Ynot, upprunalega frá Jersey og meðlimur heimsþekkta Break crewsins Rock Steady Crew,
er einn mesti menningarviti Hiphop senunnar í dag og hefur ferðast um heiminn til
fjölda ára til að kenna og dæma. Ynot er mikils metinn dansari og scholar um allan heim.
Dansgrunnur Ynot er Breaking / Bboying, sem er fyrsti dansstíllinn innan Hiphop menningarinnar.
Hann kennir ‘Tops & Drops’ ásamt því að fræða nemendur sína um menningu og sögu Hiphops.
'Tops & Drops' er Top Rock og hvernig farið er niður á gólf. Ómissandi tækifæri fyrir alla Hiphop dansara.
Fimmtudagur 7. des í Fylkisseli kl. 18:15-19:15 kl. 19:30-20:30
Verðskrá: Nemendur Dans Brynju Péturs / Aðrir
1 danstími: 2500 kr. / 3500 kr.
Báðir danstímarnir: 4500 kr. / 6000 kr.
NEMENDASÝNINGAR 2. DESEMBER
Haustönn klárast 1. des og skráning á vorönn '24 hefst 8. des
Við hlökkum til að eiga nemendasýningar daginn saman í Íþróttahúsi Seljaskóla, Kleifarseli 28!
Aðkoma Hjallaselsmegin en bílastæði eru einnig Kleifarselsmegin, þá þarf bara að ganga hringinn.
Dagurinn er þéttplanaður og allir dansarar þurfa að mæta á réttum tíma fyrir rennsli á sviði.
Öll velkomin í áhorfendastúkur. Miðasala við hurð: 2000kr., 12 ára og yngri koma ókeypis.
Plan dagsins - lesa vel.
Fyrri sýning kl. 14:30-15:30
Breiðholt, Hafnarfjörður og Seltjarnarnes. kl. 11:10 Framhaldshópar mæta (framhaldshópar dansa á báðum sýningum) kl. 12:10 Dansarar í 10-12 ára, 11 ára + og 13 ára + hópum mæta. kl. 13:00 Dansarar í 7-9 ára, 7-10 ára og 8-11 ára hópum mæta. kl. 13:40 Dansarar í 5-6 ára hóp mæta.
kl. 14:15 Hurð opnar fyrir áhorfendur.
kl. 14:30-15:30 Danssýning.
Seinni sýning kl. 18:30-19:30
Laugardalur, Grafarvogur, Árbær og Garðabær. kl. 15:40 Dansarar í 10-12 ára, 11 ára +, 13 ára + og 14 ára + hópum mæta. kl. 16:40 Dansarar í 7-9 ára, 7-10 ára og 8-11 ára hópum mæta. kl. 17:30 Dansarar í 5-6 ára og 5-7 ára hópum mæta.
kl. 18:15 Hurð opnar fyrir áhorfendur.
kl. 18:30-19:30 Danssýning.
UNGLIST Í BORGARLEIKHÚSINU
Frá Malmö til Reykjavíkur, með nýtt atriði helgina eftir!
Það er alltaf jafn súper gaman að taka þátt í einhverri flottustu danshátíð landsins,
Unglist heldur risa danskvöld ár hvert í Borgarleikhúsinu. Kristín, Iðunn og Vanessa sýndu
Malmö atriðið sitt í annað sinn og hópur frá okkur sýndi atriði eftir Hrafnhildi aðstoðarskólastjóra.
HIPHOP WEEKEND Í MALMÖ, SVÍÞJÓÐ
Við tókum þátt í alþjóðlegu danskeppninni þriðja árið í röð dagana 4.-6. nóv
Þær Kristín, Vanessa og Elena tóku þátt í prelims fyrir Hiphop 2 on 2 og Kids: All Styles.
Elena komst áfram í battlið en datt út í topp 16. Þær fjórar ásamt Iðunni, Sunnu, Alexöndru,
Kareni og Nadíu tóku þátt í Choreo keppninni með atriði eftir Hrafnhildi. Kristín, Vanessa og
Iðunn tóku einnig þátt með sínu eigin atriði. Við erum að rifna úr stolti!
Yfir sömu helgi dönsuðu dansaranir okkar heima á Íslandi á frumsýningu Dansdrottningarinnar í
Bíó Paradís og komu fram í Kastljósi. Eftirminnileg helgi!
