Hér eru stutt (og mjög löng) blogg um námsferðirnar og helstu kennarana mína.
Ég vanda valið á þeim sem ég segi frá hér svo ef þú ert einhverntíman á ferðinni erlendis
fylgstu með hvort þetta fólk sé að kenna nálægt þér og farðu í tíma! You wont regret it.



OSLÓ 2015
NEW YORK 2015
STOKKHÓLMUR 2015
NEW YORK 2014
LONDON 2013
NEW YORK 2013
NEW YORK 2012

PARÍS 2012
LONDON 2012
HELSINKI 2012
HELSINKI 2011
NEW YORK 2011


STOKKHÓLMUR 2011
KAUPMANNAHÖFN 2011
NEW YORK 2010

PARÍS 2010
LONDON 2010
NEW YORK 2009 (SEINNI)
NEW YORK 2009 (FYRRI)
NEW YORK 2008
LONDON 2008
NEW YORK 2007
LONDON 2006




OSLÓ 2015
Vinnuferð Norðlenska samstarfsins nr. 2! Við erum komin með nafn: Nordic Unity og
stefnum á mikla samvinnu á næstu árum. Yndisleg ferð og ég gæti ekki verið ánægðari
með samstarfsfólk mitt og ég hlakka til að kynna ykkur heima fyrir því sem við erum
að gera :) STREET DANSINN EFLIST Á NORÐURLÖNDUNUM! WHOOP!

NEW YORK 2015
Þetta var mikilvæg ferð fyrir mig því allt síðasta ár var ég að díla við meiðsli en ég
tognaði í nára í febrúar 2014 og það var ansi skrautlegt ár. Ég komst ekki í neinar dans-
ferðir síðasta sumar og var um tíma ekki viss hvort ég myndi nokkurn tíman ná mér.
Þvílikur bömmer að meiða sig svona, en mjög lærdómsríkt!

Ég var úti í rúmar 6 vikur og náði að dansa með mörgum uppáhöldunum mínum og fékk
eitthvað stærsta tækifæri sem ég hef fengið þarna úti: að dansa fyrir NBC sjónvarps-
stöðina á Red Nose Day sem er 'margþjóðlegur' (ekki beint alþjóðlegur) söfnunardagur
fyrir fátæka. Nick Cannon var kynnir á deginum og þarna voru margir frábærir dansarar.
Æðislegur dagur og mikið stress. Aðallega vegna þess að stelpan sem réði mig er japönsk
og talar bjagaða ensku... ég hafði ekki hugmynd um að við vorum að æfa fyrir svona
stóran viðburð! Fékk hjartaáfallið samdægurs. Það er fyndið eftir á :)

Ég æfði rosalega mikið og fór í haug af danstímum eins og alltaf, eftir standa tímarnir
hjá Soraya Lundy, Tweetie, Mishay Petronelli, Yvonne Marie-Sain, Sammy Soto, Big Mike,
Aisha Francis, Jessica Castro, Korie Genius ofl.

Fór á frábært námskeið: Lipstick Diaries hennar Jessica Castro, þar vorum við heila helgi
í 6-7 klst alla 3 dagana í brjálað challenging tímum hjá Aisha Francis (Beyoncé, Usher,
Ne-Yo ), Tina Landon (Michael Jackson, Janet Jackson, need I say more), Tracy Phillips
(Burlesque og showdance legend) og Brukwine skvísunum Tavia og Tamara.

Fyrir utan danstímana þá er danssamfélagið í New York þekkt fyrir að vera mjög tengt
uppruna street dansstílanna. Auðvitað. Þú kemst ekkert upp með að fara bara í danstíma,
þú þarft að stunda klúbbana til að læra, sýna þig, kynnast öðrum áherslum o.s.fr. Þar
hittast allir bestu dansararnir og dansa alla nóttina, það er það sem allir sækjast í í New
York. Þegar þú nærð góðu kvöldi þá er það engu líkt og hæfileikarnir sem mætast þar
eru ótrúlegir. The club is the best place to practice!

Svo fer maður heim til íslands og sefur samfleytt í heila viku! :)
Mjög fegin að ég fór, New York er eins og mitt annað heimili.

STOKKHÓLMUR 2015
Mér var boðið að taka þátt í stóru verkefni meðal norðurlandanna allra þar sem toppar
street dansins í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Grænlandi og nú Íslandi vinna
saman. Markmiðið er að styrkja street danssenuna og efla þessa fallegu menningu
í löndunum okkar. Það er mikill heiður að taka þátt í þessu en sá sem leiðir verkefnið
heitir Martin Ferretti og er einn stærsti viðburðahaldari Evrópu, hann rekur Street Star
sem er annar stærsti street dansviðburður í Evrópu, vinnur með Bruce Ykanji að Juste
Debout (sem er stærsti viðburðurinn). Martin kemur einnig að rekstri street dansskólans
í Asa, Svíþjóð svo það er mjög gaman að vinna með honum.

Þarna er frábært fólk, mörg sem ég hef hitt áður á ferðalögum og þekki ágætlega. Við
vorum öll flogin út til Stokkhólms þar sem við dönsuðum saman, héldum ráðstefnur og
lögðum niður áætlun fyrir næsta hitting. Mjög lærdómsrík ferð.

NEW YORK 2014
Street Styles Lab er hnitmiðað námskeið haldið árlega í New York þar sem öllum helstu
dönsurum street stílanna er komið fyrir í einstaklega lokkandi stundaskrá sem gengur
frá hádegis til kvölds í 8 daga. Ég hitti loksins Mr. Wiggles og lærði Popping hjá honum,
það er búið að vera draumur lengi. Hann er einn mesti scholar um street dans kúltúr í
heiminum en hann er meðlimur í bæði Electric Boogaloos og Rock Steady Crew sem
eru stærstu nöfnin í Popping og Break heimunum. Popin Pete var líka þarna og það var
mjög gaman að kynnast honum, mikill húmoristi og frábær kennari. Hann er líka í
Electric Boogaloos og líka einn sá virtasti af eldri kynslóðinni. They rock.

Buddha Stretch, Henry Link, Caleaf, Marjory Smarth, Tyrone Proctor ofl. voru einnig
þarna en hjá þeim læri ég árlega þegar ég fer til New York. Þau eru öll mikils metin í
okkar samfélagi.

Ég kynntist nýjum uppáhöldum, Kapela frá París sem kenndi Top Rock og House. Frábær
gaur og einn af fremstu dönsurum minnar kynslóðar. Hann er stanslaust að afla sér
nýrrar þekkingar og ferðast mikið til Bandaríkjanna til að læra frá frumkvöðlunum ofl.
Hitt nýja uppáhaldið er Ynot, dansari frá Philly sem býr í California og byrjaði sem B-Boy
en hefur búið sér til stórt nafn sem Top Rock dansari (eða Rocker eins og það kallast).
Ynot er í Rock Steady Crew og er einn sá yngsti þar. Hann er einn besti dansari sem ég
hef séð. Hands down. Hitti líka loksins Waackeisha sem er mikið uppáhald í Waacking,
en hún er meðlimur the Imperial House of Waacking eins og ég. Það var frábært link up!

Frábær ferð, ég dansaði gjörsamlega yfir mig - þegar námskeiðið var ekki eða þegar
kenndir voru Break tímar (famously eini street dansstíllinn sem ég hef aldrei haft áhuga
á að læra...) þá stökk ég í BDC eða Peridance fyrir Stiletto Heels tíma með Danielle
Polanco og lærlingum Dana Foglia þeim Yvonne Marie-Sain og Meekah. Woohoo!

LONDON 2013
Ég elti Buddha Stretch frá Reykjavík til London!
Hann var á landinu til að dæma STREET DANS EINVÍGIÐ og kenndi námskeið fyrir
keppnina, hann gaf okkur meira að segja ókeypis tíma daginn áður en hann fór.
Það var ótrúlegt að hafa kennarann minn hérna á landinu kennandi mínu fólki.

