HAUSTÖNN HEFST 12. SEPTEMBER
Dans Brynju Péturs fagnar 10 ára afmæli með risa
danssýningu á Menningarnótt á Ingólfstorgi! Skráning á haustönn
hefst 18. ágúst en við kennum hópum frá 5 ára aldri á 8 staðsetningum.
Við erum aðilar að öllum frístundastyrkjum.
Við kennum í Breiðholti, Laugardal, Kópavogi, Árbæ, Grafarvogi, Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjarnarnesi.
Hópar fyrir 5-6 ára, 7-9 ára, 10-12 ára, 13 ára +, 16 / 19 ára +, 25 ára +. Fyrsta vikan er ókeypis prufuvika.
Viðburðir á haustönn 2022!
Dansarar úr framhaldashópum á unglinga- og fullorðinsstigi keppa í Malmö í október, við höldum danshátíðina
Street dans Einvígið í samstarfi við Unglist í nóvember og setjum upp aðalpartýin, nemendasýningar í lok annar.
_________________________________________
BARNAMENNINGARHÁTÍÐ 2022 Við þökkum Barnamenningarhátíðarteyminu fyrir enn eina þrusu hátíðina!
Þetta er einn uppáhalds viðburðurinn okkar á ársdagatalinu og við erum þakklát fyrir öll árin
saman en við höfum tekið þátt í setningarathöfninni í Hörpunni margsinnis. Ert þú búin/n að læra
dans ársins hjá Barnamenningarhátíð við lagið Þriggja tíma brúðkaup eftir Jóa Pé og Króla?
Dansinn var saminn af Brynju og frumsýndur í Eldborg með kennurum og dönsurum skólans.
.
.
_________________________________________
NEMENDASÝNINGARDAGURINN VAR ÆÐI Takk fyrir stórkostlegan dag elsku öll, bestu dagarnir sem eru ávallt toppaðir!
Þið eruð alveg mögnuð og það er svo gaman að vera komin aftur í gang með sýningardagana okkar!
Sjáðu allar myndir og video á instagram, facebook og youtube!
.
.
_________________________________________
VORÖNN 2022 HEFST 17. JANÚAR Við erum aðilar að öllum frístundastyrkjum.
Þú getur komið í ókeypis prufutíma á fyrstu vikum vorannar (17.-29. janúar).
ATH: Engin frívika í febrúar, við dönsum í 12 vikur frá 17. janúar - 9. apríl!
Innanhúss danskeppnin okkar verður 27. febrúar í Plié.
Nemendasýningar verða 19. mars í Íþróttahúsi Seljaskóla. _________________________________________
Nemendasýningarnar okkar voru haldnar 27. nóvember eftir tveggja ára sýningapásu!
Við erum himinlifandi og áttum yndislegan dag saman. Við kennarateymið og
hjálparkokkarnir okkar hlökkum til uppbyggingarinnar á næsta ári!
.
.
.
___________________________________________
STREET DANS EINVÍGIÐ 10. NÓVEMBER Í samstarfi við Unglist Listahátíð kl. 17 í Hinu Húsinu!
Ókeypis inn fyrir áhorfendur og keppendur!
Opin danskeppni fyrir alla Street dansara á framhaldsstigi, óháð landamærum og dansskólum.
Keppnin var haldin árlega 2012-2019 og er nú loksins að koma úr 'covid pásu'.
Við mælum með að allir dansararnir okkar mæti á staðinn og upplifi einstaka stemmningu!
Myndir frá deginum 10. nóvember í Hinu Húsinu en báðir fréttatímar,
RÚV og Stöð 2 komu og sýndu live frá battlinu:
.
.
___________________________________________
3. SÆTIÐ UNNIÐ Á DANSKEPPNI Í SVÍÞJÓÐ!
Vanessa, Emilía og Kristín Hallbera böttluðu á Hiphop Weekend '21 í Malmö!
Þrjár af okkar sterkustu ungu dönsurum ferðuðust til Svíþjóðar með Brynju og
Hrafnhildi í byrjun nóvember til að taka þátt í battli. Vanessa komst áfram úr
forkeppninni og komst alla leið í Top 4! Það er mjög vel af sér vikið og datt
hún út á móti þeim sem vann 2. sætið.
