TITLAR:
'Iceland ambassador' í Nordic Unity (The Nordic network of Street Dance) síðan 2015
Meðlimur í The Imperial House of Waacking (vígð inn 2012 í New York af Tyrone Proctor)
.
.
DANSNÁM ERLENDIS
Síðan 2006 hef ég ferðast, a.m.k. tvisvar á ári, til útlanda til að dansa og læra. New York á
hverju ári en hef einnig lært og tekið þátt í ýmsum viðburðum í París, London, Kaupmanna-
höfn, Helsinki og Stokkhólmi. Í New York stúdera ég hiphop, dancehall, waacking, popping,
top rock,
vogueing, locking og house. Þá er ég í einkatímum, workshops og opnum tímum
hjá dönsurum sem eru frumkvöðlar stílanna og / eða hafa mótað dansinn. Ég læri einnig
hjá yngri dönsurum sem eru áhrifamikil í dag. Stílarnir eru ungir (1970’s/1980’s) og við höfum
enn tök á því að læra hjá sumum frumkvöðlunum, “gömlu meisturunum” – í það leita ég. Ég
vil réttan skilning á dansinum og er eilífðar nemandi þessara stíla. Þetta eru allt street stílar,
þ.e. þróun þeirra hefur alltaf verið “utan dansstúdíósins” á klúbbum / götunni.
Þessi tengsl við hjarta menningarinnar í New York er okkur mikils virði því oft við fáum gesta-
kennara á heimsmælikvarða í heimsókn til okkar á klakann.
DANSNÁM Á ÍSLANDI:
Fyrsta ástin er hiphop, áhuginn á dansinum sprettur beint frá ástríðu á tónlistinni og menn-
ingunni. Féll fyrir hiphopi 11 ára og hef drukkið í mig alla þá þekkingu og það sem ég komst
í varðandi menninguna síðan þá. Lærði í Kramhúsinu frá 13 ára aldri m.a. hiphop dans hjá
Natöshu P-Nut - t.d hituðum við upp fyrir 50 Cent, Nina Sky og Fat Man Scoop tónleika
sem voru haldnir hér árin 2004 og 2005. Lærði magadans hjá Josy Zareen í Magadanshúsinu
17 - 22 ára og tók þátt í ótal atburðum með Elite dans- og sýningarhóp hennar.
SAGA DANS BRYNJU PÉTURS
Ég byrjaði að kenna dans haustið 2004 í Reykjavík, þá var ég 19 ára gömul. Á þeim árum
einbeitti ég mér að því að ferðast eins mikið og ég gat til að dansa og læra. Árið 2008
útskrifaðist ég sem grafískur hönnuður úr Listaháskóla Íslands. Eftir útskrift gat ég ferðast
á öllum árstímum og nýtti mér það en alltaf voru dansnámskeiðin að stækka.
Í lok 2011 setti ég upp fyrstu nemendasýninguna, þá var ég með 4 hópa sem sýndu fyrir
fjölskyldu og vini í æfingahúsnæðinu okkar í Árbæ. Sýningin var ekki auglýst en það mættu
rúmlega 100 manns að horfa, sem við bjuggumst ekki við. Það var alveg greinilegt að við
vorum tilbúin til að stækka við okkur.
Árið 2012 tók ég skrefið sem ég hafði undirbúið lengi og bauð upp á dans fyrir alla aldurshópa
á tveimur staðsetningum (Árbæ og Breiðholti). Í dag er skólinn enn að stækka og hef ég fengið
til liðs við mig frábæra kennara sem ég er heppin að vinna með. Námið er í stöðugri þróun og
það er ómetanlegt að sjá dansarana okkar vaxa.
Það er mjög mikilvægt að leita til kennara sem gefa ekki bara dansrútínu heldur kenna grunn
stílanna; sporin, tæknina og söguna. Dansstílarnir sem við kennum eru fyrst og fremst menning,
"you live it". Eins og kennarinn minn Tyrone segir: "If you dont understand the music, you will
never understand the dance." Styrkur hvers dansara er að skilja grunn stílanna.
HELSTU KENNARAR
Buddha Stretch (hiphop, popping, locking), Link (hiphop), Tyrone “the Bone” Proctor
(waacking), Tweetie (hiphop), Laure Courtellemont (dancehall), Aus (waacking, vogueing), Brian Green (hiphop, waacking, house), Archie Burnett (waacking, vogue), Jazzy J (popping), Benny Ninja (vogue), Dashaun Evisu (vogue fem), Danielle Polanco (vogue / heels).
Nemendasýningarnar okkar síðan 2011
Viðburðir á eigin vegum og í samstarfi við Reykjavíkurborg, Adidas og Coca Cola síðan 2012
Myndböndin okkar síðan 2004
Skipuleggjandi STREET DANS EINVÍGISINS síðan 2012. Sjá facebook síðu
Skipuleggjandi STREET DANS CARNIVAL síðan 2017.
'Movement coach' fyrir aðalviðfangsefni (Gogo Star) í 'Finndu þitt Gló' herferð Gló.