En hann og restin af Elite Force; Link, Brooklyn Terry og Bobby Milaege voru með
weekend intensive námskeið í London helgina eftir. Ég skoppaði með og fór í einhverja
mest inspiring danstíma sem ég hef farið í lengi. Þetta er bara fólkið sem maður á
að læra hjá, dont play yourself. Þeir eru allir partur af MOP TOPS sem eru frumkvöðlar
og undirstöðufólk street dansstílanna í New York.

Þarna var líka Moncell Durden eða Ill Kosby, vinur minn og kennari, en hann kynnti
mig fyrir Stretch og kúltúrnum í New York 2006. Hann var að sýna heimildarmyndina
sína en þar rekur hann sögu og áhrifavalda street dansstílanna til byrjun 20. aldarinnar.
Mikill fjársjóður fyrir okkur sem viljum vita ALLT :)

NEW YORK 2013
- Nú fóru allir 2 mánuðirnir í nám hjá toppunum sjálfum:
Buddha Stretch, Tweetie, Loose Joint, Link, Tyrone Proctor, Danielle Polanco ofl.
Einnig öðrum frábærum dönsurum: La Jon, Tavia & Tamara, Dashaun Evisu, Princess
Lockeroo ofl. ofl. Agnes var með mér og það var yndislegt að sjá hana kynnast frum-
kvöðlunum og leiðandi dönsurum í street dansheiminum.

Ég kynntist loksins uppáhalds Dancehall dansaranum mínum, Laure Courtellemont og
var hjá henni í einkatímum og opnum tímum. She blew my mind. Hún er stórkostleg
og einhvernveginn tókst henni að láta mig falla enn meira fyrir dansi. Hlakka til að
halda sambandi við hana og læra meira af henni.

Einnig kynntist ég Tony McGregor en hann er House legend, einn af þeim sem allt
áhugafólk um House dansstílinn keppist við að læra hjá. Ég vissi ekki að hann væri í
NYC fyrr en kunningjavinkona mín sagði (eftir 2 erfiða danstíma) "Hey, komdu með
mér í House til Tony McGregor í kvöld". Þá kinkar maður bara kolli, treður í sig banana
og orkudrykk og leggur af stað :) Tímarnir hans voru brilliant.

NEW YORK 2012
- THE IMPERIAL HOUSE OF WAACKING: Ég var vígð inn í hópinn af Tyrone kennaranum mínum!
Þetta er einn mesti heiður sem ég hef fengið síðan ég byrjaði að dansa!
"Big news! Kennarinn minn Tyrone 'the Bone' Proctor, var að vígja mig inn í The Imperial
House of Waacking. Ég er í skýjunum. Húsið var stofnað 2007 og aðrir meðlimir hússins
eru m.a. Aus (kennarinn minn), Princess Lockeroo, Waackeisha, 1G, Black Kat ofl. frábærir
dansarar sem ég hef fylgst með lengi (og þú ættir að youtube-a núna! :) Tyrone er
original Soul Train dansari og sá eini eftirlifandi sem upplifði þegar stíllinn var að mótast.
Hann er sá sem allir líta upp til varðandi Waacking. Ég hef lært hjá honum síðan 2007.

Tyrone ber ábyrgð á flottustu Waacking dönsurum í heimi núna, leifi ég mér að segja, 
en hann dregur út úr manni hugmyndir og ýtir manni alltaf lengra á ný mið í dansinum.
Þetta var stór dagur fyrir mig í dag og ég hlakka til að koma heim og vinna í því að stækka
og betrumbæta Waacking senuna... og í framtíðinni þarf ég lika að velja meðlimi í húsið!
The Imperial House of Waacking - Iceland chapter!"

- Link (Elite Force): Hiphop
Link er uppáhalds dansarinn minn, punktur. Hann hefur kennt mér svo mikið yfir árin,
á klúbbunum og í danstímum. Hann og Stretch eru í mínu áliti með mestu þekkingu á
Hiphop stílnum, af öllum dönsurum / kennurum / elders sem ég hef séð. Link skerpir á
manni í hvert sinn, hvernig maður heyrir tónlistina - hvernig maður getur túlkað hana.
He's just amazing. Núna í sumar var ég mikið í kringum hann á klúbbunum líka, þar er
hann í essinu sínu og með því að horfa á hann og dansa með honum lærir maður alveg
rosalega mikið. Einn flottasti kennari sem ég á.

- Buddha Stretch (Elite Force): Hiphop
Hann er danspabbi minn. Það er bara þannig. Ég á honum allt að þakka. I love him.

- Tweetie: Hiphop
Hún er uppáhalds female dansarinn minn og hefur lengi verið. Hún verður bara betri og
betri. Það eru ekki margir kennarar sem ég fer til og finn að ég er að fá ALVÖRU hiphop,
hún, Link, Stretch, Loose Joint og örfáir fleiri eru þau sem ég miða allt við. Ef ætlunin er
að skilja stílinn rétt... better go to the horse's mouth :)

- Danielle Polanco: Choreography ("Stiletto Heels") og Vogue Fem
Danielle er dansari sem ég hef fylgst með lengi. Hún choreografar mikið fyrir Beyoncé,
hefur líka unnið fyrir Janet, J-Lo, Omarion ofl. stór nöfn. Hún lærði mikið hjá Stretch og
Tweetie líka. Hún er á mínum aldri og hefur náð alveg rosalega langt, en ég fíla svo
stílinn hennar og hvað hún er næm á tónlistina. Ég læri alveg rosalega mikið í tímunum
hennar, hún er hárnákvæm og ýtir manni lengra. Einn besti dansari í heimi í dag.

- Dana Foglia: Choreography ("Stiletto Heels") og Contemporary Fusion
Ég byrjaði að fylgjast með henni fyrir 2 árum síðan en hef ekkert farið í tíma til hennar
fyrr en núna. She's awesome. Súper kvenleg og með mikið groove. Frumleg og mjög
sterkur modern dansari sem einhvernvegin hefur þróað með sér rosa flott groove og
sensual hreyfingar sem eru alveg unique.

- Princess Lockeroo: Waacking
Tímarnir hennar eru eins og tímarnir hans Tyrone á krakki (Tyrone Proctor er kennarinn
okkar beggja, hún dansar og kennir ALVEG eins og hann, ef hann væri kvenkyns og 30
árum yngri). Ég horfi mikið til hennar þegar ég þarf inspiration í Waacking. Hún er svo
True to style en rosalega frumleg og fer sínar eigin leiðir.

- Eric Negron: Hiphop, House, Popping
Hann er kallaður "The young Brian Green", sem er svakalegt hrós en hann hefur verið
hálfgert undrabarn í þessari senu í langan tíma. Tímarnir hans eru mjög challenging,
hann blandar saman stílunum - hann kennir s.s. ekki hreina Hiphop eða Popping tíma.
Mjög góðir tímar og hann er ótrúlegur dansari.

- Muhammad Omni: Vogue (Old Way)
Muhammad er búinn að vera kennandi mér á klúbbunum síðan 2009. Hann er "Father
of the House of Omni", sem er eitt elsta Vogue húsið í New York. Sem þýðir að hann er
einn sá elsti eftirlifandi sem upplifði senuna eins og hún var í byrjun. Hann hefur kennt
mér rosa mikið og hefur átt stóran part í því hvernig ég dansa Vogue, núna var hann
með nokkur workshop þar sem hann fór í Old Way, masculine og feminine.

- Dashaun Evisu: Vogue Fem
Dashaun er svo mikið uppáhald hjá mér. Hann hefur líka haft svo mikil áhrif á mig, hans
stíll er mjög líkur mínum. Vogue Fem er það sem ég á best heima í innan Vogue heimsins.
Hann er Father of the House of Evisu og sinnir því hlutverki mjög vel þó hann sé ungur.
Hann er að ferðast um allan heim núna og hefur mikla virðingu frá danssamfélaginu.

- La Jon: Commercial choreography
Ég byrjaði að taka eftir honum 2009 og hef svona kíkt við og við í tíma til hans. Hann er
mjög flottur dansari, nákvæmur kennari og skemmtilegur karakter. Mér finnst gaman að
fara í tímana hans því hann kennir súper hratt og er alltaf með mjög flott efni. Hann er
eitt af New York's best kept secrets.