SÁSTU OKKUR Á MENNINGARNÓTT?
Við tókum yfir Ingólfstorg og keyrðum risa dansshow tvisvar fyrir fullu torgi! Þetta er án efa einhver skemmtilegasta hefð ársins, við þökkum Reykjavíkurborg fyrir samstarfið!
SÁSTU OKKUR Á 17. JÚNÍ?
Við dönsuðum á stóra sviðinu í Hljómskálagarðinum, á Klambratúni og á Laugarveginum.
Við þökkum Reykjavíkurborg fyrir tækifærið og samstarfið!
BARNAMENNINGARHÁTÍÐ 2023
Það er mikill heiður að taka þátt í setningu hátíðarinnar í Eldborg, Hörpunni!
Við þökkum Reykjavíkurborg og Barnamenningarhátíðar teyminu fyrir enn eitt frábært árið!
Þetta er án efa einhver uppáhalds viðburðurinn okkar, að dansa á Eldborgar sviðinu fyrir framan
fullan sal af ungum hugum og mögulega upprennandi listafólki er engu líkt. Dans ársins var saminn
af Brynju við lagið 'Kæri Heimur', fallegt lag og falleg skilaboð.
NEMENDASÝNINGAR DANS BRYNJU PÉTURS
Vorönn '23 kláruð með risa danspartýi og hæfileika sprengju! Takk fyrir ógleymanlegan dag elsku öll! Einfaldlega skemmtilegustu dagar ársins!
VORÖNN HEFST 16. JANÚAR
Kíktu á stundaskránna og tryggðu þér pláss Fyrsta vika vorannar, 16.-21. janúar, er ókeypis prufuvika!
Það þarf ekki að skrá í eða tilkynna prufur, bara kíkja á stundaskránna og mæta.
Komdu í alvöru street dans og lærðu hjá þeim bestu! Við kennum hópum frá 5-25 ára +
í Laugardal, Breiðholti, Árbæ, Kópavogi, Grafarvogi, Garðabæ, Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi.
Við erum aðilar að öllum frístundastyrkjum
Innanhúss danskeppni í febrúar | Nemendasýningar í mars | Erlendur gestakennari
Við veljum dansara í stórar sýningar á Barnamenningarhátíð í Hörpu, 17. júní, Menningarnótt ofl.
NEMENDASÝNINGAR 3. DESEMBER
Öll velkomin í áhorfendastúkur, 2000 kr. inn, selt við hurð Við hlökkum til að eiga þennan skemmtilega dag með ykkur öllum í Íþróttahúsi Seljaskóla!
Breiðholt, Árbær, Grafarvogur og Hafnarförður sýna kl. 14-15:15
Laugardalur, Kópavogur, Garðabær og Seltjarnarnes sýna kl. 18-19:15
STREET DANS EINVÍGIÐ
Eini dansviðburður sinnar tegundar í 10. sinn á Íslandi!
DJ Stew mætti frá Osló til að spila á battlinu og Márcio Ratinho
frá Stokkhólmi kom til að kenna Hiphop workshop. Það var mikil stemmning á Einvíginu
sjálfu, böttlin einstaklega flott og frábær stemmning á þessu fyrsta workshopi með
erlendum gestakennara síðan fyrir covid! Við erum að komast aftur í gírinn!
Hér er video frá Hiphop battlinu, þar sem Kristín, Nikolas og Vanessa böttluðu um
hver þeirra færu áfram í úrslit. Vanessa vann svo Hiphop battlið. Elena vann Waacking
battlið og Mikki bráðskemmtilegt 'All Styles' 7 to smoke battlið.
UNGLIST OG KEPPNISFERÐ TIL MALMÖ
Frá Borgarleikhúsinu til Svíþjóðar!
Þær stóðu sig frábærlega! Sjáðu videoið!
Atriðið var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á Unglist þann 2. nóvember og þær komnar
á svið í Malmö þremur dögum seinna. Við erum að springa úr stolti!
Glóey samdi keppnisatriðið með aðstoð frá Kristínu Hallberu en þær dönsuðu
báðar ásamt Beötu, Iðunni, Birtu, Sunnu, Vanessu og Elenu. Frábær ferð á þessa
Norrönu street danshátíð í annað sinn, en þetta er ein sú stærsta á Noröurlöndunum
og við hlökkum til að mæta á næsta ári.