Við vorum viðmælendur í þáttaröð Lóu Pind á Stöð 2 'Battlað í Borginni' 2016
Dans + tískuatriði á Haustfögnuði Adidas í Hafnarhúsinu 2015
Danshöfundur ásamt TheSuperKidsClub fyrir skemmtiatriði Brynjars Dags fyrir Ísland Got Talent 2015
Afmælishátíð Dans Brynju Péturs á Ingólfstorgi 2014. Sjá myndir
Danshöfundur ásamt Brynjari Degi fyrir siguratriði hans í Ísland Got Talent 2014
Dómari í undanúrslitum Skrekks hæfileikakeppni 2013 og 2014
Listrænn stjórnandi og danshöfundur Ungfrú Ísland 2013
Danshöfundur lagsins Stund Með Þér - Rósa í undankeppni Eurovision 2012. Sjá hér
Choreography fyrir útskriftarverk dansnemenda Listaháskóla Íslands 2011 (ein syndin í 'syndunum 7').
Dansatriði á opnun Hlustendaverðlauna FM957 í Hörpunni 2011. Sjá hér
Upptökustjóri og choreographer fyrir Levante myndband (birt í Ungfrú Ísland '11). Sjá hér
Listrænn stjórnandi og danshöfundur Ungfrú Ísland 2011. Sjá hér
Listrænn stjórnandi og danshöfundur Ungfrú Reykjavík 2011. Sjá hér
Fatalínan Boogie Down Reykjavík. Sjá facebook síðu
ofl.
SÝNINGAR:
Nemendasýningarnar okkar :)
Ýmis vekerfni í tengslum við styrktaraðilann okkar Adidas frá og með árinu 2015
Ýmis vekerfni í tengslum við styrktaraðilann okkar Coca Cola frá og með árinu 2015
Barnamenningarhátíð frá og með árinu 2015
17. júní (Arnarhóll, Ingólfstorg) frá og með árinu 2006.
Unglist (Tjarnarbíó, Borgarleikhús, Austurbær) frá og með árinu 2006.
15 ára afmælishátíð Smáralindar haust 2016
50 ára afmæli Eurovision, myndband í samstarfi við RÚV 2016
Næturopnun Smáralindar sumarið 2014
Sumargleðin í Kaplakrika 2014
Gay Pride sumarið 2014
Sumar og Reggae hátíð RVK Soundsystem, sumarið 2011.
Sumarhátíð Bleikt.is á Grand Hótel, maí 2011.
Hlustendaverðlaun FM957 í Hörpunni, maí 2011.
Upphitunaratriði fyrir Ghostface Killah á Nasa, apríl 2011.
Danssýning í Eldhúspartý FM957 á Austur, nóvember 2010.
Anna Hlín á 17. júní 2010. Choreography við lagið Valgerður.
Anna Hlín útgáfutónleikar 2008.
ofl.
Á ERLENDRI GRUNDU TÓK ÉG ÞÁTT Í:
Dansatriði á Red Nose Day með Nick Cannon á NBC sjónvarpsstöðinni í New York, 2015
Step Ya Game Up í New York (Hiphop og Waacking), júl 2012
Ladies of Hiphop í New York (Hiphop og Waacking), júl 2012
Rep Your Style í New York (Waacking), júl 2012
Ég var dómari á Vogue Balli í París (danskeppni), jún 2012
Snowball í Helsinki, (Vogue fem og Runway) feb 2012
Hell Sinkin' Ball í Helsinki (Vogue Fem, New Way, Runway) nóv 2011
Vogue Nights á Escuelitas í New York (Vogue Fem) ág 2011
Street Star í Stokkhólmi (Waacking) feb 2011
Áheyrnaprufur fyrir danshópinn Werkaholics í Kaupmannahöfn, jan 2011 og komst inn
TÓNLISTARMYNDBÖND:
Gnúsi Yones og MC Gauti - 2 í Takinu (2010/2011)
Earmax og Ramses - Kinkaðu Kolli (2007)
Spaceman - Put ya Hood up (2006)
Nylon - Dans Dans Dans (2005)
ALGJÖRLEGA ÓVIÐKOMANDI en það var rosa gaman að taka þátt í:
Pétur Jóhann á Bravó - TWERK danskennsla. Sjá video.
Týnda kynslóðin, 2. sería á Stöð 2 "Nilli dansar Hiphop". Sjá sketch.
Týnda Kynslóðin, 1. sería á Stöð 2 "Danskeppnin ógurlega". Sjá keppnina
Steindinn Okkar, 2. sería á Stöð 2 "Hrasað í Heimsfrægð". Sjá sketch
Undirbúningur fyrir Ford keppnina 2011. Skjár Einn. Sjá trailer
ANNAÐ NÁM: Útskrifaðist vorið 2008 frá Listaháskóla Íslands með BA gráðu í grafískri hönnun.
ATVINNA: Dans Brynju Péturs : Dansnám og dansskemmtanir. Boogie Down Reykjavík : Dansfatnaður og street wear.