- Tavia and Tamara: Dancehall
Dancehall senan í New York er ekki upp á marga fiska, til að vera alveg hreinsskilin. Ég
hef fylgst með þessum tvem aðeins, þær hafa dansað fyrir Sean Paul ofl. en hafa aldrei
verið í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þær eru þær einu með reglulega Dancehall
tíma í New York, sem er sorglegt því ég veit um allavega einn dansara sem ætti líka að
kenna í stóru stúdíói (Kendell Hinds "History"). Það var leiðinlegt að koma frá brennandi
passion fyrir Dancehall í París yfir í þetta... stöff. Fínt fyrir æfinguna og til að heyra
tónlistina en ég varð alltaf fyrir vonbrigðum í tímum. Ég vil bara segja frá þeim hérna
því þær eru með ágæta byrjendatíma í Dancehall og ef þú ert einhverntíman í New York
þá ættirðu definetly að kíkja.

- Step Ya Game up: Ég tók þátt í Hiphop og Waacking.
Það var mikill sigur fyrir mig að taka þátt í þessu battli en Stretch kennarinn minn
heldur þetta á hverju ári. Það ferðast margir dansarar allsstaðar að úr heiminum til að
taka þátt og levelið er alltaf sjúklega hátt. Ég er ennþá mjög stolt af mér að hafa tekið
þátt því það var súper scary!:/

- Rep Your Style: Ég tók þátt í Waacking.
Melanie Aguirre vinkona mín og kærastinn hennar Kid Glyde skipuleggja þetta battl, það
byrjaði í fyrra og hefur fengið góðar viðtökur. Levelið var mjög hátt, eins og alltaf í New
york eiginlega. Allir mættu og það var æðisleg stemmning, ég komst áfram í Quarter
finals og var sátt við það. Lenti þar auðvitað á móti dansaranum sem vann allt Waacking
battlið... alveg týpískt, því ég veit ég hefði getað tekið nokkrar af hinum keppendunum
hehe.

- Ladies of Hiphop: Ég tók þátt í Hiphop og Waacking.
Þetta er rosa flottur árlegur viðburður í New York, fullt af workshops, danssýning og battl.
Þarna þurfti ég að vera með 'partner' í Hiphop roundinu, og það var stelpa sem ég
kynntist bara á staðnum (frá París og heitir Louise). Levelið i þessu battli var insanely
hátt, það bjóst enginn við þessu og það var alveg mjög gaman og scary að taka þátt :)

PARÍS 2012
- Guillaume Lorentz: Dancehall og Ragga Jam
Guillaume er með ótrúlega flotta tilfinningu fyrir Dancehall, ég var eiginlega í sjokki í
fyrsta tímanum hvað stíllinn hans er líkur minni tilfinningu fyrir tónlistinni (ef það meikar
sense?). Hann er í Ragga Jam familíunni hennar Laure Courtellemont og er einna besti
dansarinn þar fyrir utan Laure. Ragga Jam er 'hreyfing' sem Laure þróaði sjálf en þar
notast hún við spor og hreyfingar úr Dancehall en músíkalitíið er Commercial. Þetta er
rosalega flott ef þetta er gert vel og af fólki sem actually ÞEKKIR Dancehall stílinn, eins
og þau. Dýptin kemur með skilningnum á grunninum, then it becomes magical.

- Fatou Tera: Dancehall og Ragga Jam
Hún er æðisleg. Ég hef fylgst með henni lengi, hún hefur verið mikið í kringum Ragga
jam familíuna og stofnaði sitt eigið krú 'Sensuafro' sem byggir á álíka consepti. En
Fatou er líka eigandi dansstúdíósins MRG Studio, sem er í beinni samkeppni við Juste
Debout skólann en aðallega með Dancehall / Ragga Jam tíma.

- Audrey Bosc: Dancehall og Ragga Jam
Ég hafði ekkert mikið fylgst með Audrey en fór í alla tímana hennar samt því hún er
frábær choreographer og er með æðislega tengingu við Dancehall. Stíllinn hennar er
alveg klikkaður og hún er einn besti danshöfundur sem ég hef kynnst í Dancehall. Það
var mjög gaman að kynnast henni, hún er einn elsti lærlingur Laure Courtellemont en
Laure er bara aðalmálið, fyrir mér er Laure best. Stíllinn hennar er sick. En Laure var
akkúrat í New York þegar ég var í París! hehe. Ég var mjög fegin að einhver eins og
Audrey (og Guillaume og Fatou) voru til staðar :)

- Blazin' Twins: Dancehall
Þær eru í krúinu Blazin' sem er eitt þekktasta Dancehall krúið í Frakklandi. Ég hef alltaf
fylgst með þeim, stíllinn þeirra er mjög Jamaican (s.s. í aðra átt en Ragga Jam, meira
True to style). Ég fíla stílinn þeirra mikið og það var gaman að fara í tímana þeirra en
ég var ekkert yfir mig ástfangin. En það er alveg nauðsynlegt að fara til þeirra allra,
það er svo mikið af geðveikum Dancehall dönsurum í París!

- Danté og Jiggy: Dancehall
Þeir eru í Hey Crew með Guillaume, sem er eitt þekktasta krúið þar líka - þeir gera
Dancehall og Commercial. Hinir meðlimirnir heita Jay og M'y. Allt mjög góðir dansarar
en ég ákveð að segja frá þeim saman því tímarnir þeirra voru ekki alveg fyrir mig,
levelið of lágt. En ef þú ert í París, þá áttu að fara! Þeir eru með frábæra tíma fyrir
byrjendur / intermediate í Dancehall.

- Bruce Ykanji: Popping
Bruce er frekar mikið stórmál. Þetta er maðurinn sem stofnaði og rekur Juste Debout
skólann / dansstúdíóið og dansviðburðinn sem er nú sá stærsti í heimi í Street dans-
senunni. Það er ekkert smá mikið afrek. Hann er búinn að læra og læra og læra og
læra um Street dans, að fara í tíma til hans er rosalega gaman. Og ég fer í miiiiiiikið
af danstímum, hann býr yfir svo miklum upplýsingum að það er eiginlega klikkað. Það
er svo refreshing að fara í tíma til fólks sem KANN og VEIT um hvað það talar.

LONDON 2012
- Ýmsir kennarar: Commercial steypa einhver
London er ekki uppáhalds staðurinn minn, Street danssenan þar er ennþá í móðurkviði
liggur við. Pineapple dansstúdíóið hefur unnið það afrek að menga huga allra dansara
í þessari borg, þar heita tímar "Street Hiphop", "Raw Hiphop", "US Style Hiphop", "New
Wave Hiphop", "New Style", "Blablablabala" og listinn heldur endalaust áfram. En það
sem allir þessir 'mismunandi' tímar eiga sameiginlegt er að þar er kennt Commercial
choreography, MISGÓÐ af fólki sem hefur ekki haft fyrir því að mennta sig í því sem
það segist kenna. Það segir bara allt sem segja þarf um þetta lið.

Nú eru komin önnur stúdíó eins og Studio 68 og Maryland Studios sem reyna að sporna
við þessari lamandi þróun sem London hefur verið þekkt fyrir í mörg ár. Þar kennir fólk
sem ég þekki frá hinum og þessum stöðum, m.a. New York, þau hafa þá verið að ferðast
og læra eins og ég. En ég get ekki mælt með mörgum. Just dont go to London!

But if you do, leitaðu að Cindy Claes fyrir Dancehall, Jimmy Williams fyrir Locking og
Popping, Kloe Dean fyrir Hiphop, House, Commercial, Sheilah Attah fyrir House, Kendra
Horsburgh fyrir House og Commercial. Nik úr Waacktitioners fyrir Waacking, Vogue.
Góðir Commercial tímar eru líka með fólki úr Birdgang eins og t.d. Ivan, Emer Walsh
og Sisco úr Dance2xs.