HAUSTÖNN HEFST 12. SEPTEMBER
Dans Brynju Péturs fagnar 10 ára afmæli skólans!
Við erum aðilar að öllum frístundastyrkjum. Fyrsta vika haustannar (12.-17. september) er ókeypis prufuvika.
Öll velkomin að mæta í tíma en ekki þarf að tilkynna eða skrá til að mæta í prufu.
Viðburðir á haustönn 2022!
Dansarar úr framhaldshópum á unglinga- og fullorðinsstigi keppa í Malmö í október,
við höldum danshátíðina Street dans Einvígið í samstarfi við Unglist í nóvember og
setjum upp aðalpartýin, nemendasýningarnar, í lok annar.
________________________________________________________ ENGLISH: Do you need information in english? Please e-mail katrindbp@gmail.com POLISH: Jeśli chcesz otrzymać więcej informacji na temat kursu tańca, to możesz skontaktować się z
naszą nauczycielką tańca Beatą. Numer kontaktowy: (+354) 7724977
MENNINGARNÓTT Takk fyrir okkur Reykjavíkurborg og Adidas! Enn og aftur tókum við yfir Ingólfstorg með
risa danssýningu sem við endurtókum tvisvar, frábær mæting og æðisleg stemmning!
17. JÚNÍ Takk fyrir okkur Reykjavíkurborg! Við sýndum 20 mínótna dansbombu í Hljómskálagarðinum,
á stóra sviðinu og á fjörugum fallegum reit hjá Tjörninni og enduðum daginn á Klambratúni!
BARNAMENNINGARHÁTÍÐ 2022 Við þökkum Barnamenningarhátíðarteyminu fyrir enn eina þrusu hátíðina!
Þetta er einn uppáhalds viðburðurinn okkar á ársdagatalinu og við erum þakklát fyrir öll árin
saman en við höfum tekið þátt í setningarathöfninni í Hörpunni margsinnis. Ert þú búin/n að læra
dans ársins hjá Barnamenningarhátíð við lagið Þriggja tíma brúðkaup eftir Jóa Pé og Króla?
Dansinn var saminn af Brynju og frumsýndur í Eldborg með kennurum og dönsurum skólans.
.
. .
_________________________________________
NEMENDASÝNINGARDAGURINN VAR ÆÐI Takk fyrir stórkostlegan dag elsku öll, bestu dagarnir sem eru ávallt toppaðir!
Þið eruð alveg mögnuð og það er svo gaman að vera komin aftur í gang með sýningardagana okkar!
Sjáðu allar myndir og video á instagram, facebook og youtube!
.
. .
_________________________________________
VORÖNN 2022 HEFST 17. JANÚAR Við erum aðilar að öllum frístundastyrkjum.
Þú getur komið í ókeypis prufutíma á fyrstu vikum vorannar (17.-29. janúar).
ATH: Engin frívika í febrúar, við dönsum í 12 vikur frá 17. janúar - 9. apríl!
Innanhúss danskeppnin okkar verður 27. febrúar í Plié.
Nemendasýningar verða 19. mars í Íþróttahúsi Seljaskóla.
Nemendasýningarnar okkar voru haldnar 27. nóvember eftir tveggja ára sýningapásu!
Við erum himinlifandi og áttum yndislegan dag saman. Við kennarateymið og
hjálparkokkarnir okkar hlökkum til uppbyggingarinnar á næsta ári!
. .
___________________________________________
STREET DANS EINVÍGIÐ 10. NÓVEMBER Í samstarfi við Unglist Listahátíð kl. 17 í Hinu Húsinu!
Ókeypis inn fyrir áhorfendur og keppendur!
Opin danskeppni fyrir alla Street dansara á framhaldsstigi, óháð landamærum og dansskólum.
Keppnin var haldin árlega 2012-2019 og er nú loksins að koma úr 'covid pásu'.
Við mælum með að allir dansararnir okkar mæti á staðinn og upplifi einstaka stemmningu!
Myndir frá deginum 10. nóvember í Hinu Húsinu en báðir fréttatímar,
RÚV og Stöð 2 komu og sýndu live frá battlinu: . .