___________________________________________
HAUSTÖNN 2021 HEFST 6. SEPTEMBER
Fyrsta vikan (6.-11. sept) er ókeypis prufuvika!
Þú getur notað alla frístundastyrki hjá okkur.
Við kennum í þessum hverfum / bæjarfélögum:
Hópar fyrir 5-6 ára, 7-9 ára, 10-12 ára, 13 ára +, 16 ára + og 20 / 25 ára + ! ___________________________________________________
"Smáa letrið":
Skráning er bindandi, þátttakendur skuldbinda sig til að greiða fullt verð.
Námskeiðsgjöld fást ekki endurgreidd.
____________________________________________________________________ ENGLISH: Do you need information in english? Please e-mail katrindbp@gmail.com POLISH: Jeśli chcesz otrzymać więcej informacji na temat kursu tańca, to możesz skontaktować się z
naszą nauczycielką tańca Beatą. Numer kontaktowy: (+354) 7724977
SUMARNÁMSKEIÐ 2021 -- 3JA VIKNA NÁMSKEIÐ, TVISVAR Í VIKU -- Tímabil: 7.-24. júní og 9.-26. ágúst.
Verð fyrir 3ja vikna námskeið, tvisvar í viku: 12.500 kr.
Hópar fyrir 5-6 ára, 7-9 ára, 10-12 ára, 13 ára + og 16 ára +.
Kennt í Víkurhvarfi 1, Kópavogi, Strandgötu, Hafnarfirði og Dalhúsum, Grafarvogi.
-- 5 DAGA HÓPEFLISNÁMSKEIÐ -- Stuðbolta heilsdagsnámskeið með dansi og leikjum fyrir 7-12 ára kl. 9-16.
Verð fyrir 5 heila daga, innifalið er sundferð og pizzaveisla: 28.500 kr.
14.-18. júní í Íþróttahúsinu Dalhúsum, Grafarvogi með Glóey 21.-25. júní í Plié Víkurhvarfi 1, Kópavogi með Glóey 12.-16. júlí í Íþróttahúsinu Strandgötu, Hafnarfirði með Glóey 19.-23. júlí í Plié Víkurhvarfi 1, Kópavogi með Hrafnhildi 9.-13. ágúst í Íþróttahúsinu Dalhúsum, Grafarvogi með Glóey
-- DANSTÍMAR FYRIR 18 ÁRA + OG 25 ÁRA + -- 4ja vikna námskeið hefst 4. ágúst í Plié, Víkurhvarfi 1.
Brynja kennir 'Heels Performance' fyrir 18 ára + 'all levels',
og Hiphop fyrir 20 / 25 ára + byrjendur. Ekkert aldursþak, mjög skemmtilegir danstímar og mikið hlegið. Komdu að dansa!
Öll okkar fjölbreytta stundaskrá opnar aftur á haustönn, þá kennum við í
Laugardal, Breiðholti, Árbæ, Kópavogi, Garðabæ, Grafarvogi og á Seltjarnarnesi!
Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum: Facebook og instagram: Dans Brynju Péturs ____________________________________________________________________________
VORÖNN 2020 KLÁRUÐ HEIMA Í STOFU!
DAGLEGIR NET TÍMAR OG ÆFINGAR FYRIR ALLA!
Danstímar og nemendasýningar hafa fallið niður í samkomubanni.
Við klárum vorönnina með dönsurunum okkar á netinu til 11. apríl.
Við kennum fjölbreytta danstíma daglega sem henta m.a. allri fjölskyldunni. Bónusinn er
sá að allir sem vilja geta verið með í danstímunum. Við viljum gleðja eins marga og hægt er.
Tveir - þrír danstímar kenndir á dag á instagram LIVE, tímar aðgengilegir í 24 klst.
Daglega eru fjölskyldutímar sem henta öllum og 10 ára + tímar sem henta dönsurum
10 ára og eldri. Þrisvar í viku eru krefjandi tímar fyrir 13 ára +. Sjáumst á netinu!