HELSINKI 2012 (SNOWBALL)
- Danielle Polanco: Vogue Fem og Commercial choreography
Danielle er ein af þeim dönsurum sem ég fylgist hvað mest með, hún er á mínum
aldri og er búin að choreographa mikið fyrir Beyoncé og sást t.d. síðast í Who Run
the World myndbandinu. Danielle er fyrsta straight stelpan til að 'Walk the balls' eða
taka þátt í Vogue senunni í New York, stíllinn hennar er undir miklum áhrifum frá
Vogue hvort sem hún er að freestæla eða semja fyrir stórstjörnur eins og Beyoncé,
Amelie, Jennifer Lopez, Janet Jackson ofl.


- Leiomy Mizrahi: Vogue Dramatics
Leiomy er í mínum huga ein sú mesta stjarna innan Vogue senunnar í dag. Hún
dansar Fem en gerir það 'Dramatic' eins og það kallast, en það þýðir að hún túlkar
hreyfingarnar með miklum krafti og oft rosalega harkalega. Áhætturnar sem hún
tekur á dansgólfinu eru ótrúlegar. Ég hef fylgst með henni síðan 2007 og er ennþá
agndofa þegar ég sé hana dansa! Það var magnað að komast loksins í tíma hjá
henni en hún hleypti okkur í öll helstu trickin hennar og sýndi okkur hvernig við
ættum að bera okkur að. Ótrúlegur dansari og flottur kennari. I love Leiomy!!

- Dashaun Evisu: Vogue Fem.
Eins og nafnið gefur til kynna er hann í the House of Evisu. Hann er líka í Vogue
Evolution, frá America's best dance crew sem þið á Íslandi kannist frekar við.
Minn uppáhalds Fem kennari, hann er legend í senunni og er einna mest duglegur
að ferðast og kenna stílinn utan Bandarikjanna. Ég hef lært mikið hjá honum bæði
í NYC og í Evrópu.

- Caleaf: House
Hann er guðfaðir House stílsins. Need I say more? Tímarnir hans eru alltaf þéttir,
hann talar sama og ekkert við mann en hefur tónlistina á allan tímann og leiðbeinir
ofboðslega vel... þannig sannar hann að dans er tungumál okkar allra! Reynsla
hans sem kennara er hrikalega mikil, það er alltaf hollt að fara í tíma til þeirra sem
eru eldri og hafa verið í þessu frá byrjun. Truth. Ég fíla Caleaf og hann er auðvitað
einn af mínum uppáhalds, öll eldri kynslóðin frá New York eru mín uppáhöld! :)

- Snowball: Ég tók þátt í Vogue battlinu!
Jouni did it again! Hann er að halda vogue ball nr. 2 í Helsinki og ég hef mætt á þau
bæði. Húha. Ég tók þátt í Vogue Fem og Runway, ég ætlaði ekki að taka þátt og
ákvað mig á staðnum. Jouni verandi eins elskulegur og hann er tróð mér á listann
og kærastan hans dressaði mig upp svo ég yrði ekki 'the odd ball out'! Þetta var
skemmtilegt ball, en dómvarslan var mjög skrítin... svo við keppendur vorum frekar
frústreruð en alltaf gaman að hitta þetta yndislega fólk og dansa með þeim :)

HELSINKI 2011 (HELL SINKIN' BALL)
- Benny Ninja: Vogue (Old Way / New Way).
Hann er Father of the House of Ninja, Willie Ninja stofnandi hússins erfði Benny að
'titlinum' þegar hann dó 2006. Þú gætir hafa séð hann í ANTM. Hann er með
rosalega þekkingu á Vogue stílnum, einn af aðal gaurunum basically. Það er alltaf
gaman að ná kennurunum mínum frá New York í öðru landi því þá eru þeir að koma
með hitmiðað workshop, í þessu tilfelli 3 dagar með Benny. Hann er frábær kennari
og hefur gefið mér svo mikið.

- Dashaun Evisu: Vogue (Femme).
Eins og nafnið gefur til kynna er hann í the House of Evisu. Hann er líka í Vogue
Evolution, frá America's best dance crew sem þið á Íslandi kannist frekar við.
Það sama get ég sagt með Dashaun, mjög gaman að hafa 3 hnitmiðaða daga með
honum. Hann er yngri en Benny og maður finnur hvað hann er hungraður og vill
gefa ofboðslega mikið. Það er alltaf sérstakt bond milli Dashaun og mín og Xavier
vinar míns því við vorum fyrstu nemendurnir hans frá Evrópu sem komu í tímana
hans í New York 2010. En þá var hann að byrja að kenna sjálfur. He's wonderful!

- Hell Sinkin Ball: Ég tók þátt í Vogue battlinu!
Fyrsta vogue ball í skandinavíu, hóstað af kunningja mínum Jouni frá Finnlandi.
Hann fékk til sín Benny og Dashaun, flokkarnir í þessu battli voru: Old Way & New
Way, Vogue Femme, Runway og Team Battle. Ég komst áfram í Vogue Femme og
var sett á móti vini mínum Xavier (Lasseindra) sem er mikið hrós, því hann vinnur
öll böttl... útum alla Evrópu! Við tvö tókum svo skyndiákvörðun og drógum Anneli
með okkur í Team Battle, með ekkert ákveðið fórum við upp á svið eftir 15 mín
undirbúning og komumst áfram! hehe. Þetta var rosa gaman.

NEW YORK 2011
- Buddha Stretch: Hiphop, House, Locking.
Fyrsti hiphop danshöfundurinn. Stretch er maðurinn sem nefndi þennan dansstíl
HIPHOP (1986). Fyrir það varstu annað hvort break eða funk dansari. Hann hefur
gert meira fyrir hiphop danssenuna en nokkur annar. Stretch choreographaði fyrir
Michael Jackson, Mariah Carey í 10 ár, Will Smith, Whodini ofl. Stofnandi the
legendary Elite Force crew, sem hefur í tugi ára sett standardinn fyrir hiphop
dansara um allan heim. Stretch hefur einnig stúderað meistara funk stílanna
(locking, popping, boogaloo) og dansað með þeim. Ég myndi segja, og margir eru
sammála því að ef þú vilt kynnast og skilja HIPHOP... þá ferðu til Stretch.

- Link: Hiphop.
Hann er í Elite Force Crew (einn af 4 meðlimum: Buddha Stretch, Brooklyn Terry
og Bobby Mileage eru hinir 3). Einhverjir bestu Hiphop tímar sem ég hef nokkurn
tíman farið í. Link er með tandurhreint approach að hiphopi og hefur þessa sál sem
svo mörgum dönsurum vantar. Hann er magnaður dansari (einn af mínum uppáhalds
dönsurum... hann er ótrúlegur) og mjög góður kennari. Eltið þennan uppi! Núna!

- Brian Green: Hiphop, ofl.
Hann er með eitt rosalegasta orðsporið í hiphop heiminum. Skilningur hans á
dansinum er engu líkur, he's gonna blow you away. Allir hlaupa til þegar Brian er
með tíma, hann dregur mann fram og til baka á Manhattan á milli danstíma. Hann
er ein fallegasta sál sem ég hef kynnst, að horfa á hann dansa er engu líkt. Brian
er með bakgrunn í hiphop, house, african, tap, ballet ofl ofl. og túlkar tónlist eins
og enginn annar.
Hann dróg Kim Holmes með sér í einn tímann, en hún er dansari sem ég er núna
að skoða á fullu. Hún er gjörsamlega mögnuð, dansar powerful en getur flippað
því yfir í kvenlegt og mjúkt. That woman is amazing.

- Tweetie: Hiphop.
Tweetie er í Mop Top familíunni, en það crew er titlað sem fólkið sem byrjaði Hiphop
og House dansmenninguna í New York. Tweetie var ekki þar í upphafi því hún er svo
ung en hefur á síðari árum verið talin með meðlimum crewsins. Hún er uppáhalds
kvenkyns dansarinn minn enn í dag og alltaf þegar ég sé hana er hún orðin betri en
síðast. Þó hún sé hausnum minni en ég þá horfi ég rosalega upp til hennar :)
Tweetie er með þetta authentic hiphop sem maður leitar að um allt! ... !