___________________________________________
3. SÆTIÐ UNNIÐ Á DANSKEPPNI Í SVÍÞJÓÐ!
Vanessa, Emilía og Kristín Hallbera böttluðu á Hiphop Weekend '21 í Malmö!
Þrjár af okkar sterkustu ungu dönsurum ferðuðust til Svíþjóðar með Brynju og
Hrafnhildi í byrjun nóvember til að taka þátt í battli. Vanessa komst áfram úr
forkeppninni og komst alla leið í Top 4! Það er mjög vel af sér vikið og datt
hún út á móti þeim sem vann 2. sætið.
___________________________________________
HAUSTÖNN 2021 HEFST 6. SEPTEMBER
Fyrsta vikan (6.-11. sept) er ókeypis prufuvika!
Þú getur notað alla frístundastyrki hjá okkur.
Við kennum í þessum hverfum / bæjarfélögum:
Hópar fyrir 5-6 ára, 7-9 ára, 10-12 ára, 13 ára +, 16 ára + og 20 / 25 ára + ! ___________________________________________________
"Smáa letrið":
Skráning er bindandi, þátttakendur skuldbinda sig til að greiða fullt verð.
Námskeiðsgjöld fást ekki endurgreidd.
____________________________________________________________________ ENGLISH: Do you need information in english? Please e-mail katrindbp@gmail.com POLISH: Jeśli chcesz otrzymać więcej informacji na temat kursu tańca, to możesz skontaktować się z
naszą nauczycielką tańca Beatą. Numer kontaktowy: (+354) 7724977
SUMARNÁMSKEIÐ 2021 -- 3JA VIKNA NÁMSKEIÐ, TVISVAR Í VIKU -- Tímabil: 7.-24. júní og 9.-26. ágúst.
Verð fyrir 3ja vikna námskeið, tvisvar í viku: 12.500 kr.
Hópar fyrir 5-6 ára, 7-9 ára, 10-12 ára, 13 ára + og 16 ára +.
Kennt í Víkurhvarfi 1, Kópavogi, Strandgötu, Hafnarfirði og Dalhúsum, Grafarvogi.
-- 5 DAGA HÓPEFLISNÁMSKEIÐ -- Stuðbolta heilsdagsnámskeið með dansi og leikjum fyrir 7-12 ára kl. 9-16.
Verð fyrir 5 heila daga, innifalið er sundferð og pizzaveisla: 28.500 kr.
14.-18. júní í Íþróttahúsinu Dalhúsum, Grafarvogi með Glóey 21.-25. júní í Plié Víkurhvarfi 1, Kópavogi með Glóey 12.-16. júlí í Íþróttahúsinu Strandgötu, Hafnarfirði með Glóey 19.-23. júlí í Plié Víkurhvarfi 1, Kópavogi með Hrafnhildi 9.-13. ágúst í Íþróttahúsinu Dalhúsum, Grafarvogi með Glóey
-- DANSTÍMAR FYRIR 18 ÁRA + OG 25 ÁRA + -- 4ja vikna námskeið hefst 4. ágúst í Plié, Víkurhvarfi 1.
Brynja kennir 'Heels Performance' fyrir 18 ára + 'all levels',
og Hiphop fyrir 20 / 25 ára + byrjendur. Ekkert aldursþak, mjög skemmtilegir danstímar og mikið hlegið. Komdu að dansa!
Öll okkar fjölbreytta stundaskrá opnar aftur á haustönn, þá kennum við í
Laugardal, Breiðholti, Árbæ, Kópavogi, Garðabæ, Grafarvogi og á Seltjarnarnesi!
Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum: Facebook og instagram: Dans Brynju Péturs ____________________________________________________________________________
VORÖNN 2020 KLÁRUÐ HEIMA Í STOFU!
DAGLEGIR NET TÍMAR OG ÆFINGAR FYRIR ALLA!
Danstímar og nemendasýningar hafa fallið niður í samkomubanni.
Við klárum vorönnina með dönsurunum okkar á netinu til 11. apríl.
Við kennum fjölbreytta danstíma daglega sem henta m.a. allri fjölskyldunni. Bónusinn er
sá að allir sem vilja geta verið með í danstímunum. Við viljum gleðja eins marga og hægt er.
Tveir - þrír danstímar kenndir á dag á instagram LIVE, tímar aðgengilegir í 24 klst.
