..................FRÉTTIR ...... STUNDASKRÁ ...... UM DANSNÁM ...... KENNARAR....... MYNDIR ...... VIDEO ...... SKRÁNING ......DANSFATNAÐUR

 

Dansworkshop með Hurrikane og Android frá New York !
Alain Lauture sem kallar sig Hurrikane og Martina Heimann sem kallar sig
Android komu til Íslands með bráðnauðsynleg námskeið í október 2012.
Þau kenndu 2 tíma hvort, 2 klst í senn, af Popping og Locking. Nemendur
á öllum aldri mættu og lærðu mikið um stílana sem ekki eru kenndir hér
á Íslandi reglulega.

Þau eru bæði vel þekkt innan Street senunnar og hafa unnið ótal böttl í
Bandaríkjunum og Evrópu. Hurrikane er vel að sér í mörgun Street dans-
stílum og tekur t.d. reglulega þátt í Hiphop, House og Popping battles en
hann hefur sérhæft sig í Locking. Þar er hann algjörlega einstakur og er
ein bjartasta vonin af ungu kynslóðinni í dag.

Android er fyrrverandi Ballerína sem kynnist Street dansi seint en féll
fyrir Popping stílnum og hefur lært um allan heim. Hún vakti verðskuldaða
athygli, vann battles og tók þátt í ýmsum viðburðum innan senunnar. Í
dag er hún komin út í Flexing stílinn (sem kemur frá Dancehall en á margt
líkt með Popping).