- Archie Burnett: Vogue, Waacking.
Hann er legend í vogueing og waacking heiminum. Lærði náið hjá t.d. Tyrone
Proctor og Willie Ninja (sem setti saman the House of Ninja). Hann er búinn að inspire
me síðan ég sá hann dansa fyrst 2007. Ást hans á dansinum hefur aldrei dvínað, það
finnst þegar maður sér hann dansa á klúbbnum. Hann er enn eins og við unga fólkið,
eldmóðurinn og spennan skín frá honum. Tímarnir hans eru eins óútreiknanlegir og
dansgólfið á klúbbunum á kvöldin. Hann fer með okkur í ferðalag og gefur manni alltaf
mikið af upplýsingum. Archie er yndislegur!

- Benny Ninja: Vogueing.
Hann er Father of the House of Ninja, Willie Ninja stofnandi hússins erfði Benny að
'titlinum' þegar hann dó 2006. Benny hefur verið vogueing síðan á 9. áratugnum,
hann hefur aflað sér mikillar virðingar innan ballroom senunnar en er núna
byrjaður að kenna út um allan heim. Þú gætir hafa séð hann í ANTM. Hann er með
rosalega þekkingu á Vogue stílnum, einn af aðal gaurunum basically.

- Ejoe: House.
Hann er lykilmaður í danssenunni í New York, stofnandi House Dance International.
Ejoe er í Mop Top krúinu, en það er krú af dönsurum frá New York sem hefur alltaf
verið fremst í sínu fagi en aðallega eru þau þekkt fyrir að hafa haft mikil áhrif á upp-
byggingu street dansstílanna sem koma frá New York; hiphop og house. Ejoe er
mjög passionate kennari og kemur sífellt á óvart með nýjum vinklum á dansinum.

- Javier Ninja: Vogueing.
Javier er í the House of Ninja og er einn aláhugaverðasti vogueing dansari síðari ára.
Hann hefur búið sér til þvílíkt orðspor og er einn af þessum örfáu sem virðist geta
rústað öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Æðisleg manneskja og magnaður dansari!
Við vorum svo heppin að hann subbaði tímana þeirra Benny og Archie eina vikuna á
meðan þeir voru erlendis. 

- Princess Lockeroo: Waacking.
Lockeroo var með tveggja daga Waacking workshop og þetta voru rosa flottir tímar.
Hún er svo öguð, búin að þjálfa sjálfa sig í að vera mjög sérstakur dansari. Sumir
dansarar gera algjöra sinn heim innan stílsins/dansins, hún er að gera það fyrir sjálfa
sig. Rosalega góður og sterkur dansari. Hún er í the Imperial House of Waacking og
vann HDI 2010.

- Alyssa Chloé: Waacking.
Hún er á mínum aldri og er mjög fróð um dans, hefur lært aðallega hjá Ana Sanchez,
Shabba Doo og Archie Burnett. Hennar sjónarhorn er annað á stílinn en það sem
ég hef kynnst frá Tyrone og Aus (sem eru aðal kennararnir mínir), ég er ekki alltaf
sammála en ég virði menntun hennar og hennar research. Hún er að afla sér mikillar
þekkingar um tímabilið, the 70's, í L.A. þegar stíllinn varð til. Núna kveikti ég meira á
því sem hún er að gera og lærði mikið af henni.

- Tavia and Tamara: Dancehall.
Yay! Dancehall tími í BDC! Þær eru flottir dansarar sem ég hef haft annað augað á í
smá tíma. Tímarnir komu mér ekki á óvart, fínir tímar sem gera ekki 20 mín maga-
æfinga upphitunina sem venjulega er í Broadway Dance Center (thank god). Þær
actually fara í grunnsporin og kenna alls konar social dansa í byrjun tíma. Það er mjög
nice, og rútínurnar þeirra eru skemmtilegar. Þær eru með ólíka stíla og áherslur svo
það er gaman að þær eru báðar að kenna.

- Luam, Rhapsody, Cheryl Murakami, Antboogie ofl.: Commercial choreography.
Mér finnst alltaf áhugavert að kíkja í Broadway Dance Center einstöku sinnum og
fara í choreografíutíma. Þetta eru rosa flottir tímar sem eru með allt aðrar áherslur
en það sem ég er vön. Þarna eru ekki hiphop tímar en tónlistin er urban og
hreyfingarnar persónubundnar hverjum choreographer. En ég elska grúvið í hiphopi
og verð voða pirruð á þessum tímum því oft finnst mér þeir "robotic". En ég fer þegar
mig langar að testa mig í choreography, hehe. Þarna eru heimsklassa choreographerar
sem eru líka rosalegir dansarar. Hollt og gott að fara út fyrir comfort zone'ið mitt :)

*Cheryl og Rhapsody eru meðal þeirra danshöfunda sem choreogröfuðu Beyoncé
videoið Who Run the World (Girls). Cheryl sést þar í fremstu línu og Luam er einn
dansaranna líka. Cheryl hefur líka dansað fyrir Lady Gaga þegar hún var að byrja.
Rhapsody er 90's legend og er ennþá killin' it, hún gerði mörg þekkt video back in
the day. Mjög ástíðufull og spennandi danshöfundur.
Luam hefur verið höfuð þessara commercial tíma í NYC í einhver ár núna, hún er
rétt skriðin yfir þrítugt og er löngu orðin heavyweight í senunni.

15
Ég og Archie Burnett (fyrstu 2), að taka þátt í vogue battli á Escuilitas, Aus. NYC '11

STOKKHÓLMUR 2011 (STREET STAR)
- Benny Ninja: Vogueing.
Hann er Father of the House of Ninja, Willie Ninja stofnandi hússins erfði Benny að
'titlinum' þegar hann dó 2006. Benny hefur verið vogueing síðan á 9. áratugnum,
hann hefur aflað sér mikillar virðingar innan ballroom senunnar en er núna
byrjaður að kenna út um allan heim. Þú gætir hafa séð hann í ANTM. Hann er með
rosalega þekkingu á Vogue stílnum, einn af aðal gaurunum basically.

- Alyssa Chloé: Waacking.
Hún er á mínum aldri og er mjög fróð um dans, hefur lært aðallega hjá Ana Sanchez,
Shabba Doo og Archie Burnett. Hennar sjónarhorn er annað á stílinn en það sem
ég hef kynnst frá Tyrone og Aus (sem eru aðal kennararnir mínir), ég er ekki alltaf
sammála en ég virði menntun hennar og hennar research. Hún er að afla sér mikillar
þekkingar um tímabilið, the 70's, í L.A. þegar stíllinn varð til. Núna kveikti ég meira á
því sem hún er að gera og lærði mikið af henni.

- StreetStar: Ég tók þátt í Waacking battlinu!
Stærsti street dansviðburður í skandinavíu, og mjög stór í Evrópu. Þangað koma ótal
manns allsstaðar að úr heiminum, þetta voru líka undankeppnir fyrir Juste Debout sem
verður í París í mars. Þarna var því keppt í: Hiphop, Popping, Locking, House, Top rock,
Waacking og Vogueing. Flest finalin voru rosalega flott, þið getið youtubað böttlin.
Þangað koma fullt af flottum dönsurum með workshop og til að dæma, þ.á.m. Brooklyn
Terry, Meech, Legend, Khan, Benny Ninja, Alyssa Chloé, Footworkingz ofl.

Ég tók þátt í Waacking battlinu, það var mikil reynsla og ég hlakka til að taka þátt í
fleiri böttlum.

KAUPMANNAHÖFN 2011
- Eva Schou: Einka- og opnir tímar: Waacking, Vogueing.
Eva er í mínu áliti flottasti waacking dansari í Evrópu, hún hefur lært aðallega hjá
Tyrone Proctor og Aus. Nýlega sagði hún sig úr the Imperial House of Waacking en
var 'the head of the european chapter' í húsinu. Eva er mjög öguð og funky, sem
er það sem ég fíla svo við stílinn hennar. Hún er með mikla foundation og tækni í
bæði waacking og vogueing, maður sér ekki mikið af svona dedicated dönsurum.