Daglega eru fjölskyldutímar sem henta öllum og 10 ára + tímar sem henta dönsurum
10 ára og eldri. Þrisvar í viku eru krefjandi tímar fyrir 13 ára +. Sjáumst á netinu!
GESTAKENNARAR Á HEIMSMÆLIKVARÐA
HEIMSÓTTU OKKUR Í FEBRÚAR
Márcio vann sér inn fastagesta status með ógleymanlegri workshop helgi.
Link kenndi frábæra danstíma en þetta er í þriðja sinn sem hann kemur til landsins.
Ekki missa af helginni 22.-23. febrúar með goðsögn í Hiphop dansheiminum, honum Link!
_________________________________
VORÖNN HEFST 13. JANÚAR Skráðu þig núna! Þú finnur okkur á 10 staðsetningum!
ATH: Verðskrá er undir Skráning. Við erum aðilar að öllum frístundastyrkjum! ____________________________________________________
ENGLISH: Do you need information in english? Please e-mail brynjapeturs@gmail.com POLISH: Jeśli chcesz otrzymać więcej informacji na temat kursu tańca, to możesz skontaktować się z
naszą nauczycielką tańca Beatą. Numer kontaktowy: (+354) 7724977
TAKK FYRIR FRÁBÆRAN NEMENDASÝNINGARDAG! Haustönn lýkur 6. desember. Vorönn hefst 13. janúar og skráning fer í gang 10. desember!
Við héldum enn eina veisluna í Seljaskóla þegar allir rúmlega 500 dansararnir okkar fóru
á svið með einstaklega sterk atriði ásamt kennurum og danshópum. Þessi orka sem við erum
að búa til saman er gjörsamlega einstök - takk fyrir enn einn ógleymanlegan dag!
.
.
.
Fylgstu með tilkynningum á Facebook: Dans Brynju Péturs og instagram: dansbrynjupeturs
____________________________________________________
STREET DANS EINVÍGIÐ 2019 STÆRSTA STREET DANSHÁTÍÐ ÁRSINS FÓR FRAM DAGANA 23.-27. OKTÓBER
STREET DANS EINVÍGIÐ var haldið í samstarfi við Reykjavíkurborg, Adidas og Coca Cola.
Takk fyrir frábæra viku! Kíktu á instagram: dansbrynjupeturs fyrir myndefni og sigurvegara! _______________________________________________ .
.
_________________________________
HAUSTÖNN HEFST 9. SEPTEMBER Þú finnur okkur á 11 staðsetningum!
ATH: Verðskrá er undir Skráning. Við erum aðilar að öllum frístundastyrkjum! ____________________________________________________
ENGLISH: Do you need information in english? Please e-mail brynjapeturs@gmail.com POLISH: Jeśli chcesz otrzymać więcej informacji na temat kursu tańca, to możesz skontaktować się z
naszą nauczycielką tańca Beatą. Numer kontaktowy: (+354) 7724977
_________________________________
VIÐTAL OG UMFJÖLLUN Í VEFÞÆTTI BLACK EYED PEAS TABOO MÆTTI Á SUMARHÁTÍÐINA OKKAR Á INGÓLFSTORGI
Hiphop menningin er magnað fyrirbæri. Black Eyed Peas meðlimurinn, Taboo, mætti á
Sumarhátíðina okkar á Ingólfstorgi í júní og tók upp þáttinn sinn Freestyle Fridays!
_________________________________
GULL, TVÖ SILFUR OG TVÖ BRONS TEKIN HEIM FRÁ PORTÚGAL! DANS BRYNJU PÉTURS SÓPAÐI INN MEDALÍUM Á DANCE WORLD CUP 2019
6000 þátttakendur frá 60 löndum tóku þátt í alþjóðlegri danskeppni.
Þetta var æðislega gaman, dansararnir okkar vöktu mikla athygli!
Sjá umfjallanir í Fréttablaðinu og Mogganum:
_________________________________
TAKK FYRIR FRÁBÆRAN DAG!
NEMENDASÝNINGAR VORU LAUGARDAGINN 6. APRÍL
Frábær stemmning og gólfið smekkfullt af hæfileikum.
Hvað getur maður beðið um meira?
Video koma á youtube innan tveggja vikna.
Myndir koma inn á facebook fljótlega. Hér er smá forskot!