GESTAKENNARAR Á HEIMSMÆLIKVARÐA
HEIMSÓTTU OKKUR Í FEBRÚAR
Márcio vann sér inn fastagesta status með ógleymanlegri workshop helgi.
Link kenndi frábæra danstíma en þetta er í þriðja sinn sem hann kemur til landsins.
Ekki missa af helginni 22.-23. febrúar með goðsögn í Hiphop dansheiminum, honum Link!
_________________________________
VORÖNN HEFST 13. JANÚAR Skráðu þig núna! Þú finnur okkur á 10 staðsetningum!
ATH: Verðskrá er undir Skráning. Við erum aðilar að öllum frístundastyrkjum! ____________________________________________________
ENGLISH: Do you need information in english? Please e-mail brynjapeturs@gmail.com POLISH: Jeśli chcesz otrzymać więcej informacji na temat kursu tańca, to możesz skontaktować się z
naszą nauczycielką tańca Beatą. Numer kontaktowy: (+354) 7724977
TAKK FYRIR FRÁBÆRAN NEMENDASÝNINGARDAG! Haustönn lýkur 6. desember. Vorönn hefst 13. janúar og skráning fer í gang 10. desember!
Við héldum enn eina veisluna í Seljaskóla þegar allir rúmlega 500 dansararnir okkar fóru
á svið með einstaklega sterk atriði ásamt kennurum og danshópum. Þessi orka sem við erum
að búa til saman er gjörsamlega einstök - takk fyrir enn einn ógleymanlegan dag!
.
.
.
Fylgstu með tilkynningum á Facebook: Dans Brynju Péturs og instagram: dansbrynjupeturs
____________________________________________________
STREET DANS EINVÍGIÐ 2019 STÆRSTA STREET DANSHÁTÍÐ ÁRSINS FÓR FRAM DAGANA 23.-27. OKTÓBER
STREET DANS EINVÍGIÐ var haldið í samstarfi við Reykjavíkurborg, Adidas og Coca Cola.
Takk fyrir frábæra viku! Kíktu á instagram: dansbrynjupeturs fyrir myndefni og sigurvegara! _______________________________________________
.
.
_________________________________
HAUSTÖNN HEFST 9. SEPTEMBER Þú finnur okkur á 11 staðsetningum!
ATH: Verðskrá er undir Skráning. Við erum aðilar að öllum frístundastyrkjum! ____________________________________________________
ENGLISH: Do you need information in english? Please e-mail brynjapeturs@gmail.com POLISH: Jeśli chcesz otrzymać więcej informacji na temat kursu tańca, to możesz skontaktować się z
naszą nauczycielką tańca Beatą. Numer kontaktowy: (+354) 7724977
_________________________________
VIÐTAL OG UMFJÖLLUN Í VEFÞÆTTI BLACK EYED PEAS TABOO MÆTTI Á SUMARHÁTÍÐINA OKKAR Á INGÓLFSTORGI
Hiphop menningin er magnað fyrirbæri. Black Eyed Peas meðlimurinn, Taboo, mætti á
Sumarhátíðina okkar á Ingólfstorgi í júní og tók upp þáttinn sinn Freestyle Fridays!
_________________________________
GULL, TVÖ SILFUR OG TVÖ BRONS TEKIN HEIM FRÁ PORTÚGAL! DANS BRYNJU PÉTURS SÓPAÐI INN MEDALÍUM Á DANCE WORLD CUP 2019
6000 þátttakendur frá 60 löndum tóku þátt í alþjóðlegri danskeppni.
Þetta var æðislega gaman, dansararnir okkar vöktu mikla athygli!
Sjá umfjallanir í Fréttablaðinu og Mogganum:
_________________________________
TAKK FYRIR FRÁBÆRAN DAG!
NEMENDASÝNINGAR VORU LAUGARDAGINN 6. APRÍL
Frábær stemmning og gólfið smekkfullt af hæfileikum.
Hvað getur maður beðið um meira?
Video koma á youtube innan tveggja vikna.
Myndir koma inn á facebook fljótlega. Hér er smá forskot!