Áheyrnaprufur fyrir Werkaholics!: Ég komst inn!
Ég fór í 'audition' fyrir danshópinn Werkaholics, sem Eva Schou stofnaði og stjórnar.
Hópurinn sérhæfir sig í waacking og vogueing, mjög flott krú og ég er ekkert smá
ánægð að ég komst inn. Það var skilyrði að búa í Köben til að taka þátt, en þau vildu
gera undantekningu fyrir mig. Þau tóku inn tvo nýja meðlimi eftir prufurnar.
Í framtíðinni mun ég kíkja á þau og æfa með þeim eins oft og ég get, einnig mun
Eva kalla á mig til að taka þátt í sýningum.

1
Ég og Eva Schou, að taka þátt í Werkaholics audition, Alyssa Chloé, að taka þátt í Street Star. CPH og STK '11

NEW YORK 2010
- Buddha Stretch: Einka- og opnir tímar: Hiphop, House.
Fyrsti hiphop danshöfundurinn. Stretch er maðurinn sem nefndi þennan dansstíl
HIPHOP (1986). Fyrir það varstu annað hvort break eða funk dansari. Hann hefur
gert meira fyrir hiphop danssenuna en nokkur annar. Stretch choreographaði fyrir
Michael Jackson, Mariah Carey í 10 ár, Will Smith, Whodini ofl. Stofnandi the
legendary Elite Force crew, sem hefur í tugi ára sett standardinn fyrir hiphop
dansara um allan heim. Stretch hefur einnig stúderað meistara funk stílanna
(locking, popping, boogaloo) og dansað með þeim. Ég myndi segja, og margir eru
sammála því að ef þú vilt kynnast og skilja HIPHOP... þá ferðu til Stretch.

- Tyrone Proctor: Waacking.
Hann er original Soul Train dansari, einn af frumkvöðlum waacking dansstílsins og
er einn af fáum eftirlifandi sem kennir ennþá. Hann stofnaði The Imperial House of
Waacking í New York 2009 ásamt Aus. Þegar maður vill kynnast dansstíl þá þarf
maður að byrja sitt eigið 'research', Tyrone er eins og alfræðiorðabók um söguna,
hugtökin og hreyfingarnar sem hafa einkennt waacking frá byrjun. Ég á honum svo
margt að þakka, hann er engum líkur.

- Benny Ninja: Vogue.
Hann er Father of the House of Ninja, Willie Ninja stofnandi hússins erfði Benny að
'titlinum' þegar hann dó 2006. Benny hefur verið vogueing síðan á 9. áratugnum,
hann hefur aflað sér mikillar virðingar innan ballroom senunnar en er núna
byrjaður að kenna út um allan heim. Þú gætir hafa séð hann í ANTM. Hann er með
rosalega þekkingu á Vogue stílnum, einn af aðal gaurunum basically.

- Archie Burnett: Vogue, Waacking.
Hann er legend í vogueing og waacking heiminum. Lærði náið hjá t.d. Tyrone
Proctor og Willie Ninja (sem setti saman the House of Ninja).

- Dashaun Evisu: Vogue.
Eins og nafnið gefur til kynna er hann í the House of Evisu. Hann er líka í Vogue
Evolution, frá America's best dance crew sem þið á Íslandi kannist frekar við.
Flottir tímar og hann er góður kennari, hann er legend í vogue senunni í dag.
Gjörsamlega geðveikur dansari, það er magnað að sjá hann dansa.

- Danielle Polanco: Vogue (vogue femme).
Hún er gangandi legend dagsins í dag, er á mínum aldri og hefur choreografað
fyrir Beyoncé ofl. Hún er ein sú fyrsta straight stelpan sem 'walked the balls' eða
tók þátt í vogue senunni og stundaði the ballroom scene eins og það er kallað. Ég
er búin að fylgjast með henni lengi, því það eru ekki margar stelpur sem eru
causing ruckus í vogue senunni, its all boys! Rosa gaman að fá að læra hjá henni.

- Abdul Ebony: Einkatími: Vogue (old way, "vogue excalibur").
Hann fokkaði mér upp (excuse my french), hann aldi mig upp í Old Way bæði á
klúbbnum og í stúdíóinu. Hann hefur verið partur af vogue senunni í mörg mörg
ár og er mjög vitur um stílinn og harður kennari! Yndisleg manneskja!

- Ejoe: House.
Hann er lykilmaður í danssenunni í New York, stofnandi House Dance International.
Ejoe er í Mop Top krúinu, en það er krú af dönsurum frá New York sem hefur alltaf
verið fremst í sínu fagi en aðallega eru þau þekkt fyrir að hafa haft mikil áhrif á upp-
byggingu street dansstílanna sem koma frá New York; hiphop og house. Ejoe er
mjög passionate kennari og kemur sífellt á óvart með nýjum vinklum á dansinum.

- Lockeroo: Einkatími: Waacking.
Hún er ekkert grín, rosa góður kennari enda on fire og var að vinna HDI keppnina í ár,
Waacking. Hún er the Princess of The Imperial House of Waacking. Rosalegur dansari
og það var æði að fá að læra hjá henni! Þvílík inspiration!

- Javier Ninja: Einkatími: Vogue.
Hann hefur lært undir Benny og fleirum, er á mínum aldri og sýndi fljótlega ótrúlega
hæfileika í vogueing. Hann basically rústar öllum sem hann mætir og er einn af
þessum örfáu sem gjörsamlega láta mann gapa. Það er magnað að læra hjá Javier.

- Melanie Aguirre: Waacking.
Hún er búin að læra hjá þeim bestu og er með gott orðspor, æðislega fallegur
dansari, hefur einnig bakgrunn í bellydance (eins og ég). Hún er stofnandi The House
of M sem er hús opið öllum, þar vill hún sameina dansara í sundraðri senunni og efla
samvinnu. Hún er frábær!

- Alyssa Briteramos: Waacking.
Hún er á mínum aldri og er mjög fróð um dans, hefur lært aðallega hjá Ana Sanchez,
Shabba Doo og Archie Burnett. Hennar sjónarhorn er annað á stílinn en það sem
ég hef kynnst frá Tyrone og Aus (sem eru aðal kennararnir mínir), ég er ekki alltaf
sammála en ég virði menntun hennar og hennar research. Hún er að afla sér mikillar
þekkingar um tímabilið, the 70's, í L.A. þegar stíllinn varð til.
6
Ég og Tyrone Proctor, Ejoe, Buddha Stretch og Uko, Princess Lockeroo, Princess Extravaganza. NYC '10

3
Ég og Dashaun Evisu, Melanie Aguirre, Lasseindra og Booya, Benny Ninja, Abdul Ebony, Javier Ninja. NYC '10

LONDON 2010

- Kumari: Einkatími: Waacking.
Hún hefur kennt um allan heim, er stofnandi "The Waackers" í Los Angeles. Hún
lærði hjá Tyrone Proctor og Archie Burnett aðallega. Kumari býr yfir mikilli þekkingu
á stílnum og er að gera mikið í senunni internationally.

- Karou Mendy: Waacking.
Karou hefur lært mikið í New York, aðallega hjá Archie Burnett. Hún kennir mikið
af Shway sporum/tækni (stíllinn sem Shabba Doo "bjó til"). Hún er ástríðufull um dansinn
og sækir þekkinguna á rétta staði.

- Jimmy Williams: Locking.
Hann er besti kennarinn í London (leyfi ég mér að segja) og er með mikinn karakter
í kennslu og dansi. Lærði hjá þeim bestu. Í tímunum hans færðu réttar upplýsingar
um Locking stílinn og færð að upplifa true FUNK.

- James Painting: Popping.
Hann er búinn að mastera rosalega tækni í popping og waving. Hefur lært hjá Popin
Pete meðal annars.

- Ýmsir kennarar: Choreografíutímar.
Ég mæli með Kendra Horsburgh og Ivan frá Birdgang. Hún er búin að vera í New York
að læra rétta foundation í Hiphop, House ofl. stílum. Ef þú ætlar til London að læra
Hiphop þá ertu ekki að fara að fá það sem þú þarft. Simple as that. Skilgreiningin á
Hiphop dansi (einnig oft Dancehall, Locking og Popping) í Pineapple stúdíóinu til dæmis,
er kolröng. So do your homework áður en þú mætir, chances are að þú labbar út með
hausinn fullann af röngum upplýsingum. Farðu í þessa tíma allavega VITANDI að þú
ert bara að fá dansrútínu... sem er ekki slæmt, en það er ekkert til að byggja á ef þú
ert að leita að the real stuff.

4
Ég og Aus og Tyrone Proctor, Tweetie, Aus, Jimmy Williams, Loose Joint. NYC '08, '09 og LDN '08

PARÍS 2010 (JUSTE DEBOUT)
- Brian Green: House, Freestyle.
Hann er stofnandi the House Dance Conference og World Soul. Hefur choreographað
fyrir Mariah Carey, Mya, Foxy Brown, Missy Eliott, Salt n' Pepa, Busta Rhymes, Eve ofl.
Hann er með eitt rosalegasta orðspor í hiphop heiminum. Það er bara einn Brian Green,
vertu tilbúin til að taka á öllu sem þú getur þegar þú ferð í tíma til hans. Knowledge,
foundation, musicality, maðurinn er ótrúlegur.

- Benny Ninja: Vogue.
Hann er Father of the House of Ninja, Willie Ninja stofnandi hússins erfði Benny að
'titlinum' þegar hann dó 2006. Benny hefur verið vogueing síðan á 9. áratugnum, hann
hefur aflað sér mikillar virðingar innan ballroom senunnar en er núna byrjaður að kenna
út um allan heim. Þú gætir hafa séð hann í ANTM. Hann er með rosalega þekkingu á
Vogue stílnum, einn af aðal gaurunum basically.

- Eva Schou: Waacking.
Eva er í The Imperial House of Waacking og er yfir the Denmark chapter. Augljóslega
hefur hún þá lært mest hjá Tyrone Proctor og Aus Ninja. Hún er einnig stofnandi The
Werkaholics í Kaupmannahöfn. Eva er með mikinn modern bakgrunn og setur sinn
twist á Waacking stílinn. Hún og Nellie ("Nellie and Eva") voru í öðru sæti í Denmark's
got Talent með mörg mjög flott dansatriði þar sem þær mixuðu Vogueing, Waacking,
Modern, House, Hiphop ofl.

- Juste Debout
Er einn stærsti street dans viðburður í heimi haldinn í París (www.juste-debout.com),
þangað kemur fólk frá öllum heimshornum. Í dag eru undankeppnir haldnar í Svíþjóð,
Ítalíu, Finnlandi ofl. stöðum og það er keppt í Hiphop, House, Locking, Popping og nú
voru einnig Experimental og Top Rock battles. Á Juste Debout koma alltaf heimsfrægir
dansarar með workshops. Frakkar eru BEASTS í dansi, þeir eru með mjög stóra hiphop
senu, einnig er dancehall senan alveg rosaleg þarna!

14
Ég og Danielle Polanco, Dashaun Evisu, Spex og Alyssa Chloé og Benny Ninja, Pito Ninja. NYC '10

NEW YORK 2009 (júlí-ágúst)
- Jazzy J: Popping, Boogaloo, Locking.
Hann er meðlimur í The legendary Electric Boogaloos og hefur dansað með the
Original Lockers sem eru súperstjörnur hvors danstílsins fyrir sig, boogaloo og locking.

- Tyrone "the Bone" Proctor: Waacking.
Hann er original Soul Train dansari, einn af frumkvöðlum waacking dansstílsins og er
einn af fáum eftirlifandi sem kennir ennþá. Hann stofnaði The Imperial House of
Waacking í New York 2009 ásamt Aus. Þegar maður vill kynnast dansstíl þá þarf maður
að byrja sitt eigið 'research', Tyrone er eins og alfræðiorðabók um söguna, hugtökin
og hreyfingarnar sem hafa einkennt waacking frá byrjun. Ég á honum svo margt að
þakka, hann er engum líkur.

- Aus Ninja: Vogueing, Waacking.
Hann er meðlimur í the legendary House of Ninja sem er stærsta og virtasta Vogueing
krúið (sett saman af frumkvöðlinum Willie Ninja) og Atomic Hitters sem er öflugt
Popping krú. Aus er einnig að ferðast og kenna um allan heim með Tyrone "the bone"
Proctor. Þeir stofnuðu svo saman The Imperial House of Waacking.

- Marjory: House.
Hún er lykilmanneskja í danssenunni í New York og getur rakið fyrir mann söguna
hvernig house stíllinn varð að því fyrirbæri sem hann er í dag. Hún er eina konan í
Mop Top, en það er krú af dönsurum frá New York sem hefur alltaf verið fremst í
sínu fagi en aðallega eru þau þekkt fyrir að hafa haft mikil áhrif á uppbyggingu
street dansstílanna sem koma frá New York; hiphop og house.

- Tweetie: Hiphop.
Hún er stjórnandi þáttanna Dances from the hood á MTV, kom fram í Oprah og hefur
lengi dansað með Elite Force og Mop Top dönsurunum. Núna leggur hún áherslu á að
kenna 'old school' dansana, s.s. social dansa frá 1980's-1990's.

- Archie Burnett: Waacking, Vogueing.
Hann er legend í vogueing og waacking heiminum. Lærði náið hjá t.d. Tyrone Proctor
og Willie Ninja (sem setti saman the House of Ninja).

- Loose Joint: Hiphop.
Er í Mop Top familíunni og var næstum því einn af meðlimum Elite Force. Hann hefur
lengi verið eftirtektarverður í danssenunni. Kennir um allan heim og leggur metnað
í að fólk kynnist því hvernig hiphop hefur alltaf verið dansað, since day one í New York.

- Jonté: Choreografíutímar - Street jazz
Jonté er danshöfundur sem hefur unnið mikið með Beyoncé og er að vinna að sinni
eigin tónlist núna. Hann er stórmál í danssenunni í dag og mér finnst hann rosalega
áhugaverður. Jonté er með bakgrunn í ballett og afró meðal annars, og gerir mikið
undir áhrifum frá vogueing stílnum... hann er explósívur performer.

5
Ég og Archie Burnett, Aus og Tyrone Proctor, Jazzy J, Buddha Stretch, Spex. NYC '07, '08, '09

NEW YORK 2009 (janúar-febrúar)
- Buddha Stretch: Einkatímar og opnir tímar: Hiphop, social dansarnir, Popping,
Boogaloo, Locking, saga dansanna.

Fyrsti hiphop danshöfundurinn. Stretch er maðurinn sem nefndi þennan dansstíl
HIPHOP (1986). Fyrir það varstu annað hvort break eða funk dansari. Hann hefur
gert meira fyrir hiphop danssenuna en nokkur annar. Stretch choreographaði fyrir
Michael Jackson, Mariah Carey í 10 ár, Will Smith, Whodini ofl. Stofnandi the
legendary Elite Force crew, sem hefur í tugi ára sett standardinn fyrir hiphop
dansara um allan heim. Stretch hefur einnig stúderað meistara funk stílanna
(locking, popping, boogaloo) og dansað með þeim. Ég myndi segja, og margir eru
sammála því að ef þú vilt kynnast og skilja HIPHOP... þá ferðu til Stretch.

- Aus Ninja: Vogueing, Waacking.
Hann er meðlimur í the legendary House of Ninja sem er stærsta og virtasta
Vogueing krúið (sett saman af frumkvöðlinum Willie Ninja) og Atomic Hitters sem
er öflugt Popping krú. Aus er einnig að ferðast og kenna um allan heim með Tyrone
"the bone" Proctor. Þeir stofnuðu svo saman The Imperial House of Waacking.

- Brian Green: Hiphop, musicality ofl.
Hann er stofnandi the House Dance Conference og World Soul. Hefur choreographað
fyrir Mariah Carey, Mya, Foxy Brown, Missy Eliott, Salt n' Pepa, Busta Rhymes, Eve ofl.
Hann er með eitt rosalegasta orðspor í hiphop heiminum. Tilfinningin og skilningur hans
á dansinum er engu lík, he's gonna blow you away.

- Tyrone "the Bone" Proctor: Waacking.
Hann er original Soul Train dansari, einn af frumkvöðlum waacking dansstílsins og er
einn af fáum eftirlifandi sem kennir ennþá. Hann stofnaði The Imperial House of
Waacking í New York 2009 ásamt Aus. Þegar maður vill kynnast dansstíl þá þarf maður
að byrja sitt eigið 'research', Tyrone er eins og alfræðiorðabók um söguna, hugtökin
og hreyfingarnar sem hafa einkennt waacking frá byrjun. Ég á honum svo margt að
þakka, hann er engum líkur.

- Archie Burnett: Waacking, Vogueing.
Hann er legend í vogueing og waacking heiminum. Lærði náið hjá t.d. Tyrone Proctor
og Willie Ninja (sem setti saman the House of Ninja).

- Jazzy J: Boogaloo, Popping, Locking.
Hann er meðlimur í The legendary Electric Boogaloos og hefur dansað með the
Original Lockers sem eru súperstjörnur hvors danstílsins fyrir sig, boogaloo og locking.

- Marjory: House.
Hún er lykilmanneskja í danssenunni í New York og getur rakið fyrir mann söguna
hvernig house stíllinn varð að því fyrirbæri sem hann er í dag. Hún er eina konan í
Mop Top, en það er krú af dönsurum frá New York sem hefur alltaf verið fremst í
sínu fagi en aðallega eru þau þekkt fyrir að hafa haft mikil áhrif á uppbyggingu
street dansstílanna sem koma frá New York; hiphop og house.

- Luam: Choreografíutímar.
Hún er með "commercial" danstíma, rosa flottir choreografíutímar undir áhrifum frá
mörgum stílum.

8
Ég og Buddha Stretch, Marjory Smarth, Brian Green, Aus. NYC '08, '09

NEW YORK 2008
- Aus Ninja: Þjálfun og einkatímar: Vogueing (old way, new way, vogue femme),
Waacking.

Hann er meðlimur í the legendary House of Ninja sem er stærsta og virtasta
Vogueing krúið (sett saman af frumkvöðlinum Willie Ninja) og Atomic Hitters sem
er öflugt Popping krú. Aus er einnig að ferðast og kenna um allan heim með Tyrone
"the bone" Proctor. Þeir stofnuðu svo saman The Imperial House of Waacking.

- Spex: Einkatímar: Hiphop.
Hann á hlut í the House Dance Conference. Hefur dansað fyrir Mariah Carey, Joe,
Lauryn Hill, Wyclef Jean ofl.

- Ejoe: Hiphop.
Hann er lykilmaður í danssenunni í New York, stofnandi House Dance International.
Ejoe er í Mop Top krúinu, en það er krú af dönsurum frá New York sem hefur alltaf
verið fremst í sínu fagi en aðallega eru þau þekkt fyrir að hafa haft mikil áhrif á upp-
byggingu street dansstílanna sem koma frá New York; hiphop og house. Ejoe er
mjög passionate kennari og kemur sífellt á óvart með nýjum vinklum á dansinum.

6
Ég og Jazzy J, Tweetie, Suga Pop, Buddha Stretch. NYC '07 og '08

LONDON 2008
- Jimmy Williams: Einkatímar og opnir tímar: Locking.
Hann er besti kennarinn í London og er með mikinn karakter í kennslu og dansi.
Lærði hjá þeim bestu.

- James Painting: Popping.
Hann er búinn að mastera rosalega tækni í popping og waving. Hefur lært hjá Popin
Pete meðal annars.

- Ýmsir kennarar: Choreografíutímar.
Ég fór í fullt af tímum sem voru auglýstir sem hiphop en voru jazz og choreografíutímar.
Ég var ekki ánægð með það... þess vegna segi ég bara "Ýmsir kennarar".

NEW YORK 2007
- Buddha Stretch: Þjálfun, einkatímar og opnir tímar: Hiphop, social dansarnir,
Popping, Boogaloo, Locking, saga dansanna.

Fyrsti hiphop danshöfundurinn. Stretch er maðurinn sem nefndi þennan dansstíl
HIPHOP (1986). Fyrir það varstu annað hvort break eða funk dansari. Hann hefur
gert meira fyrir hiphop danssenuna en nokkur annar. Stretch choreographaði fyrir
Michael Jackson, Mariah Carey í 10 ár, Will Smith, Whodini ofl. Stofnandi the
legendary Elite Force crew, sem hefur í tugi ára sett standardinn fyrir hiphop
dansara um allan heim. Stretch hefur einnig stúderað meistara funk stílanna
(locking, popping, boogaloo) og dansað með þeim. Ég myndi segja, og margir eru
sammála því að ef þú vilt kynnast og skilja HIPHOP... þá ferðu til Stretch.

- Brian Green: Einkatímar og opnir tímar: Hiphop, Waacking, isolations, musicality ofl.
Hann er stofnandi the House Dance Conference og World Soul. Hefur choreographað
fyrir Mariah Carey, Mya, Foxy Brown, Missy Eliott, Salt n' Pepa, Busta Rhymes, Eve
ofl. Hann er með eitt rosalegasta orðspor í hiphop heiminum.

- Tyrone "the Bone" Proctor: Waacking.
Hann er original Soul Train dansari, einn af frumkvöðlum waacking dansstílsins og er
einn af fáum eftirlifandi sem kennir ennþá. Hann stofnaði The Imperial House of
Waacking í New York 2009 ásamt Aus. Þegar maður vill kynnast dansstíl þá þarf maður
að byrja sitt eigið 'research', Tyrone er eins og alfræðiorðabók um söguna, hugtökin
og hreyfingarnar sem hafa einkennt waacking frá byrjun. Ég á honum svo margt að
þakka, hann er engum líkur.

- Archie Burnett: Waacking, Vogueing.
Hann er legend í vogueing og waacking heiminum. Lærði náið hjá t.d. Tyrone Proctor
og Willie Ninja (sem setti saman the House of Ninja).

- Tweetie: Einkatímar og opnir tímar: Hiphop, nýju social dansarnir ofl.
Hún er stjórnandi þáttanna Dances from the hood á MTV, kom fram í Oprah og hefur
lengi dansað með Elite Force og Mop Top dönsurunum.

- Suga Pop: Boogaloo, Popping og Locking.
Hann er meðlimur í The Electric Boogaloos (það crew er sett saman af skapara
boogaloo stílsins Boogaloo Sam) og er eitt mest notorious danscrew í senunni.

- Pop Master Fabel: Boogaloo, Popping og Locking.
Hann er fyrrverandi Vice president í the legendary Rock Steady Crew og mikill
fræðimaður um funk stílana (=boogaloo, popping, locking).

- Luam: Choreografíutímar.
Hún er með "commercial" danstíma, rosa flottir choreografíutímar undir áhrifum frá
mörgum stílum.

- Derrell Bullock: Choreografíutímar.
Hann er með "commercial" danstíma, rosa flottir choreografíutímar undir áhrifum frá
mörgum stílum.

LONDON 2006
- Jimmy Williams: Locking.
Hann er besti kennarinn í London og er með mikinn karakter í kennslu og dansi. Lærði
hjá þeim bestu.

- James Painting: Popping.
Hann er búinn að mastera rosalega tækni í popping og waving. Hefur lært hjá Popin
Pete meðal annars.

- Ýmsir kennarar: Choreografíutímar.
Ég fór í fullt af tímum sem voru auglýstir sem hiphop en voru jazz og choreografíutímar.
Ég var ekki ánægð með það... þess vegna segi ég bara "Ýmsir kennarar", hehe.